Nýja Kaupþing og Bakkabræður slást um Exista

Stjórn Nýja Kaupþings banka hf. unir ekki sölu stjórnar Exista hf. á nýjum hlutum í félaginu til Kvakks ehf./BBR ehf., eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Exista og bróður hans. Stjórn bankans hafði undirbúið ferli sem miðaði að því að taka yfir stjórn Exista í því skyni að verja hagsmuni bankans. 
 
„Síðastliðinn sunnudag upplýsti Kaupþing stjórnarformann Exista um þessi áform bankans og óskaði jafnframt eftir að boðað yrði til hluthafafundar hjá félaginu. Þessari ósk var fylgt eftir formlega með bréfi frá Kaupþingi í morgun.
 
Stjórn Nýja Kaupþings gerir alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð stjórnar Exista og mun leita allra leiða til að fá þessum áformum hnekkt," segir í yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

BBR ehf., sem er í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar, skráði sig í dag fyrir 50 milljörðum hluta í Exista. Bræðurnir urðu í kjölfarið yfirtökuskyldir. Fyrir viðskiptin í dag átti Bakkabraedur Holding B.V., annað félag í eigu Lýðs og Ágústs, 6,4 milljarða hluti. Eftir viðskiptin eiga félög tengd Lýð og Ágústi samtals 56,4 milljarða hluti í Exista sem nemur 87,8% af heildarhlutafé félagsins.(mbl.is)

Hér er á ferðinni opinn slagur um yfirráð Exista.Í augnablikinu hafa Bakkabræður tryggt sér yfirráðin í félaginu en Nýja Kaupþing segist ætla að fá gerningi Bakkabræðra hnekkt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stefna að yfirtöku á stjórn Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK. Ég hef verið að lesa misgáfulegar færslur hérna og þar sem þú ert viðskiptafræðingur þá ertu líklegastur til þess að geta svarað mér.

Þannig að ef ég skil þetta rétt.

Í stjórn Exista er maður sem er einnig eigandi Kvakks ehf/BBR ehf. ásamt bróður sínum rétt?

Þessum umrædda manni hjá Exista er tjáð af Nýja Kaupþing banka að þeir vilji yfirtaka stjórn Exista (m.ö.o. kaupa þá út??) til þess að verja hagsmuni NKB.

Existamaðurinn  (Lýður Guðmunds) ákveður þá að skrá annað félag í hans eigu ásamt bróður sínum fyrir 50 milljörðum hluta. Kemur það út þannig að Exista er eiginlega að "gefa" frá sér hlut til BBR. ehf??

Svo til þess að bæta við þá segir mbl.is að félög tengd Guðmundssonum eigi rúm 88% af heildarhlutafé félagsins Exista.

Ok. Þá bæti ég við nokkrum aukaspurningum.

Af hverju vilja þeir bakkabræður svona mikið halda í félag sem ég hefði talið vera gjaldþrota?

Eru þeir að þessu svo að Nýja Kaupþing þurfi að gera eitthvað betra yfirtökutilboð eða hvernig virkar þetta eiginlega?

Danni (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Bakkabræður eru að tryggja sér alger yfirráð yfir Exista með lágmarkstilkostnaði.Þeir töldu sig geta bætt stöðu fyrirtækisins.Þess vegna sóttuust þeir eftir algerum yfirráðum. En hlutabréf  í félaginu hrundu í verði í Kauphöllinni í dag.Það blæs því ekki byrlega fyrir Exista.Nýja Kaupþing sagði í fyrstu,að bankinn mundi ógilda þennan gerning en nú hafa aðilar sest að samningum.

Kveðja  BG

Björgvin Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband