Halli ríkissjóðs 150 milljarðar 2009

Halli ríkissjóðs mun aukast mikið á næsta ári og verða yfir 150 milljarðar króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var fyrst kynnt þann 1. október var hallinn áætlaður um 57 milljarðar króna. Vonir standa til að önnur umræða um fjárlög fari fram á Alþingi á mánudag.

Gert er ráð fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð útgjalda og ný  tekjuáætlun verði lagðar fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis á morgun en samkvæmt tekjuáætluninni munu tekjur ríkissjóðs dragast saman um 70 til 80 milljarða króna á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að hægt verði mjög á nokkrum stofnframkvæmdum á borð við byggingu nýs hátæknisjúkrahúss, lagningu Sundabrautar og uppbyggingu á nýrri fangelsisbyggingu við Litla-Hraun. Frekari áætlanir um niðurskurð verða kynntar af ríkisstjórn fljótlega.

Í fjárlagafrumvarpinu voru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar 450,5 milljarðar króna og útgjöld 507,4 milljarðar króna. Hallinn átti því að vera um 57 milljarðar króna.  (mbl.is)

 Þetta er mikill halli en nauðsynlegut til þess,að atvinnuleysi verði ekki enn meira  næsta ár en þegar er fyrirsjáanlegt. Ríkið mun auka einhverjar framkvæmdir til þess að draga úr atvinnuleysi.Ekki má skerða almannatryggingar eða sjúkrahúsin.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka Til baka


mbl.is Hallinn yfir 150 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband