Miðvikudagur, 3. desember 2008
Opnað á ný fyrir fjárfestingar erlendra aðila i íslenskum fyrirtækjum
Í reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál,sem settar voru samkvæmt nýjum lögum um sama efni segir,að fjárfesting í verðbréfum (hlutabréfum),sem feli í sér hreyfingu fjármagns til landsins,sé óheimil.Ekkert er þar talað um upphæðir eða hundraðshluta fjárfestingar í þessu sambandi. Gott er,að viðskiptaráðuneyti og Seðlabanki hafi ákveðið að breyta þessu og leyfa erlenda fjárfestingu hér á landi ef hún nemur a.m.k.10% hlutafjár. En þó verður ekki séð hvers vegna á að binda slíka fjárfestingu við 10% eða meira. Hvað ef einhver erlendur aðili vill leggja 9% hlutafjár í íslenskt fyrirtæki,eða 7-8%. Af hverju á að banna það. Ekki er heil brú í því.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.