Þorgerður Katrín vill kanna kosti og galla ESB aðildar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það verði að skoða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu af alvöru. Þetta kom fram í máli hennar í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gekk hart eftir ákveðnum svörum frá Þorgerði um huganlega ESB-aðild. Þorgerður segir að hingað til hafi Sjálfstæðisflokkurinn talið að EES-aðildin þjónaði hagsmunum okkar. "En nú eru aðrir tímar og aðstæður þannig að okkur ber skylda til að kanna hvar hagsmunum okkar er best borgið í framtíðinni," segir Þorgerður.

Þorgerður segir að hún hafi ekki bara efnahagsmálin í huga þegar hún vill kanna hvar Íslandi sé best borgið í framtíðinni. "Við hljótum að horfa til ESB þegar kemur að öðrum málum eins og utanríkis- og öryggismálum," segir hún.

Þá nefndi Þorgerður einnig að breyta þurfti um peningamálastefnu. Það væri ljóst að við núverandi aðstæður fengist enginn erlendur aðili til þess að fjárfesta á Íslandi.(visir.is)

Ekki er unnt að kanna kosti og galla ESB aðildar nema með því að sækja um. Þess vegna er skoðun Þorgerðar Katrínar orðin samhljóma skoðun Samfylkingarinnar.Hér er um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband