Þriðjudagur, 30. desember 2008
Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja um áramót
Nú um áramótin tekur gildi kjaraskerðing aldraðra og öryrkja,þar eð lífeyrir þeirra skerðist að raungildi til. Lífeyrir aldraðra og öryrkja átti að hækka í samræmi við vísitölu eða um 20% en hækkar aðeins um 9,6% nema hjá þeim sem eru með allra lægstu bætur. Lægstu bætur,150 þús á mánuði fyrir skatt og minna, hækka um 20% eins og verðbólgan. Umrædd kjaraskerðing er talin nauðsynleg vegna fjárhagserfiðleika ríkisins.En þegar fjárhagur ríkisins var góður voru bætur aldraðra og öryrkja heldur ekki hækkaðar.Þær hækkuðu ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna í feb sl. eins og lofað hafði verið.Þær hækkuðu þá aðeins til hálfs við kauphækkun verkafólks.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.