Vill Ögmund aftur sem ráðherra

Það vakti mikla athygli þegar Guðfríður Lilja,þingflokksformaður VG setti fram þá ósk í Silfri Egils í gær,að Ögmundur Jónasson fengi sæti í ríkisstjórninni á ný. Hún hlýtur þá að hafa viljað að Álfheiði Ingadóttur yrði ítt úr úr stjórninni fyrir Ögmund. Þessi ósk þingmannsins vakti enn meiri athygli en ella vegna þess að hún er formaður þingflokksins.Annars eyddi hún mestum tíma í það að ráðast á Jóhönnu Sigurðardóttu,forsætisráðherra. Gagnrýndi hún hana og ríkisstjórnina harðlega fyrir það hvernig haldið væri á Ice save málinu. Guðfríður hældi Ogmundi mikið.

Maður verður stundum mjög hissa á því hvernig VG geta verið í stjórn þegar einstaka þingmenn eru eins óánægðir og raun bera vitni.Allir þingmennirnir segjast þó styðja stjórnina,þar á meðal Ögmundur og Guðfríður Lilja.En það verður ekki bæði sleppt og haldið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband