Andstaðan við AGS eykst

Ögmundur Jónasson er mjög harðorður í garð AGS í viðtali við Mbl. í dag. Hann segir að við höfum ekkert við AGS að gera.Lilja Mósesdóttir tekur í sama streng og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir,að ef AGS geri það áfram að skilyrði fyrir aðstoð sjóðsins,að við göngum að frekari kröfum Breta og Hollendinga í Ice save þá eigi að slíta samstarfi við sjóðinn.Ég er sammála Bjarna.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála !Ekki ASG.En við þurfum lán og það STRAX .Verðum að koma lífi í málin hér .

Alltof mikil örvænting í fólki og kvíði . 

Kristín (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:08

2 identicon

Fyrir hverju þurfum við lán, það er verið skera hér niður grimmilega? Í hvað eiga lánin að fara?  Jöklabréfin kannski? Ef nota á lánin fyrir almenning er ljóst að ekki þarf allan þenna niðurskurð. Þetta með gjaldeyrisvaraforðann er ótrúverðugt, mín kennig: Styrkja krónuna og hleya jöklabréfseigendum út á hærra gengi (meir peningur fyrir þá) og síðan hrynur krónan aftur við gjaldeyrisútstreymi bréfanna og þá hvað?

Dísa (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband