Mótmælendur stöðvuðu kryddsíldina

Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu.

Mikill hiti er í fólki og segja sjónarvottar að táragasi hafi verið beitt til að reyna að dreifa mannfjöldanum. Hljóðkerfi, kaplar og fleiri tæki til útsendingarinnar hafa verið eyðilögð. Starfsfólk Stöðvar 2 á staðnum segir skemmdirnar hlaupa á milljónum.(vísir.is)

Ég fordæmi þessi skemmdarverk mómælenda. Á sama hátt og ég hefi  fagnað og tekið undir friðsamnleg mótmæli á Austurvelli áður þá fordæmiég skemmdarverk og ofbeldi. Það mun engu skila.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband