Félagshyggja í öllum flokkum

Umræður voru á alþingi í morgun um ráðstafanir í þágu heimilanna vegna fjármálakreppunnar.Ögmundur Jónasson VG,hóf umræðuna en forsætisráðherra var fyrstur til andsvars.Það vakti athygli mína hvað samhjálp og félagshyggja átti sterk tök í nær öllum þeim þingmönnum,sem tóku til máls og sérstaka athygli mína vakti hvað ýmsir þingmenn

Sjálfstæðisflpokksins lögðu mikla áherslu á að vernda þyrfti velferðarkerfið og alla samfélagsaðstoð.Það eru engin tíðindi að þingmenn Samfylkingar og VG leggi áherslu á félagshyggju en það eru meiri tíðindi að þessi stefna á rík  ítök í sjálfstæðismönnum einnig. Það er þverpólitísk samstaða um velferðarkerfið og sama samstaða ríkir um að veita þurfi heimilunum

i landinu  aðstoð til þess að komast út úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband