Kjaranefnd eldri borgara mótmælir kjaraskerðingu lífeyrisþega

Kjaranefnd  Félags   eldri borgara í Reykjavík  samþykkti á fundi sínum í morgun að mótmæla harðlega kjaraskerðingu  3/4 lífeyrisþega almannatrygginga en sú kjarskerðing tekur gildi um áramót.Aðeins  1/4 v lífeyrisþega fær fullar verðlagsuppbætur á  lífeyri sinn um áramót,þ.e. þeir lífeyrisþegar sem hafa lægstar bætur,130 þús. á mánuði eftir skatt en hinir fá aðeins 9,6% hækkun á lífeyri um áramót í stað 20%,sem þeir hefðu átt að fá til þess að lífeyrir héldi verðgildi sínu og hækkaði í samræmi við lögbundnar verðlagsuppbætur eins og var fram að breytingu,sem alþingi er nú að samþykkja. Ráðherrar sögðust ætla að verja velferðarkerfið en það tókst ekki.

Kjaranefnd FEB benti einnig á,að komin væri ný neyslukönnun  Hagstofunnar og samkvæmt henni ætti lífeyrir eldri borgara að vera 282 þús. kr. á  mánuði án skatta.En FEB hefur samþykkt að lífeyrir eldri borgara eigi að miðast við  þessa neyslukönnun.Skal  lífeyrir eldri borgara leiðréttur í áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband