Verða breytingar á stjórninni?

Nú nálgast jól og áramót. En ekkert hefur enn verið tilkynnt um breytingar á ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún sagði,að það yrðu breytingar og Geir Haarde útilokaði ekki að svo yrði.

Það var vitað þegar stjórnin var mynduð,að einhverjar breytingar yrðu á stjórninni,þegar kjörtímabilið væri hálfnað.Umræðan um breytingar á sér stað áður en kemur að þeim tímapunkti.Það er vegna þess,að almenningur krefst breytinga vegna fjármálakreppunnar. Almenningur vill að stjórnmálamenn axli ábyrgð af þeim efnahagsmistökum,sem gerð hafa verið. Oddvitar stjórnarflokkanna hafa gefið í skyn,að breytingar gætu orðið um áramót.

Hvaða breytingar eru líklegastar? Ég tel líklegast,að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hætti. Það lá í loftinu,þegar stjórnin var mynduð,að Björn yrði aðeins hálft kjörtimabilið í ráðherrastól.Þegar stjórnin var mynduð var einnig hvislað um það,að Jóhanna Sigurðardóttir yrði aðeins hálft tímabil en þá mundi koma inn ný kona frá Samfylkingu. Hvort þetta gengur eftir er hins vegar óvíst,þar eð Jóhanna hefur mælst mjög vinsæl í skoðanakönunum. En þar a móti kemur,að ráðuneyti félags-og tryggingamála er mjög erfitt og  álagið á ráðherra mikið. Ég tel hins vegar,að Björgvin G. Sigurðsson verði kyrr í stjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband