Stjórnarandstaðan tefur Icesave

Stjórnarandstaðan gerir  allt sem hún getur til þess að tefja  umræðuna um Icesave.Einkum á þetta við um Sjálfstæðisflokkinn en sá flokkur virðist aldrei ætla að komast yfir það,að hann  sé ekki lengur við völd.Flokkurinn vill ráða á þingi enda þótt  hann sé í minnihluta. Væri ekki rétt að flokkurinn þroskaðist og leyfði lýðræðinu að ráða.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ræddu um Icesave fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Og hvað kallar þú lýðræði...Einræði Jóhönnu Sigurðardóttir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

ps. Að leyfa lýðræðinu að ráða, þá væri búið að leyfa þjóðinni að kjósa í þjóðaratkvæða greiðslu um þessi tvö mikilægu mál sem ICESAVE er og ESB. Það er lýðræði.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öll framganga ríkisstjórnarinnar í málinu, undirgefni við hótunaröfl útlendinga og algert rakaleysi hennar í umræðunum, þar sem stjórnarþingmenn þora ekki að mæta í ræðustól, er öllum þessum samherjum þínum til eilífrar skammar, hr. Björgvin Guðmundsson. Segðu svo vinsamlegast okkur lesendum þínum, hver sé afstaða þín til ábendinga Daniels Gros hagfræðings um að okkur beri ekki að borga 5,55% í vexti (um 250–280 milljarða vegna áranna til 2017), heldur 1,6% og að þak eigi að vera á vaxtaupphæðunum (svo að þær yrðu innan við sjö milljarðar á nefndu tímabili). Stendurðu með rétti okkar til að láta kanna það, hvort hann hafi ekki rétt fyrir sér, að við eigum fullt tilkall til að njóta a.m.k. þeirra vaxtakjara vegna jafnræðisreglu Evrópska efnahagssvæðisins? – eða verðu óbilgirni Steingríms J. einnig í þessu máli?

Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 10:15

4 identicon

Ótrúlega er ósmekklegt að heyra fylgismenn núverandi stjórnarflokka býsnast yfir meintu málþófi stjórnarandstöðunnar.  Hefur Björgvin ekki fylgst með stjórnmálum undangenginna ára og fylgst með framgöngu núverandi stjórnarflokka í stjórnarandstöðu. Þar var oft um að ræða alvöru málþóf og oft um mun lítilsgildari mál en Icesave. Hvort skyldi t.d. vega þyngra fyrir þjóðarhag fjölmiðlafrumvarp eða Icesave. Björgvini finnst ef til vill Icesave vera smá mál?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:15

5 identicon

Ég tek undir með Ingibjörgu hér að ofan að það væri lýðræðislegast að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ICESAVE og hvort bind eiga komandi kynslóðir á þann skuldaklafa.

Jóhanna og hennar lið vill það til að troða okkur inní ESB, það er heila málið.

Auðvitað hefði líka átt að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort það hefði átt að leyfa þessari Ríkisstjórn að sækja um ESB aðild og hella þjóðinni útí rándýrar samningaviðræður.

Allar skoðanakannanir sýndu að þjóðin vldi fá að kjósa um þetta.

Svo í ofanálag sannaði Jóhanna og hennar flokkur antilýðræðisást sína þegar þeir felldu það að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði að verða bindandi fyrir stjórnvöld. Nei hún verður aðeins ráðgefandi sagði Jóhanna.

Þetta eru gerræðisleg og ólýðræðisleg vinnubrögð og líkist mest gervi- og sýndarlýðræði ESB apparatsins ! Þaðan eru þessu vinnubrögð ættuð og eftir þeim vinnur Samfylkingin !

Hvað ætli verði um þessa stjórnmálaforingja Samfylkingarinnar, þegar þjóðin á endanum kolfellir þennan ESB samning sem reynt verður að troða uppá þjóðina með gulli og grænum skógum.

Um hvað á þá pólitík þessa auma stjórnmálaflokks að snúast þegar þjóðin verður búinn að eyðileggja fyrir þeim, þeirra einasta mál og æðstu hugsjón.

Kanski verður þá þeirra næsta pólitíska markmið að það verði að kjósa aftur og aftur og aftur, það kæmi mér ekki á óvart, því annars væri þessi ESB sértrúarsöfnuður búinn að vera.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:28

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur hittir hér naglann margoft á höfuðið.

Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband