Mánudagur, 29. desember 2008
Vill skipta liði stjórnmálanna út
Stjórnvöld fengu nokkrar viðvaranir á árinu vegna ofþenslu bankanna og hættu á að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig.Það barst viðvörun frá IMF.Bretar lögðu til við Íslendinga snemma sl. vor,að þeir leituðu til IMF,Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða sinn og vegna þess að hættumerki voru í bankakerfinu.Seðlabankastjórar ræddu hættumerki við ríkisstjórnina.Sjónvarpið ræddi við Geir Haarde ,forsætisráðherra,og Illuga Gunnarsson og þeir töldu allt vera í lagi. Það eina,sem Geir gerði í málinu var að ræða við bankastjóra viðskiptabankanna og þeir sögðu allt í góðu lagi og þá lét Geir það gott heita.
Ríkið brást segir Páll Skúlason,heimspekingur og það eru orð að sönnu.Það er eins og ríkisstjórn,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafi verið stungnir svefnþorni.Þó bankakerfið hafi verið búið að þenjast út og verið orðið 12-föld þjóðarframleiðslan að stærð datt engum í hug að gera neitt í málinu.Seðlabankinn kvaðst hafa gefið viðvörun en bankanum datt ekki í hug að nota sín stjórntæki til þess að stöðva ofþenslu bankanna. FME gat stöðvað útibú bankanna í Bretlandi og FME gat krafist þess,að einhverjir hlutar bankanna yrðu seldir en FME gerði ekki neitt. Ríkið brást. Og Páll Skúlason vill skipta öllu liði stjórnmálanna út þar eð það brást.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 29. desember 2008
Páll Skúlason: Ríkið brást
Páll Skúlason heimspekingur sagði í viðtali við Evu Maríu á ruv,að ríkið hefði brugðist skyldu sinni.Ríkið átti að fylgjast með og koma í veg fyrir,að allt fjármálakerfð hryndi. en það brást. Það var búið að veikja ríkið mikið áður. Hugmyndafræði markaðshyggjunnar veikti ríkiskerfið Páll sagði,að um landráð af gáleysi hefði verið að ræða við fall bankanna og fjármálakerfisins. Hann sagði,að stjórnvöld væru sek um gáleysi.Síðan sagði hann: Landráð eru landráð þó af gáleysi sé. Helst var á honum að skilja,að skipta þyrfti alveg um stjórnvöld og stjórnmálamenn. Þeir,sem sinntu þeim störfum í dag. Nytu ekki trausts. Nýir menn yrðu að koma til skjalanna,menn sem þjóðin treysti.
Björgvin Gyðmundssin
Mánudagur, 29. desember 2008
Jón Ásgeir segist ekki hafa sett Ísland á hausinn
Jón Ágeir Jóhannesson skrifar langa og ítarlega
grein í Mbl. í dag,þar hann hann gerir grein fyrir viðskiptasögu sinni,stofnun Bónus og Baugs og afkomu þessara fyrirtækja. Hann færir rök fyrir því,að hann hafi ekki átt þátt í falli íslenska fjármálakerfisins.Jón Ásgeir segir,að um mitt þetta ár hafi eignir Baugs umfram skuldir verið 70 milljarðar kr. Skuldir Baugs við íslenskar lánastofnanir hafi á þeim tíma numið 160 milljörðum.Á móti þessum skuldum sé fjöldi öflugra og góðra fyrirtækja.Hjá fyrirtækjum,sem Baugur er kjölfestufjárfestir í starfi yfir 50 þús. manns í yfir 3700 verslunum.Velta fyrirtækjanna nam sl.rekstrarár 600 millörðum kr, Landic Property,eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum á 500 fasteignir.Eignir námu um mitt ár 592 milljörðum en skuldir 474 milljörðum,þar af 110 milljörðum í ísl. bönkum. Heildarlánveitingar ísl. banka til Baugs,Landis Property ig Stoða námu 430 milljörðum um mitt þetta ár.Þó lánveitingum til smærri fyrirtækja sé bætt við eins og til Haga,Teymis,365 og Gaums þá ná lánin ekki nema 5-6% af heildarlánveitingum ísl, fjármálafyrirtækja,segir Jón Ásgeir.Hann segir,að eignarhlutur hans i fyrirtækjunum sé 20- 70% en þúsundir annarra hluthafa eigi í fyrirtækjunum.Eignir fyrirtækjanna voru um þriðjungi meiri en heildarskuldirnar,segir hann og lánin voru í skilum áður en allt kerfið hrundi.Heildareignir stóru bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 14500 milljörðum en skuldir þeirra námu tólffaldri þjóðarframleiðslu eins og margoft hefur verið bent á.Samanlögð útlán bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 9300 milljörðum.
Jón Ásgeir telur,að þjóðnýting Glitnis hafi sent röng skilaboð út í hinn alþjóðlega fjármálaheim og valdið því að allar lánalínur lokuðust og bankarnir allir fóru á hliðina á viku.Hann segur Glitni ekki hafa veriið með neina Ice Save reikninga erlendis ,sem setji hundruð milljarða yfir á ríkið og þjóðina.
Niðurstaðan af umfjöllun Jón Ásgeirs er sú,að starfsemi Baugs og annarra fyrirtækja,sem tengjast honum hafi ekki sett fjármálakerfið á hliðina,þó Egill Helgason hafi haldið því fram..En hann segir reksturinn mikið erfiðara eftir hrunið og verkefni hans á næstunni sé að rétta reksturinn af.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. desember 2008
Utanríkisráðherra fordæmir árásirnar á Gaza
Ingibjörg Sòlrùn Gísladóttir utanríkisràðherra telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu.
Þó að Israel standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um að segja sig fra vopnahlei sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir í tilkynningunni.
Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið óàtalið að mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar séu fótum troðnar á Gasasvæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raunverulegrar ábyrgðar og látnir standa við fyrirheit sín.(mbl.is)
Árásir Ísraelsmanna eru svívirðilegar.Það er verið að drepa saklausa borgara undir því yfirskyni,að Hamas samtökin kunni að skjóta á Ísaelsmenn.Það verður að stöðva þessa bardaga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Óverjandi aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. desember 2008
Auka þarf jöfnuð og draga úr misrétti
Sunnudagur, 28. desember 2008
60 milljarða hagnaður af Baugi i Bretlandi
Forsvarsmenn Baugs reikna með því að fyrirtæki þeirra í Bretlandi muni skila þriggja prósenta minni hagnaði fyrir afskriftir og skatta en í fyrra. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í samtali við Vísi.
Jón Ásgeir segir að samanlagður hagnaður fyrirtækjanna fyrir afskriftir og skatta stefni í að vera um 320 milljónir punda eða tæpir sextíu milljarðar. Hann segir jólaverslunina hafa verið þokkalega miðað við árferði en þó nokkur flutningur á hagnaði hafi átt sér stað á milli sérvöru og matvöru. Þannig hafi Iceland verslunarkeðjan átt sitt besta ár frá upphafi.
Aðspurður um verslun á Íslandi Þá segir Jón Ásgeir að verslun á Íslandi sé ágæt miðað við aðstæður á markaði. Hagkaup hafi staðið sig vel og verslun í Bónus hafi slegið öll met.(visir.is)
Þrátt fyrir 3% samdrátt verður 60 milljarða hagnaður að teljast dágóður.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 28. desember 2008
Mótmælt á Austurvelli í gær
Rúmlega þúsund mótmælendur komu saman til mótmæla á Austurvelli í gær, að sögn Harðar Torfasonar, talsmanns samtakanna Radda fólksins sem skipuleggja mótmælin. Þetta er tólfti laugardagurinn í röð sem mótmælt er á Austurvelli.
Að sögn Harðar mátti búast við því að hópurinn yrði ekki fjölmennari nú, enda hópurinn tvístraður vegna hátíðarhalda yfir jól og áramót. En þetta heppnaðist mjög vel, það var góður andi á fundinum og allt fór mjög friðsamlega fram. Ég stend alveg fyrir því að þetta eru friðsamleg og málefnaleg mótmæli.
Auk Harðar tóku til máls á fundinum Ragnhildur Sigurðardóttir og Björn Þorsteinsson.
Hörður á von á því að kraftur færist á ný í mótmælin eftir áramót en þau verða næst laugardaginn 3. janúar. Það kemur gusa núna strax í janúar þegar hópur fólks missir vinnuna, og svo aftur í febrúar og þá koma jólareikningarnir ofan á. Þetta er nú einu sinni staðreynd með manneskjuna að þegar buddan tæmist, verður hún grimmari. Þetta helst allt í hendur.(mbl.is)
Ljóst er,að mótmæli almennings halda áfram. Ráðamenn telja,að mótmælin hjaðni niður en ég er
á annarri skoðun. Ég tel,að þau haldi áfram þar til ráðamenn axla ábyrgð. Þess vegna voru það mistök að gera ekki breytingar á ríkisstjórn um áramót eins og gefið hafði verið til kynna að gert yrði. En ekki er víst að breytingar á stjórn sé nægjanleg aðgerð. Það þarf einnig kosningar og yfirstjórn Seðlabanka og FME þarf einnig að vikja og axla ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
L

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Vanskilagjöld verða óheimil
Ný innheimtulög taka gildi nú um áramótin. Samkvæmt þeim setur viðskiptaráðherra reglugerð, þar sem hægt er að kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Þá verða vanskilagjöld óheimil.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir lögin mikla réttarbót. Í þeim séu ýmis nýmæli. Helst ber að telja hámark á innheimtukostnað. Þá er einnig kveðið á um innheimtuviðvörun, sem skuldara verður send áður en krafa fer í innheimtu. Með lögunum er fyrsta skrefið stigið í að rétta hlut neytenda og tryggja stöðu skuldara."
Í drögum að reglugerð er kveðið á um að óheimilt sé að leggja á prósentugjöld miðað við skuld. Óvíst er hvort reglugerðin tekur gildi um áramótin og talsmenn innheimtufyrirtækja hafa gert athugasemdir við ákvæðið.
Við teljum að það sé ekki í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu að setja hámark á innheimtukostnað, heldur eigi samkeppnin að ráða. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður, hvort þetta hefur áhrif á starfsemi okkar. Við höfum þó áhyggjur af því að ef hámarkið verður sett of lágt þá leggist þessi milliinnheimta af og við fáum aftur það ástand þegar mál fóru beint í lögfræðinga," segir Bjarni Þór Óskarsson, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Intrum.
Gísli segir tvær ástæður vera fyrir því að menn greiði ekki skuldir, fyrir utan trassaskap sem innheimtuviðvörunin tekur á. Stundum geta menn einfaldlega ekki borgað og þá er óþarfi að hlaða upp enn meiri kostnaði fyrir skuldarann og þjóðfélagið. Vilji menn hins vegar ekki borga, hafa eitthvað við kröfurnar að athuga. Það þarf þá að leysa, en ekki bæta háum kostnaði við."
Gísli segir mjög mikilvægt að reglugerðin komi sem fyrst, ekki of löngu eftir gildistöku laganna. Óljóst er þó hvenær hún kemur fram. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir að mögulega þurfi lengra umsagnarferli.
Það er erfitt að sætta sjónarmið, annars vegar Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda og hins vegar innheimtufyrirtækjanna sem óttast um grundvöll starfsemi sinnar. Mögulega þarf að fara út í nánari kostnaðargreiningu hjá fyrirtækjunum," segir Jón Þór.- (visir.is)
Þetta er gott framtak hjá viðskiptaráðherra.Vanskilagjöld og dráttarvextir var komið út í öfgar og full nauðsyn til þess að takmarka þessa gjaldtöku.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 27. desember 2008
Ríkislögreglustjóri skoðar grunsamlegar millifærslur gamla Kaupþings til útlanda
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar nú millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi fært vildarviðskiptavinum stórar fjárhæðir á silfurfati.
Samkvæmt heimildum fréttastofu barst Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra ábending þess efnis fyrir um hálfum mánuði. Ábendingin var það vel ígrunduð að ástæða þótti til að skoða málið nánar. Um er að ræða margar millifærslur upp á samtal hundrað milljarða frá Kaupþingi hér á landi til annnarra landa, aðallega Lúxemborgar.
Í ábendingunni kemur fram að tildrög þessara millifærslna séu samningar sem gerðir voru við stærstu viðskiptavini bankans. Í samningunum, sem voru að mestu gjaldeyrisskiptasamningar, hafi falist ákvæði sem voru til þess fallin að skila viðskiptavinunum töluverðum ávinningi.
Viðskiptavinirnir hafi því ekki getað annað en hagnast á samningunum. Efnahagsbrotadeild hefur beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.
Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að þetta sé meðal annars ástæða þess að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi lagt ríka áherslu á að stjórnvöld í Lúxemborg veiti þeim sem hafa með rannsókn á falli íslensku bankanna að gera nauðsynlegan aðgang að gögnum í dótturfélögum íslensku bankanna. Björgvin sagði í fréttum okkar í síðustu viku að verði Kaupþing í Lúxemborg seldur muni verða sérstakt ákvæði í samningnum um að aðgengi íslenskra stjórnvalda að upplýsingum í bankanum verði óskert frá því sem nú er.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um einstök mál sem eru til skoðunar. Ekki náðist í Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann bankans. (visir.is)
Nauðsynlegt er að rannsaka þetta mál alveg ofan í kjölinn. Spurning er hvort gamla Kaupþing hefur skotið 100 milljorðum króna undan.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 27. desember 2008
Kjarasamningar eru í uppnámi
Alþýðusambandið er óánægt með ríkisstjórnina í kjaramálum. Telur hún stjórnina sýna lítinn áhuga á því að stuðla að endurskoðun kjarasamninga.Meðal þess sem miðstjórnin ályktaði um 17.des. var að draga verði úr niðurskurði vegna elli- og örorkulífeyris, að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar, að sett verði lög um greiðsluaðlögun og að stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna. Þá verði settur upp starfshópur með fulltrúum byggingarmanna til að forgangsraða mannaflsfrekum framkvæmdum. Þess er krafist að ráðherrar og þingmenn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands
segir langt frá því að kröfum ASÍ hafi verið mætt. "Við vonuðumst til að ákveðnir þættir litu dagsins ljós í fjárlagafrumvarpinu en svo var ekki. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi áhuga á þessu, en sá áhugi hefur ekki birst með ákveðnum hætti. Hann hefur verið meira í orði en á borði.
Aðspurður hvort eiga megi von á vinnudeilum segir Gylfi of snemmt að segja til um það. En ljóst er,að ef ríkisstjórnin sýnir engan áhuga á kjaramálunum geta þau mál hæglega fellt stjórnina.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)