Hvers vegna hrynur fylgið af Sjálfstæðisflokknum?

Í hverri skoðanakönnun á fætur annarri hrynur nú fylgið af Sjálfstæðisflokknum og er nú  komið í 21% í þeirri síðustu. Hvers vegna gerist þetta? Er það vegna núverandi ríkisstjórnar og forustu Sjálfstæðisflokksins í henni eða er verið að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir gamlar syndir?Ég hallast af því síðarnefnda.Það er verið að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir einkavæðingu bankanna og frjálshyggjuna undanfarin mörg ár.Einkavæðingin mistókst og frjálshyggjan einnig. Ef þátttakendur í skoðanakönnunum vildu refsa ríkisstjórninni mundi Samfylkingin einnig hrapa í fylgi en það gerist ekki. Menn vita,að Samfylkingin var ekki í stjórn þegar einkavæðing bankanna var framkvæmd og þegar frjálshyggjan hóf innreið sína. Þess vegna sleppur Samfylkingin. En vitanlega ber núverandi ríkisstjórn ábyrgð á eftirlitsstofnunum sem brugðust undanfarin misseri. Þess vegna þarf að kjósa næsta vor til þess að ríkisstjórnin geti axlað ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband