Dýr handvömm í stjórnkerfinu

Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde, forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um Icesave-ábyrgðir.

Í svarinu segir Geir að sér sé ekki kunnugt um að embættismenn eða ráðgjafar ráðherra hafi haft slíka vitneskju.(mbl.is)

Enginn í íslenskri stjórnsýslu  kannast við að tilboð  frá Bretum um 200 millj. punda greiðslu v. Ice Save hafi borist,þ.e. um að ef slík greiðsla bærist þá væru Bretar reiðubúnir að færa reikningana yfir í breska lögsögu.Ljóst er,að sú það hefði verið mikið ódýrara fyrir Ísland að greiða 200 millj. pundin í stað þess að þurfa að greiðs 150 milljarða kr  eins og nú er útlit fyrir. Hér hafa átt sér stað handvömm.

Björgvin GuðmundssonFara til baka 


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband