Fimmtudagur, 27. mars 2008
ASÍ gagnrýnir verðhækkanir
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega í ályktun það sjálfvirka ferli verðhækkana, sem fyrirtæki í verslun og þjónustu hafi boðað og þegar sé hafið. Segir ASÍ, að þessar hækkanir séu langt umfram efnisleg tilefni.
Með þessu eru fyrirtæki að boða aukna álagningu og þar með að auka hagnað sinn við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Vert er að minna á að í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru 17. febrúar sl. sýndi verkalýðshreyfingin mikla ábyrgð með hófstilltum samningum þar sem áhersla var lögð á að auka kaupmátt þeirra tekjulægstu og þeirra sem setið höfðu eftir í góðæri undanfarinna missera. Meginmarkmið samninganna var hins vegar einfalt en gríðarlega mikilvægt. Að lækka verðbólgu og treysta þannig kaupmátt launafólks. Frá þessu markmiði má ekki hvika," segir í ályktuninni.
Krefst miðstjórn ASÍ þess, að fyrirtækin í landinu axli með skýrum hætti ábyrgð á markmiðum kjarasamninga sem SA undirritaði fyrir þeirra hönd fyrir rúmum mánuði og leggi sitt af mörkum til að treysta þær forsendur sem þeir byggja á.
Ég er sammmála gagnrýni ASÍ. Ég tel,að verslanir og innflutningsfyrirtæki þurfi að sýna mikla varkárni í hækkun á vöruverði. Nauðsynlegt er að allir taki nú höndum saman um að halda aftur af verðhækkunum svo verðbólga aukist ekki það mikið að hún felli kjarasamninga úr gildii.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
ASÍ gagnrýnir sjálfvirkar verðhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Björgvin G.Sigurðsson bregst við verðhækkunum
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra boðar samræmd viðbrögð stjórnvalda, Alþýðusambandsins og Neytendasamtakanna vegna verðhækkana verslana og segir að endurskoðun tolla og vörugjalda verði hraðað.
Forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja hafa boðað miklar verðhækkanir eftir gengisfall krónunnar undanfarið. Björgvin G Sigurðsson segir þær mikið áhyggjuefni en hafa blasað við lengi vegna verðhækkana erlendis og gengisfalls krónunnar. Hann minnir hins vegar á loforð ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tolla og vörugjalda sem gefið var í tengslum við kjarasamninga.
Það gætu verið heppileg viðbrögð við verðhækkunum og myndu skipta verulegu máli. Því verður hraðað sem kostur er en líklega þarf að breyta bæði lögum og reglugerðum, bætir hann við.
Ég fagna frumkvæði viðskiptaráðherra og hvet hann til þess að hraða aðgerðum sem allra mest.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Mikill launamunur karla og kvenna
Regluleg laun hér á landi tvöfölduðust á árabilinu 1998 til 2006 samkvæmt nýjum töflum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. Regluleg laun voru að meðaltali 150 þúsund krónur árið 1998 en árið 2006 voru þau 297 þúsund.
Þegar horft er til karla og kvenna reyndust launin 167 þúsund hjá körlum og 116 þúsund hjá konum árið 1998 en voru komin upp í 321 þúsund hjá körlum og 248 þúsund hjá konum fyrir tveimur árum. Með reglulegum launum er á átt við laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.
Þegar horft er til heildarlauna, sem eru öll laun einstaklingsins, þar með talin orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur og fleira, kemur í ljós að fólk fékk að meðaltali 192 þúsund krónur árið 1998 en 383 þúsund átta árum síðar.
Þessar tölur undirstrika mikinn launamun karla og kvenna. Karlar hafa til jafnaðar 321 þús á mánuði en konur 248 þús. á mánuði.Þetta er óeðlilega mikill launamunur,þar eð reikna má með að að flestum tilvikum sé um sambærilega störf að ræða.Á 8 árum hefur krónutala launa hækkað mikið en krónutalan segir að vísu ekkert um kaupmáttinn.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Bankarnir bruðla í launagreiðslum
Það er nú komið í ljós,að staða íslensku bankanna er ekki eins sterk og almennt var talið. Mikil skuldsetning bankanna erlendis og erfiðleikar við endurfjármögnun veldur mestu um erfiðleika þeirra. Hátt skuldatryggingarálag og hærra en hjá öðrum bönkum í V-Evrópu er til marks um erfiðleika bankanna.
Bankarnir verða að skera niður kostnað og gera reksturinn hagkvæmari. Eitt af því,sem hlýtur að koma til skoðunar í því sambandi eru ofurlaunin,sem bankarnir greiða. Þau þarf að skera niður. Bankarnir greiddu 112 milljarða í laun á sl. ári.Starfsmenn voru 8222 og hafði fjölgað um 1858. Meðalmánaðarlaun í Landsbankanum voru 1190.000 kr.Í Kaupþingi voru meðallaun á mánuði 1166.000 kr. og í Glitni 1034.000 kr. Þetta er algerlega úr takt við aðrar launagreiðslur í þjóðfélaginu og ótækt,að bankarnir bruðli svo með fé eins raun er á. Það er ekkert sem mælir með því,að laun bankamanna séu mikið hærri en annarra sérmenntaðra launþega.Þó bankarnir hafi haft tímabundinn gróða vegna útrásar en komið í ljós,að sá gróði er fallvaltur og getur horfið eins og dögg fyrir sólu.Ef öll fyrirtæki í landinu færu að greiða laun til starfsmanna eftir afkomu þá yrðu launin víða skrítin.Bankanir verða að koma sér inn í raunveruleikanna aftur.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Erlend blöð jákvæðari í garð Íslands
Þrátt fyrir að líklegt sé að samdráttarskeið sé að hefjast á Íslandi þá þýðir það ekki endilega að fjármálakreppa þurfi að fylgja með, að því er segir í ritstjórnargrein á vef Financial Times.
Þar er fjallað um ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 1,25% í gær í 15% vegna mikillar verðbólgu sem nú sé á Íslandi. Fram kemur að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúmlega 4% síðastliðið ár og að verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem eru 2,5%. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hemja verðbólguna og að Ísland líði fyrir vangaveltur um stöðu íslensku bankanna. Hætta sé á að erlendir fjárfestar muni flýja af hólmi og íslenska krónan fari á hliðina og efnahagur landsins muni dragast umtalsvert saman.
Í leiðaranum er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi undanfarin ár, hve hraður vöxturinn hafi verið í íslensku fjármálalífi og hagvöxturinn aukist hratt. Þessu hafi fylgt hækkun á fasteignaverði í Reykjavík og að fjármálakerfið hafi fengið milljarða dala að láni erlendis frá og erlendir fjárfestar hafi keypt krónubréf.
En þrátt fyrri allt þá þýðir þetta ekki endilega að Ísland muni fara í gegnum fjármálakreppu. Því þrátt fyrir verðbólgu og mikinn halla á vöruskiptum þá sé staða ríkissjóðs góð. Skiljanlegt sé að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu mála í íslensku hagkerfi og stöðu íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir hafi hins vegar brugðist við með því að fjármagna sig frekar með auknum innlánum, fjármögnun þeirra nái nú lengra fram í tímann og stórlega hafi dregið úr líkum á að þeirra bíði sömu örlög og breska bankanum Northern Rock sem var þjóðnýttur fyrir skömmu.
Ummæli erlendra blaða um Ísland eru nú strax jákvæðari en áður en undanfarnar vikur hafa erlend blöð verið mjög neikvæð í garð Íslands. Skrif erlendra blaða geta haft mikil áhrif,jafnvel þó skrifin byggist á vanþekkingu og sleggjudómum. Blöðin geta flæmt erlenda fjárfesta frá landinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fjármálakreppa ekki endilega fylgifiskur samdráttar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Neytendasamtökin: Á að láta heimilunum blæða út?
Mér líst mjög illa á ástandið. Gjaldþrot blasa við fjölda heimila og ríkisstjórnin, sem á að gæta hagsmuna almennings, verður að grípa inn í ef heimilin í landinu eiga ekki hreinlega að flosna upp.
Með þessum orðum lýsir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, því hvernig boðaðar verðhækkanir á matvöru upp á allt að 20% blasa við honum.
Um stýrivaxtahækkun Seðlabankans, úr 13,75% í 15%, sem tilkynnt var í gær, segir Jóhannes: Enn er höggvið í sama knérunn. Á að láta heimilunum í landinu blæða út? Þetta eru mjög neikvæðar fréttir fyrir neytendur, þannig að ekki skánar ástand heimilanna.
Hann segir að á móti styrkingu á gengi krónunnar og lækkun verðbólgu, sem stefnt er að með stýrivaxtahækkuninni, vegi að nú muni heimilin þurfa að greiða enn hærri vexti fyrir lán sín. Ég sé því ekki að þetta sé lausnarorðið.
Jóhannes hefur talsvert til síns máls. Vextir voru áður alltof háir og nú verða þeir enn hærri,.þ.e. útlánsvextir bankanna. Bankarnir eru vanir að hækka sína útlánsvexti i kjölfar hækkunar stýrivaxta og reikna má með að ei ns verði það nú.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2008 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Krónan hefur styrkst um 2,85% í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Á að salta leiðréttingu á lífeyri aldraðra í 1 ár enn. Hrein svik
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, skipaði fimm manna verkefnisstjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur , langtíma stefnumótun og nauðsynlegar breytingar á almannatryggingalöggjöfinni.
Verkefnisstjórnin skal skila félagsmálaráðherra samræmdum tillögum fyrir 1. nóvember 2008 varðandi þá heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar sem framundan er.
Í verkefnisstjórninni eiga sæti:
- Sigríður Lillý Baldursdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra án tilnefningar, formaður,
Hrannar B. Arnarsson til vara, - Stefán Ólafsson, án tilnefningar,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir til vara, - Ragnheiður Elín Árnadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra,
Eyþór Benediktsson til vara, - Ágúst Þór Sigurðsson, tilnefndur af Tryggingastofnun ríkisins,
Kristján Guðjónsson til vara, - Hrafn Magnússon, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
Arnar Sigurmundsson til vara.
Jóhanna hefur valið þá leið við leiðréttingu á lífeyri aldraðra að salta málið í framangreindri nefnd,sem ekki á skila áliti fyrr en 1.nóv. n.k. Ljóst er,að tillögur nefndarinnar munu ekki koma til framkvæmda fyrr en en í byrjun næsta árs og mér kæmi ekki á óvart þó komið yrði fram á vor þegar búið verður að lögfesta tillögur.Þá yrðu komin 2 ár frá kosningum.Þetta eru algjör svik,að mínu áliti.Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð og dregið það í 2 ár að framkvæma þau á þeim forsendum að málið sé í nefnd. Það sjá allir í gegnum slík vinnubrögð.Ég tel,að ríkisstjórnin verði að hækka lífeyri aldraðra strax og þá er ég ekki að tala um hækkun til samræmis við kauphækkun verkafólks nú. Nei ég er að tala um leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja,sem lofað var í kosningunum.Fyrsti áfangi þeirrar leiðréttingar verður að koma til framkvæmda strax. Það dugar ekki að vísa í einhverjar breytingar á tekjutenginum,sem aðeins gagnast hluta eldri borgara. Það þarf almennar aðgerðir,sem gagnast öllu. Því var lofað.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Krónan styrkist örlítið
Kaupþing hefur hækkað um 6,62% í Kauphöll Íslands það sem af er degi og í Stokkhólmi hafa bréf bankans hækkað um 4,09% en umtalsverð hækkun varð á Kaupþingi þar á fimmtudaginn. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,59%. SPRON hefur hækkað um 3,91% og Færeyjabankinn um 3,57%.
Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,40% frá því viðskipti hófust klukkan níu í morgun . Gengisvísitalan stóð í 157,20 stigum við opnun í morgun en er nú 153,50 stig.
Gengi Bandaríkjadals er 76,55 krónur, evran er 119 krónur og pundið 152,43 krónur.
Það eru góðar fréttir,að krónan skuli hafa styrkt sig örlítið í morgun. Það gefur von um að eitthvað af gengislækkuninni gangi til baka og verðhækkanir verði ekki eins miklar og ella. Eins er gott af hlutabréf i bönkunum hækki á ný. Bankarnir eru hluti af islensku efnahagslífi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kaupþing hækkar um 6,62% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 15%
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1,25 prósentur í 15%. Segir bankinn, að forsendur verðbólguspár sem birtist í Peningamálum í nóvember sl. og fól í sér óbreytta stýrivexti fram á síðari helming þessa árs, hafi brugðist.
Þar með hefur orðrómur,sem var á kreiki um helgina verið staðfestur.Vextir hér voru hæstir í Evrópu fyrir hækkunina og verða þaðað sjálfsögðu áfram.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stýrivextir hækka í 15% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |