Sunnudagur, 14. desember 2008
Evrópunefnd leitar eftir mati almennings
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hyggst nú útvíkka starf sitt og kalla eftir hagsmunamati almennings og félagasamtaka í ljósi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu, ESB. Fyrri störf nefndarinnar lutu einkum að aukinni þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi.
Þetta eru tímamót að mati okkar nefndarmanna. Það voru allir sammála um þetta, " segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, annar formaður nefndarinnar.
Ágúst segir frumkvæðið að útvíkkun starfs nefndarinnar hafa komið frá nefndarmönnum sjálfum og hafi formenn nefndarinnar rætt við forystumenn ríkisstjórnarinar um að fara þessa leið.
Við ætlum ekki síst að kalla eftir mati þeirra samtaka sem ekki hafa verið í umræðunni hingað til, eins og til dæmis samtaka á vettvangi umhverfismála, jafnréttismála og lýðræðismála. Umræðan hefur verið svolítið einskorðuð við landbúnað, sjávarútveg og fjármálalífið. Við ætlum að ná til fleiri aðila," segir Ágúst.
Hann tekur fram að þetta sé undanfari þess að skilgreina samningsmarkmið. Umboð okkar nær hins vegar ekki til þess að samningsmarkmið séu skilgreind. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þetta er hins vegar nauðsynleg vinna áður en kemur að slíkri skilgreiningu."
Ágúst kveðst eiga von á að niðurstöður fáist snemma á næsta ári.
Síðan verður unnið úr þeim á vettvangi nefndarinnar. Ef við sækjum um aðild liggur að minnsta kosti þessi vinna fyrir. Hún gæti auðvitað flýtt fyrir ferlinu."
Í nefndinni um þróun Evrópumála, sem skipuð var 1. febrúar síðastliðinn, eru fulltrúar Að auki býðst Alþýðusambandi Íslands, Samtökum opinberra starfsmanna, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands að tilnefna hvert einn fulltrúa í nefndina.
Nefndin á að skila ríkisstjórninni skýrslu árlega. Hún starfar á vegum forsætisráðuneytisins en utanríkisráðuneytið og sendiráð veita nauðsynlega aðstoð.(mbl.is)
Það eru þáttaskil í störfum Evrópunefndar ríkisstjórnar,að hún skuli víkka út starfssvið sitt og leita eftir hagsmunamati almennings.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Umboð Evrópunefndar víkkað út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. desember 2008
Ingibjörg Sólrún boðar breytingar og kosningar
Ef landsfundur Sjálfstæðismanna samþykkir ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu er mjög líklegt að þurfi að ganga til kosninga. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í þættinum vikulokin á Rás 1 í morgun.
Ingibjörg sagði að ef ekki yrði gengið til aðildarviðræðna á nýju ári væri staðan sú að í ríkisstjórn væru tveir flokkar með gjörólíka stefnu í peningamálum og horfa með algerlega ólíkum hætti á þau verkefni sem fyrir höndum eru. Samstarfi flokkanna væri því sjálfhætt.
Þá verður ríkisstjórnin verður að svara kalli almennings um breytingar í Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinum og ríkisstjórn að mati Ingibjargar. Hún vildi þó ekki gefa upp hverjar breytingarnar yrðu, eða hvort mönnum yrði skipt út.( Vísir.is)
Ummæli Ingibjargar Sólrúnar vöktu mikla athygli.Sumir túlkuðu þau sem svo.að hún væri að boða stjórnarslit ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki aðild að ESB.En svo var ekki .Hún var að segja,að .það yrði að efna til kosninga í slíku tilviki.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. desember 2008
Ekki tókst að verja velferðarkerfið að fullu
Ríkisstjórnin hefur talað um það undanfarið að verja þyrfti velferðarkerfið.Einkum hefur Samfylkingin og Jóhanna talað um það.En það virðist ekki hafa tekist að fullu.Lítum á almannatryggingar og heilbirgðiskerfið:
Almannatryggingar. Það hefur verið lögbundið að bætur almannatrygginga hækkuðu í samræmi við hækkanir á vísitölu neysluverðs.Það var ekki gert við endurskoðun frumvarps til fjárlaga. Farin var sú leið að láta allra lægstu bætur ( 150 þús. á mán.) fá fulla vísitöluhækkun( ca. 20%).En aðrar bætur almannatrygginga fá aðeins tæplega 10% hækkun.Það vill segja,að t,d. eldri borgarar og öryrkjar,sem höfðu lífeyri yfir 150 þús á mánuði fengu aðeins 10% hækkun eða helming verðlagshækkunar. Bætur þessa hóps eru lækkaðar að raungildi til.Forseti ASÍ mótmælti þessu harðlega og sagði,að bótaþegar TR væru fátækt fólk,sem ætti að fá fullar verðlagsbætur.
Heilbrigðiskerfið. Þar er skorið mikið niður,einkum á Landsspítalanum en þar nemur niðurskurður 1,7 milljarði. Ef erfitt að sjá hvernig það getur gengið þar eð nógu erfitt hefur verið að reka spítalann án þessa niðurskurðar.
Almenningur gerir sér það ljóst,að skera þarf eitthvað niður.En sagt var að velferðarkerfið yrði varið. Það tókst ekki nema takmarkað. Þetta eiga stjórnvöld að viðurkenna en ekki vera að segja við almenning að tekist hafi a verja velferðarkerfið,þegar það hefur ekki tekist.Það sparast um 4 milljarðar á því að skerða bætur almannatrygginga um 10%,aðrar en þær allra lægstu. Það hefði átt að skera eitthvað annað niður en láta þessar bætur haldast að verðgldi til.Eða þá að hafa hallann 4 milljörðum meiri.Þegar upp er staðið verður sparnaðurinn ekki 4 milljarðar.Það koma ýmis útgjöld hjá ríki og sveitarfélögum á móti þegar gengið er of nærri bótaþegum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2008 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. desember 2008
Ingibjörg Sólrun vill breytingar
Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingar og Ágúst Ólafur varaformaður sátu fyrir svörum í þætti RUV Í vikulokin í morgun.Ingibjörg var spurð hvort ekki þyrfti að gera breytingar á FME,Seðlabanka og ríkisstjórn vegna bankakreppunnar og efnahagskreppunnar.Hún sagði að gera þyrfti breytingar.Hún útskýrði ekki nánar í hverju þær breytingar ættu að vera fólgnar en gaf til kynna að breyta ætti hjá öllum þessum aðilum FME,Seðlabanka og ríkisstjórn.Minna má á,að rætt hefur verið um það að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.Ef það yrði gert yrði staða nýs yfirmanns ( nýrra yfirmanna) sjálfsagt augýst.Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa ekki rætt um breytingar á ríkisstjórninni en sá tími er nú að koma að eðlilegt er að gera einhverjar breytingar ef á annað borð á að gera þær.Ef kosið verður næsta vor verður nynduð ný ríkisstjórn að þeim loknum,annað hvort með sömu flokkum og breyttu ráðherraliði eða alveg ný stjórn.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 13. desember 2008
Guðni Ágústsson tekur til máls
Jafnvel hefði átt að vísa breska sendiherranum úr landi og Ísland átti þess vegna að segja sig úr NATÓ við þessar aðstæður, þá hefðu aðrar þjóðir áttað sig á því að næstum var verið að fremja á okkur þjóðarmorð. Ísland hefur aldrei farið með ófriði eða vopnavaldi að annarri þjóð, segir Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Morgunblaðið um aðgerðir sem hann telur að ríkisstjórnin hefði átt að grípa til eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga.
Í viðtalinu ræðir Guðni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum og miðstjórnarfundinn fræga, sem hann segir að hafi valdið sér gríðarlegum vonbrigðum og verið visst áfall sem gerði að verkum að hann sá að hann myndi ekki ná því að binda flokkinn saman og skapa samstöðu innan hans.
Daginn áður sögðu ungliðarnir mér að þeir myndu leggja mikla áherslu á sátt og samstöðu flokksins og framtíð hans. Annað kom á daginn og öðruvísi andrúmsloft einkenndi fundinn. Það er rétt að mér hitnaði í hamsi, segir Guðni. Hann segist genginn af vettvangi stjórnmála og ekki munu sækjast eftir pólitískum frama á ný. (mbl.is)
Guðni er alltaf hressilegur í tali og ákveðinn í skoðunum og svo er í viðtalinu við Mbl.Það er mikil eftirsjá af honum úr pólitíkinni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. desember 2008
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja viðræður um aðild að ESB
Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði undir þjóðaratkvæði. Þetta kemur fram í grein sem þeir skrifa í Fréttablaðið í dag.
Í greininni segja þeir að sú ákvörðunin megi þó ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilsmál heldur þurfi að kanna málið frá öllum hliðum. þeir telji hins vegar að til lengri tíma muni krónan reynast Íslendingum fjötur um fót og að þær aðstæður sem skapast hafi kalli á að ráðist verði í aðildarviðræður og að í kjölfar þess taki þjóðin ákvörðun um málið.(mbl.is)
Aðstaða þessara tveggja þingmanna til ESB bendir til þess að Sjálfstæðisflokksins sé að mjakast í átt við ESB. Áður hafa formaður og varaformaður talað jákvætt á svipuðum nótum,
Björgvin Gu'mundsson
![]() |
Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. desember 2008
Lifeyrissjóður VR lækkar stjórnarlaun
Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í dag var tekin ákvörðun um 10% lækkun stjórnarlauna hjá sjóðnum. Ennfremur munu laun forstjóra lækka um 25% og lykilstjórnenda sjóðsins um 10%.
Gunnar Páll Pálsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ákvörðunina tekna með tilliti til almennrar þróunar á vinnumarkaði í kjölfar hruns íslensku bankanna og erfiðra aðstæðna í efnahagslífinu.(mbl.is)
Það ber að fagna þessu skrefi en betur má ef duga skal. Lækka þarf stjórnarlaun lífeyrissjóðsins enn meira.
Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í dag var tekin ákvörðun um 10% lækkun stjórnarlauna hjá sjóðnum. Ennfremur munu laun forstjóra lækka um 25% og lykilstjórnenda sjóðsins um 10%.
Gunnar Páll Pálsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ákvörðunina tekna með tilliti til almennrar þróunar á vinnumarkaði í kjölfar hruns íslensku bankanna og erfiðra aðstæðna í efnahagslífinu.(mbl.is Það er fagnaðarefni,að Lífeyrissjóður verslunarmanna skuli hafa stigið þetta skref. en betur má ef duga skal. Það þarf að lækka laun stjórnarmanna og forstjóra enn meira.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Laun stjórnenda LV lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. desember 2008
Ríkið þrýstir vísitölunni upp
Alþingi afgreiddi í gær lög um hækkun gjalda á áfengi, tóbaki, olíu og bifreiðum auk kílómetragjalds og vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti. Viðbótartekjur ríkisins af þessu nema ríflega 3,5 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að þessi gjöld hækkuðu um 11,5% á næsta ári, en lagabreytingin tekur gildi strax í dag og nemur 12,5%.
Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hækkar tóbaksverð strax í dag, en ekki áfengið. Gjald af því er tekið við innflutning og fá birgjar kost á að tilkynna nýtt verð fyrir hækkun.
Fjármálaráðherra sagði í umræðunum á Alþingi í gær að umrædd gjöld hefðu rýrnað miðað við þróun vísitölu neysluverðs og að hækkunin væri innan þeirra marka.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það skipti máli hvernig staða ríkissjóðs sé rétt af. Þetta setji þrýsting á sveitarstjórnir að fara sömu leið. Það gefur auga leið að þetta fer beint inn í lánin okkar. Þetta er líka afar gagnrýnisverð leið að fara, því þetta hittir gríðarlega skuldsettan ríkissjóð ekkert síður fyrir en heimilin. Ég efast um að á endanum hafi ríkissjóður haft af þessu tekjur. Verðbótaþáttur lána ríkisins mun auðvitað fara upp, segir Gylfi.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir útgjöld vegna meðalstórra bíla hækka um 20.000 krónur á ári út af þessu. Bensínlítrinn hækki um 7,70 kr. í verði og dísilolía um 6,40 krónur. Það sé verulega neikvætt að ríkið taki nú til sín undanfarnar lækkanir á eldsneytisverði.(mbl.is)
Það er alvarlegt,að ríkið skuli gera ráðstafanir,sem auka kostnað lántakenda,húsnæðislána.Aukinn bensínkostnaður og hækkun húsnæðislána hitti heimilin í landinu og er vandi þeirra ærinn fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. desember 2008
Sumir eiga ekki fyrir mat
Huga þarf að þeim hópum sem eru rétt undir viðmiðum félagslega kerfisins, að því er Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir. Fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en í láglaunastörfum, á jafnvel ekki fyrir mat og sumir neyðast til að hætta að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Þegar allt er búið, þá er bara allt búið, segir Þórhallur. Hvað gerir fólk þá? spyr hann svo.
Ég hef orðið var við þetta sjálfur, fólk hefur leitað beint til mín, og svo fór ég að leita mér upplýsinga um hvað væri í boði og þarna virðist vera eitthvert gat í kerfinu. Ég rakst á tómarúm alls staðar, segir hann. Margir þurfi miklu meira en fjölskylduaðstoðina sem hugsuð er fyrir jólin. Það eru margir sem eiga ekkert svo löngu fyrir jólin, eru kannski með lágmarkstekjur og þá rétt fyrir ofan bætur. Þessir einstaklingar eru bara í öngum sínum. Þessu fólki vísi félagsþjónustan frá, en þeir sem standi fyrir fjölskylduaðstoð hafi auðvitað ekki framfærsluskyldu. Það virðist enginn hafa hugsað út í hvað á að gera fyrir fólk sem þarf framfærsluaðstoð, segir Þórhallur.
Hann segist einnig hafa orðið var við að foreldrar séu hættir að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Ef enginn peningur er til er auðvitað ekki hægt að kaupa í matinn. Foreldrar hafa komið til mín og hafa áhyggjur af þessu því þeir geta ekki heldur keypt skólamáltíðirnar, segir hann. Fólk er kannski ekki farið að svelta en ef það á ekki mat hvað þá?
Þórhallur segist líka hafa áhyggjur af því að enginn virðist vera að leita lausna fyrir þennan hóp. Þetta þurfi að ræða á vegum borgar, bæjar og ríkis. Auðvitað er gott að fólk gefur, segir Þórhallur um framlög einstaklinga til hjálparstarfs, en mér finnst að hið opinbera eigi að taka ábyrgð á þessu fólki en ekki bíða eftir því að hjálparstofnanir og góðviljað fólk bjargi málunum. Hann telur að fjölga muni í hópnum nú þegar uppsagnir taka gildi hjá fjölda manna.( mbl.is)
Hér hreyfir presturinn alvarlegu máli. Opinberir aðilar verða að koma þeim til aðstoðar,sem eru í miklum erfiðleikum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fólk á ekki fyrir mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. desember 2008
55 ára brúðkaupsafmæli
Við hjónin eigum 55 ára brúðkaupsafmæli í dag.Konan mín heitir Dagrún Þorvaldsdóttir. Það var sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup,sem gaf okkur saman á heimili sínu.Hann virðist hafa gengið svo vel frá því,að það hefur enst í 55 ár,fram á þennan dag.Við hjónin eigum 6 syni. Það hefur verið venja hjá okkur að gera okkur dagamun á brúðkaupsdaginn og svo verður einnig nú.
Björgvin Guðmundsson