Mánudagur, 5. október 2009
Rannsóknarnefnd fær afrit af bréfum forseta í þágu fjármálastofnana
Það hefur verið vitað,að forseti Íslands beitti sér í nokkrum tilvikum í þágu útrásarvíkinga.Og svo virðist nú sem forsetinn hafi einnig beitt sér í þágu fjármálastofnana.M.a. skrifaði forsetinn til Bill Clintons og leiðtoga Kína.Ég tel eðlilegt að rannsóknarnefndin kanni þessi bréf enda þótt ólíklegt megi telja,að forsetinn hafi farið út fyrir verksvið forsetaembættisins í þeim bréfaskrifum.
Vissulega má deila um það hve langt forsetinn eigi að ganga í því efni að stuðla að viðskiptum íslenskra aðila við erlenda aðila.Ég tel í lagi að forsetinn sé formaður í viðskiptasendinefndum sem fara t.d. til landa í Asíu og Afríku. En ég tel óeðlilegt,að forsetinn beiti sér í þágu einstakra fyrirtækja.
Björgvin Guðmundsson
Fengu afrit af bréfum forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.