Útrýma á barnafátækt og stórbæta kjör aldraðra og öryrkja

 

Nú,þegar hagvöxtur er miklu meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og staða ríkisstjóðs hefur batnað verulega; góðæri í landinu, er tímabært að útrýma barnafátækt á Íslandi og bæta kjör þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja svo mikið, að þeir geti ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað mannsæmandi lífi. Það búa 6000 börn við fátækt hér í dag.Það er til skammar fyrir velferðarríkið okkar. Ísland verður strax að þvo þennan blett af landinu. Sama er að segja um verstu kjör aldraðra og öryrkja,þ.e. þeirra ,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum; hafa engan lífeyrissjóð og engar aðrar tekjur.Þeir komast ekki af á þeirri hungurlús, sem stjórnvöld skammta þeim. Þeir geta ekki leyst út lyfin sín og stundum eiga þeir ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins.Þegar ástandið er svona skammarlega slæmt í ríku landi sem Íslandi hefur það enga þýðingu að guma af miklum hagvexti.Hann skiptir engur máli á meðan barnafátæktinni er ekki útrýmt og kjör aldraðra og öryrkja ekki stórbætt.

 

Endurskoðun almannatrygginga misheppnaðist

Aðgerð fyrrverandi ríkisstjórnar til þess að lagfæra almannatryggingar um síðustu áramót og bæta kjör lífeyrisþega misheppnaðist algerleg.Lagafrumvarpið var lagt fram með engri kjarabót fyrir þá aldraða og öryrjkja,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum! Með miklum mótmælaaðgerðum Félags eldri borgara í Reykjavík tókst að knýja fram örlitlar kjarabætur fyrir þá verst stöddu.En stjórnvöldum tókst að ná þvi nær öllu til baka með auknum skerðingum húsaleigubóta; áður var einnig búið að draga verulega úr vaxtabótum. Þeir, sem leigðu húsnæði, fengu því minni húsaleigubætur en áður og þeir sem áttu húsnæði fengu minni vaxtabætur.Þannig náði ríkisvaldið nær allri  kjarabótinni“ til baka!

400 þúsund fyrir skatt er lágmark

Hvað hafa þeir verst stöddu meðal aldraðra mikinn lífeyri í dag? Eftir hungurlúsina, sem þeir fengu um síðustu áramót, hafa þeir , sem eru i hjónabandi eða sambúð, 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.( Þetta er ekki prentvilla).Það er ótrúlegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi skammta öldruðum þessa hungurlús um síðustu áranmót eftir 10 ára undirbúning nýrra laga um almannatryggingar.Einhleypir hafa örlitið hærra eða 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er engin leið að lifa af þessu. Hvað þurfa eldri borgarar mikið sér til framfærslu? Að mínu mati er lágmark 400 þúsund á mánuði fyrir skatt eða 305 þúsund á mánuði eftir skatt.Það kemst enginn af með minna í dag.Þetta er algert lágmark.

Björgvin Guðmundsson

Fyrrv. borgarfulltrúi

Birt í Mbl. 10.júní 2017

 

 
 

Staða Theresa May versnar! Meirihlutinn sennilega tapaður

Theresa May leiðtogi breska íhaldsflokksinsd efndi til kosninga í gær til þess að styrkja stöðu sína.Það mistókst.Staða hennar hefur veikst. Samkvæmt útgönguspám hefur Íhaldsflokkurinn tapað meirihlutanum á þingi og óvíst er að Theresa May haldi leiðtogasæti sínu.Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig samkvæmt útgönguspám.

Samningaviðræður um útgöngu Breta úr ESB áttu að hefjast síðar í þessum mánuði.Óvíst er að sú áætlun haldi vegna útkomu bresku kosninganna. Mjög erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn í Bretlandi. Það verður að mynda samsteypustjórn en engin hefð er fyrir slíkum stjórnum í Bretlandi enda þótt nokkur dæmi séu um slíkar stjórnarmyndanir. Íhaldsflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í Bretlandi og sennilega fær Theresa May fyrst umboð til stjórnarmyndunar nema hún biðjist undan því. En Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur þegar kallað eftir afsögn Theresa May.Verkamannaflokkurinn bætti við sig 30 þingsætum en Íhaldsflokkurinn tapaði 11 þingsætum.

 

Björgvin Guðmundsson


Misskipting meiri í uppsveiflunni en í kreppunni eftir hrun!

Það er uppsveifla í íslensku efnahagslífi.Ferðaiðnaðurinn blómstrar.Ný hótel spretta hvarvetna upp,byggingariðnaðurinn er kominn á fullt á ný,flytja verður inn vinnuafl,útgerðin græðir vel; eigandi sjávarauðlindarinnar,þjóðin fær skammarlega lágt afgjald fyrir útleigu auðlindarinnar.Samkvæmt félagsvísi velferðarráðuneytisins er ójöfnuður að aukast í þjóðfelaginu.Árið 2015 voru 10% landsmanna undir lágtekjumörkum en 7,9% árið áður.Það er sama hlutfall undir lágtekjumörkum nú í uppsveiflunni eins og var í kreppunni eftir bankahrunið! Misskiptingin eykst: Árið 2015 jók ríkasta 1% landsmanna eignir sínar um 50 milljarða og á 20% af öllum eignum landsmanna.

Núverandi hægri stjórn vill ekkert gera í skattamálum til þess að draga úr misskiptingunni.Og meðreiðarsveinar Sjálfstæðisflokksins i ríkisstjórninni,Björt framtíð og Viðreisn gera enga athugasemd við aukna misskiptingu í þjóðfélaginu.Þeir láta sér hægri stefnuna vel líka.

Björgvin Guðmundsson


Missir breski Íhaldsflokkurinn meirihlutann á morgun?

Mjög tvísýnar þingkosningar fara fram í Bretandi á morgun.Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna ákvað að flýta kosningum; hún ætlaði að styrkja stöðu sína. Hún notaði þá kosningabrellu að segja við breska kjósendur að hún þyrfti að fá stærri meirihluta til þess að styrkja stöðu sína gagnvart ESB. En það var brella.Það breytir engu fyrir samningaviðræðurnar við ESB hvort hún hefur lítinn eða mikinn meirihluta.-Þegar Theresa May ákvað þingkosningar bentu skoðunarkannanir til þess að Íhaldsflokkurinn hefði 20% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn.En í dag er munurinn aðeins 3%. Verkamannaflokkurinn hefur stöðugt saxað á meirihluta íhaldsmanna.Er nú talið óvíst,að Theresa May haldi meirihluta sínum og jafnvel þó hún merji meirihlutann getur verið að hún verði að mynda samsteypustjórn.Málin hafa því snúist í höndunum á Theresa May á sama hátt og gerðist hjá David Cameron.Báðir þessir leiðtogar íhaldsmanna í Bretlandi ætluðu að spila á kjósendur en kjósendur tóku málin í sínar hendur.

 Theresa May hefur m.a. tapað á því,að hún skar mikið niður framlög til lögreglunnar,þegar hún var innanríkisráðherra í Bretlandi fram að 2016.Það hefur hefnt sín nú þegar hryðjuverkaárásir eru gerðar í Bretlandi. Örvænting virðist hafa gripið breska forsætisráðherrann þar eð í fréttum í morgun sagði,að hún ætlaði að skerða verulega mannréttindalöggöf Bretlands til þess að geta hert nægilega mikið á hryðjuverkalöggjöfinni!Er þetta ekki einmitt það,sem vestrænar þjóðir hafa sagt,að þær vildu ekki gera,þ.e. að breyta vestrænum þjóðfélögum,nánast samkvæmt óskum hryðjuverkamanna,þannig,að íbúar vestrænna ríkja gætu ekki um frjálst höfuð strokið.Enda þótt herða þurfi lög um ráðstafanir gegn hryðjuverkum,þarf að fara varlega í það að afnema mannréttindi.Mannréttindin eru það dýrmætasta,sem við eigum.

Björgvin Guðmundsson


Forseti Íslands sýnir kjörum eldri borgara skilning!

Forseti Íslands,Guðni Th.Jóhannesson,sýnir kjörum eldri borgara skilning.Hann segir: Styrk samfélags má (líka) meta eftir því hvernig börnum er sinnt,hvernig búið er að öldruðum á ævikvöldi.Því miður sýna stjórnvöld (ríkisstjórnir) kjörum aldraðra og öryrkja ekki nægan skilning.Þrátt fyrir góðæri en kjörum þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja enn haldið í svo mikilli spennitreyju,að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af þeim kjörum.Á sama tíma lifa 6000 börn á Íslandi við fátæktarmörk.Þetta er til skammar fyrir velferðarríkið Ísland, sem býr við mikið ríkidæmi enda þótt aðeins fáir njóti þess. 

Björgvin Guðmundsson


Ekki á að skerða tryggingalífeyri aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði

Eldri borgarar,sjóðfélagar í lífeyrissjóðum,eiga lífeyrinn,sem safnast hefur þar inn á langri starfsævi fyrir þeirra tilverknað.Ekki má skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það var áskilið,að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að valda neinni skerðingu á greiðslum til eldri borgara þaðan.Ríkið stofnaði almannatryggingarnar en verkalýðsfélögin stofnuðu lífeyrissjóðina.Ríkið getur ráðskast með almannatryggingar en ríkið getur ekkert ráðskast með lífeyrissjóðina; þeir eru eign sjóðfélaga.Ég tel þó,að skerðingarnar séu í raun óheimilar.

Ég tel,að sú skerðing á tryggingalífeyri aldraðra sem ákveðin var af stjórnmálamönnum gangi algerlega í berhögg við það óskráða samkomulag, sem gert var þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir,þ.e. að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin í þessu kerfi en lífeyrissjóðirnir eru önnur stoðin. Sumir stjórnmálamenn vilja breyta þessu en það er ekki mögulegt.Svona var þetta ákveðið í upphafi og svona er þetta.Þetta er nokkurs konar sáttmáli,sem ekki er unnt að rjúfa.

Mér er ljóst,að hópur manna vill í dag leggja blessun sína yfir skerðingu á tryggingalífeyri þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Rök þess hóps eru þau,að þeir,sem hafi góðan lífeyrissjóð,háar lífeyrissjóðsgreiðslur þurfi ekki að fá neitt frá almannatryggingum; m.ö.o. það á að refsa þeim,sem hafa greitt mikið í lífeyrissjóð.En það gleymist í þessu sambandi,að eldri borgarar,sem búnir voru að vera á vinnumarkaði frá 16 ára aldri, voru búnir að greiða til almannatrygginga allan þann tíma; fyrst greiddu þeir árum saman sérstakt tryggingagjald,sem rann til almannatrygginga og síðan greiddu þeir til almannatrygginga með skattgreiðslum.Þessir eldri borgarar eiga því inni greiðslur frá almannatryggingum.Ég tel,að það sé alveg undir þeim komið hvort þeir vilji gefa eitthvað eftir af þeim greiðslum en ríkið getur ekki hrifsað af þessum eldri borgurum greiðslur,sem þeir eiga inni hjá almannatryggingum einungis vegna þess að þeir greiddu í lífeyrissjóð. Það verður að stöðva þetta atferli ríkisins.

Björgvin Guðmundsson


Staðan í málefnum aldraðra og öryrkja hefur lítið sem ekkert lagast!

Alþingi er farið í sumarleyfi og kemur ekki saman fyrr en 12.september.Alþingismenn þurfa lengra sumarleyfi en aðrir landsmenn.Það væri í lagi,ef þingmenn ynnu vel á meðan þeir væru að störfum.En svo er ekki.

Ég hef margoft skorað á alþingi að taka rögg á sig og bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið,að þessir aðilir gætu ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað með reisn. En því hefur ekki verið ansað.

" Leiðréttingin",sem gerð var á kjörum aldraðra og öryrkja um síðustu áramót var engin leiðrétting. Þetta var hungurlús,sem tekur ekki að nefna.Aldraðir í hjónabandu og sambúð hækkuðu þá um 12 þúsund krónur á mánuði og lífeyrir þeirra fór í 197 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er brandari og furðulegt að löggjafarsamkoman skyldi bjóða öldruðum í hjónabandi upp á þessa hungurlús.Einhleypir fengu örlítið meiri hækkun eða um 23 þúsund kr á mánuði og hækkuðu í 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er sama hvort við tölum um 197 þúsund kr eða 230 þúsund kr.Það er ekki unnt að lifa af þessu.Aldraðir og öryrkjar verða því eins og áður að neita sér um að fara til læknis eða að leysa út lyfin sín eða ef þeir  neita sér um það hvort tveggja verða þeir matarlausir síðustu daga mánaðarins.Þetta er mannréttindabrot; brot á stjórnarskránni. En stjórnarherrarnir láta sér það í léttu rúmi liggja.- Hér er verið að ræða um þá aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.

 

Björgvin Guðmundsson


Skerðing tryggingalífeyris: Mál gegn ríkinu þingfest í þessum mánuði!

Mikið hefur verið rætt um það undanfarin misseri,að skerðing á lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum væri orðin svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,að líkast væri eignaupptöku.En síðan bárust fréttir af því skömmu eftir áramót,að Tryggingastofnun væri að skerða tryggingalífeyri aldraðra án lagaheimldar! Fallið hafði niður á alþingi við breytingar á lögum um almannatryggingar að setja inn lagaheimild  fyrir því að skerða tryggingalífeyri aldraðra.Í stað þess að flytja strax frumvarp til laga um þessa heimild eða jafnvel setja bráðabirgðalög um málið ákvað velferðarráðuneytið og Tryggingastofnun  að skerða lífeyri án lagaheimildar.Virðingarleysi þessara aðila fyrir lífeyrisréttindum eldri borgara er slíkt,að þeir töldu sig ekki lengur þurfa lagaheimild til þess að rífa lífeyrinn af þeim.Síðan gengur félagsmálaráðherrann fram og segir,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í kerfinu(þegar ríkið er nánast búið að "stela" lífeyrissjóðunum" af eldri borgurum). Nei lífeyrissjóðirnur eru ekki fyrsta stoðin. Almannatryggingar eru fyrsta stoðin.Það var samþykkt við stofnun almannatrygginga.

Nú hefur verið ákveðið að stefna ríkinu vegna heimildarlausrar skerðingar tryggingalífeyris í janúar og febrúar. Málið verður þingfest í þessum mánuði.Það er Flokkur fólksins,sem stefnir ríkinu.

Björgvin Guðmundsson


Alþingi samþykkir,að mótuð verði heildstæð stefna í málefnum heilabilaðra

   Alþingi hefur samþykkt þingslályktunartillögu Guðjóns Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að mörkuð verði heildstæð stefna í málefnum heilabilaðra.

Tillagan hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að móta stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun sem feli í sér vitundarvakningu og fræðslu til almennings og aðstandenda, aukna áherslu á miðlæga skráningu, markvissar rannsóknir og átak til umönnunar fyrir ört stækkandi sjúklingahóp í samfélaginu.

Í greinargerð sagði svo m.a:.

    Heilabilun er þýðing á orðinu dementia sem notað er í flestum öðrum tungumálum en það er upprunnið úr latínu og þýðir bókstaflega „minnkuð hugsun“. Heilabilun er ástand sem getur stafað af sjúkdómi sem leggst á heilann eða skaða á heilanum og veldur því að hæfileiki til að muna, draga ályktanir, tjá sig og skipuleggja dvínar jafnt og þétt. Það er augljóslega mikið persónulegt áfall að greinast með heilabilun og enn er fátt vitað um raunhæfar forvarnir. Vandamálið kemur einkum upp á efri árum en einkenni birtast þó fyrr hjá u.þ.b. 10% sjúklinga. Þetta er heilbrigðisvandamál með miklar félagslegar afleiðingar. Oftast nær þróast heilabilun á löngum tíma, er lítt áþreifanleg í fyrstu en veldur svo vaxandi vanda. Rannsóknir á algengi vitrænnar skerðingar og heilabilunar gefa nokkuð misvísandi niðurstöður en almennt er gert ráð fyrir að um 10% þeirra sem eru 65 árs og eldri séu með vitræna skerðingu, liðlega helmingur þeirra sé með eiginlega heilabilun en aðrir með vægari einkenni og geti annast sig sjálfir.
    Einstaklingar með heilabilun þurfa því í auknum mæli á þjónustu samfélagsins að halda og á síðustu stigum duga ekki nema dýrustu samfélagslegu úrræðin, þ.e. sólarhringsvistun á hjúkrunarheimili. Kostnaður samfélagsins er því umtalsverður og eykst með auknum fjölda aldraðra. Beinn kostnaður vegna þessa sjúkdóms hefur ekki verið metinn hér á landi en er talinn vera að lágmarki um 5 milljarðar kr. og felst hann í nokkrum þáttum auk óbeins kostnaðar af ýmsu tagi. Gert er ráð fyrir að þriðjungur þeirra sem dveljast í hjúkrunarrýmum sé þar eingöngu vegna heilabilunar og afleiðinga hennar. Þá liggur fyrir að allt að 70% aldraðra í hjúkrunarrýmum eru með einhver einkenni heilabilunar. Það er því mikils um vert að nýta sem best öll úrræði samfélagsins sem geta gagnast einstaklingum með heilabilun og frestað sólarhringsvistun.
    Heilabilun er afleiðing nokkurra sjúkdóma þar sem alzheimer-sjúkdómurinn er algengastur og orsakar um 60%–70% heilabilunartilfella, en aðrir sjúkdómar eru t.d. Lewy body heilabilun og æðakölkun. Enn sem komið er eru engar leiðir til þess að lækna þessa sjúkdóma, en meðferð vegna heilabilunar er veitt með ýmsu móti, t.d. lyfjameðferð við undirliggjandi sjúkdómi, einnig fræðsla og umönnun einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra sem oftast sjá um umönnun innan heimilis. Sálfræðilegur og félagslegur stuðningur er veittur ásamt sérhæfðri hjúkrun og umönnun á seinni stigum.
    Margar rannsóknir sem varða einstaklinga með heilabilun hafa verið gerðar hér á landi. Um er að ræða rannsóknir af margvíslegum toga: grunnrannsóknir, erfðarannsóknir, rannsóknir í faraldsfræði og lyfjarannsóknir en niðurstöður úr þessum rannsóknum hafa almennt lítil áhrif á þjónustu. Einnig hafa verið gerðar minni rannsóknir sem eru nær daglegum vandamálum, svo sem á tækni við greiningu minnissjúkdóma og viðhorfum aðstandenda og einnig má nefna rannsóknir í umönnun. Nær undantekningarlaust hefur verið ráðist í þessar rannsóknir að frumkvæði fagfólks og stjórnvöld hafa sjaldnast átt hlut að máli. Stærstu rannsóknirnar hafa verið unnar fyrir atbeina sterkra einkafyrirtækja (Íslenskrar erfðagreiningar, Hjartaverndar) og sumar hafa verið í samvinnu við vísindamenn Háskóla Íslands. Nokkrar af þessum rannsóknum hafa verið unnar í nafni Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) eða í samvinnu við stofuna.
    
    Skráning einstaklinga með heilabilun er mjög brotakennd á Íslandi og enginn einn aðili getur á áreiðanlegan hátt tilgreint umfang heilabilunarsjúkdóma. Alzheimersamtök Evrópu (Alzheimer Europe) hafa áætlað að einstaklingar með heilabilun á Íslandi séu 3.922 talsins (2012) og byggja útreikninga sína á lýðfræðilegum aðstæðum. Þetta samsvarar 1,19% af heildarfjölda Íslendinga. Hlutfall íbúa á Íslandi með greinda heilabilun samkvæmt þessu er enn umtalsvert lægra en reiknað meðaltal Evrópusambandslanda, sem er 1,55%..

    Um sex milljónir einstaklinga í Evrópu eru greindir með alzheimer-sjúkdóminn og skylda sjúkdóma á ári hverju og nýjum greiningartilvikum fjölgar stöðugt. Ef horft er til greininga og framtíðarspár frá nágrannalöndum, m.a. frá dönskum og breskum greiningaraðilum, eru líkindi til þess að árið 2040 verði heildarfjöldi einstaklinga með heilabilun sem hlutfall af íslensku þjóðinni komið í 1,2–2,9%. Þetta hlýtur að teljast áhyggjuefni sökum þess hve mikla umönnun þeir þurfa sem hafa langt gengna heilabilun.
    Ísland er nú eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa mótað heildstæða stefnu í málefnum fólks með heilabilun, einstaklinga með alzheimer-sjúkdóm og aðra skylda hrörnunarsjúkdóma og eina norræna ríkið. Nefnd innan Evrópusambandsins lagði til á árinu 2016 að alzheimer-sjúkdómurinn og skyldir sjúkdómar yrðu skilgreindir sem forgangsverkefni í heilbrigðismálum í Evrópu, jafnframt því að samþykkt yrði stefna sem hefði það að markmiði að bregðast við afleiðingum þessara sjúkdóma og efla rannsóknir sem leitt gætu til markvissra meðferðarlausna.
    
 
Björgvin Guðmundsson
wwww.gudmundsson.net
 
 
 
 


 


Fjármálaáætlun afgreidd með eins atkvæðis meirihluta!

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í nótt með 32 atkvæðum gegn 31.  Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöld á meðan formenn flokka, þingflokksformenn og þingflokkar funduðu um framhald þingstarfa en þingfundi var framhaldið klukkan hálfeitt í nótt.

Ekki einn einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar treysti sér til þess að samþykkja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Ástæðan var sú,að þessi áætlun gerir ráð fyrir minni framlögum að raungildi en áður til innviða þjóðfélagsins þrátt fyrir góðæri.Ríkisstjórnin neitar öllum óskum um aukin framlög til heilbrigðismála,menntamála,samgöngumála,velferðarmála og annarra innviða og vísar á fjármálaáætlunina. Fjármálaráð veitti umsögn um fjármáláætlunina og gaf henni falleinkunn. Benedikt fjármálaráðherra viðurkenndi,að áætlunin væri gölluð en lofaði bót og betrun næsta ár!!

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband