Vill Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík skerða fjárhagsaðstoð til sjúkra og atvinnulausra

Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist hafa velt fyrir sér hvort til greina komi að skilyrða fjárhagsaðstoð sem borgin veitir. Hún segir að þetta eigi að vera tímabundin aðstoð fyrir fólk í vanda  og að ekki ætti að hafa 200 einstaklinga á fjárhagsaðstoð   lengur en í eitt ár.Þessar skoðanir setti Jórunn fram á fundi Sjálfstæðisflokksins.Þetta er álíka gáfulegt og að samþykkja að engin megi vera veikur lengur en eitt ár.

Mér finnast sjónarmið Jórunnar nokkuð mikil íhaldssjónarmið og gamaldags.Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir löngu búinn að varpa slíkum sjónarmiðum fyriir róða.Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hefur  um langt skeið verið skilyrt. Fyrir mörgum árum var það tekið upp að fjárhagsaðstoðin væri ákveðin samkvæmt ákveðnum kvarða þannig,að menn ættu rétt á vissri upphæð miðað  við fjárhagsafkomu og bætur frá almannatryggingum teknar inn í dæmið. Þótti þetta framför,þar eð áður var þetta  meira hentistefnu afgreiðsla hjá borginni.Jórunn virðist gleyma því,að samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita aðstoð ( framfærslustyrki) ef menn geta ekki framfært sig.Margar         ástæður    geta  valdið  erfiðleikum fólks,veikindi,atvinnuleysi,slys  o.fl. Vegna þess hve bætur almannatrygginga eru naumt skammtaðar verða sveitarfélögin iðulega að hlaupa undir  bagga. Það þýðir ekkert fyrir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að  segja,að aðstoð eigi að vera tímabundin,t.d. í eitt ár. Veikindi og aðrir erfiðleikar geta  staðið lengur.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Hugsanlegt að skilyrða aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að vera unnt að kjósa?

Ekki er heimild fyrir því í núgildandi sveitarstjórnarlögum að fram fari kosningar til sveitarstjórnar á miðju kjörtímabili. En atburðir þeir sem átt hafa sér stað í borgarstjórn Ríkur leiða hugann að því,að það þyrfti að vera undanþáguheimild í lögunum fyrir því að kosningar færu fram við sérstakar aðstæður.Best væri að félagsmálaráðuneytið hefði heimild til þess að leyfa kosningar við alveg sérstakar aðstæður.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Skýr lög um kosningar til sveitarstjórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofan of gróf í gærkveldi

Margt skemmtilegt var í spaugstofunni í gærkveldi,þegar  hún fjallaði um atburðina í borgarstjórn.En mér fannst spaugstofan fara yfir markið í umfjöllun sinni um Ólaf F.Magnússson,borgarstjóra.Hún var of gróf í umfjöllun sinni um heilsu Ólafs og  eyddi of miklum tíma í að  fjalla um heilsu hans.

Það  hefur að vísu komið fram áður,að spaugstofan er miskunnarlaus í umfjöllum sinni um menn og  málefni. hún hlífir engum. Hún hefur t.d. fjallað um biskup,kirkjuna og kristni á þann hátt sem ég tel ósæmilegt.Ef til vill þarf spaugstofan að taka sér tak.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Nýi meirihlutinn bruðlar með fé skattgreiðenda

Skýrt er frá því,að fyrsta ákvörðun nýs meirihluta borgarstjórnar hafi verið að kaupa kofana,Laugaveg 4 og 6  á  55o milljónir króna. Núverandi  eigandi keypti húsin á 250milljónir. Það er sem sagt verið að rétta honum  300 milljónir vegna þess að  Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að ganga að þeirri fráránlegu kröfu Ólafs Magnússonar  að kaupa þess  ónýtu kofa.Það var búið að vísa  þessu máli til húsafriðunarnefndar. Hún var búin að samþykkja friðun húsanna þó ekki væri unnt að  sjá nein  rök fyrir því. Síðan átti málið að fara fyrir menntamálaráðherra sem átti að  taka lokaákvörðun um málið. Ef ráðherra hefði ákveðið friðun þessara húsa hefði ríkið þurft að greiða kostnaðinn. Það hefði verið eðlilegra ef á annað borð var  talin þörf á friðun. Ég tel enga þörf á henni. Þetta eru ónýtir kofar sem átti að rífa.Égsé ekki að þeir bjargi neinni húsalínu.

550 milljónirnar eru fyrsta greiðslan sem verður að inna af hendi fyrir valdaskiptin.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra?

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára. Þegar fólk hefur náð  þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá, sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst og fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti  aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta  kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Björgvin Guðmundsson

Reykvíkingar mótmæla

Þegar fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í gær eftir myndun   nýs meirihluta  var mikill fjöldi Reykvíkinga saman kominn á áheyrendapöllum til þess að mótmæla  siðlausum vinnubrögðum við myndun hins nýja meirihluta. Svo mikil háreisti var á pöllunum,að ekki var fundar fært um tíma. Munu aldrei önnur eins mótmæli hafa verið  við fund borgarstjórnar a.m.k. ekki síðan Gúttóslagurinn var. Þessi mótmæli ásamt skoðanakönnun sem sýnir að 75%  eru andvíg nýja meirihlutanum segja sína sögu.

 

Björgvin Guðmundsson


75 % á móti nýja meirihlutanum

 

 

Samkvæmt skoðanakönnun er 75 % borgarbúa  á móti nýja meirihlutanum í   borgarstjórn. Það er áreiðanlega að miklu leyti vegna þess hvernig til meirihlutans var stofnað. Sjálfstæðisflokkurinn bauð manni sem hefur ekkert á bak við sig nema sjálfan  sig  embætti borgarstjóra,ef hann vildi sprengja  meirihluta Samfylkingar,VG,Framsóknar og F-lista.Þessi maður,Ólafur F.Magnússon,stóðst ekki freistinguna og  sprengdi meirihlutann sem hann hafði sjálfur átt frumkvæði að  því að mynda!

 

Björgvin Guðmundsson


Pólitíkin tekur sinn toll

 

Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,tilkynnti í gær,að hann ætlaði að segja af sér í dag.Aðalástæðan er  innanflokksátök og heiftarlegar árásir Guðjón Ólafs,fyrrum þingmmanns Framsóknar, á hann. Athyghlisvert er,að Björn Ingi stóð af sér öll þau miklu átök  sem voru samfara því að hann sleit meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. En  hann segir sjálfur að sér hafi sárnað  meira  árásir flokksbræðra hans á hann að undanförnu.

Vissulega er það rétt að innanflokksátökin eru  alvarlegri en átökin á milli flokka. Ég man t.d. að þegar ég var í borgarstjórn sárnaði mér mest þegar Alþýðublaðið gerði harða árás á mig í tengslum  við smíði togara fyrir Bæjarútgerðina.Ég sagði þá Alþýðublaðinu upp.Það er eftirsjá af Birni  Inga úr borgarstjórn. Hann var vaxandi stjórnmálamaður og sýndi mikið pólitískt hugrekki þegar hann sleit samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn af málefnalegum ástæðum.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Hefur ástandið ekkert batnað við að losna við Framsókn úr stjórn?

Á meðan ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd í landinu gagnrýndi  ég oft Framsóknarflokkinn harðlega fyrir íhaldsstefnu og fyrir að hafa yfirgefið upphaflega stefnu sína, samvinnustefnu  og félagshyggju. Ég taldi Framsókn of leiðitama Sjálfstæðisflokknum og hafa setið alltof lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur orðið breyting á. Framsókn er komin í stjórnarandstöðu en Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Hefur ekki oðið mikil breyting við þetta? Ekki verður þess vart enn. Stefnan er svipuð og áður.

Samkomulagið við LEB drýgra en  yfirlýsingin 5. des.!

Ef við lítum á þau mál,sem jafnaðarmenn bera helst fyrir brjósti, málefni aldraðra,   öryrkja og láglaunafólks  blasir eftirfarandi við: Lífeyrir  aldraðra og öryrkja hefur ekkert hækkað frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Ekkert hefur enn verið gert í kjaramálum  láglaunafólks. Skattleysismörkin eru óbreytt, 90 þúsund krónur á mánuði en hækkun þeirra væri  mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal  fyrir aldraða og öryrkja. Ég verð að viðurkenna, að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli Landssambands eldri borgara og fyrrri ríkissjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en  yfirlýsing sú  er núverandi ríkisstjórn gaf 5.desember sl. um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja næsta vor

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Pólitík á lágu plani

 

Ólafur   F. Magnússon,borgarfulltrúi,var hvatamaður að  myndun meirihluta í borgarstjórn gegn Sjálfstæðisflokknum. Í gær  sleit hann þessum meirihluta og gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ekki unnt að treysta stjórnmálamanni sem þannig hagar sér.Hann talaði 6  sinnum við Dag B.Eggertsson,borgarstjóra í gær og neitaði því jafnoft að hann væri að mynda  meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.Tuttugu mínútum fyrir blaðamnnafundinn í gær ( kl. 18.40) viðurkenndi hann loks,að hann væri að semja við íhaldið. Hann, hafði ekki samráð við neina samstarfsmenn sína í borgarstjórnarflokki F-listans,ekki einu sinni Margréti Sverrisdóttur,varamann sinn í borgarstjórn. Hún styður ekki nýja meirihlutann.Það var enginn málefnaágreiningur milli Ólafs og annarra í gamla meirihlutanum. Hann nefndi engin mál sem hann væri   óánægður með.Svo virðist því sem hann hafi látið til leiðast að sprengja meirihlutann út á það eitt,að hann fengi að vera borgarstjóri i  rúmt ár!

Það sem nú hefur gertst í borgarstjórn sýnir,að  pólitíkin í Reykjavík er komin á lágt plan. Ef ekki er lengur unnt að treysta samningum milli flokka og manna í pólitikinni þá er illa komið. Ég fullyrði,að þetta hefði ekki getað gerst í borgarstjórn Reykjvíkur  hér áður þegar meiri festa var í stjórnmálunum.Í stjórnmálum verða menn að geta treyst hver öðrum. en það virðist ekki lengur unnt í borgarstjórn.

Ég er sammmála Ingibjörgu Sólrúnu  um að þessi nýi meirihluti er mjög veikur og óvíst að hann  lifi út kjörtímabilið.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband