Sjómannaafsláttur afnuminn í áföngum

Steingrímur J. Sigfússon lagði í gærkvöldi á Alþingi fram tvo svokallaða bandorma um tekjuöflun ríkisins. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir hinum áður boðaða þriggja þrepa tekjuskatti auk þess sem sjómannaafslátturinn svokallaði verður afnuminn í skrefum á fjórum árum frái og með 2011.

Þá lagði ráðherrann fram frumvarp um auðlindaskatta sem gerir ráð fyrir að sérstakt kolefnagjald verði lagt á fljótandi jarðefnaeldsneyti og að söluskattur verði lagður á raforku og heitt vatn.

Bandormarnir geta komið til umræðu í þinginu í fyrsta lagi á morgun.(visir.is)

Ekki verður komist hjá því að afnema sjómannaafsláttinn í áföngum.Gömlu rökin fyrir nauðsyn sjómannaafsláttar eiga ekki lengur við.Afkoma sjómanna og aðstaða um borð hefur batnað mikið og erfitt að réttlæta   það lengur,að stétt sjómanna  eigi fremur rétt á afslætti af sköttum en aðrar stéttir  launþega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband