Miklar breytingar á innflutningi matvæla frá ESB

Umfangsmiklar breytingar eru í sjónmáli á innflutningi matvæla, á eftirliti með matvælum og á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á matvælalöggjöfinni að lögum. Lögð er áhersla á að samræma löggjöf og eftirlit með matvælum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, „frá hafi og haga til maga“, eins og segir í greinargerð.

Bann við innflutningi á hráu kjöti, mjólk og eggjum frá löndum EES verður fellt niður ef vörurnar uppfylla evrópsk skilyrði um heilbrigðisvottun. Veittur er aðlögunartími þannig að lögin taki gildi varðandi innflutning á kjöti, mjólk, eggjum og hráum afurðum úr þessum matvælategundum 27. apríl 2009. Jafnframt gildir aðlögunartíminn um unnar vörur úr mjólk

Breytingar þessar eru umdeildar sem von er. Bændur eru óhressir svo og innlendar kjötvinnslur. Bent er réttilega á,að framboð á kjöti muni aukast.Vissulega er það rétt.En þetta ætti að  vera neytendum í hag og geta lækkað vöruverð. Þróunin er öll í þessa átt og Alþjóðaviðskiptastofnunun vinnur að því að fella niður alla tolla og þegar það nær fram að ganga opnast íslenski  markaðurinn enn meirra. ESB hefur í gildi mjög strangar heilbrigðisreglur svo að við ættum ekki að þurfa að óttast að flutt verði inn sýkt kjöt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Frá haga til maga á öllu EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærkomin hækkun húsaleigubóta

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7000 krónum í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6000 krónum í 8500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 krónur áður. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl síðastliðnum en húsaleigubætur hækkuðu síðast árið 2000.

Þessi hækkun húsaleigubóta er kærkomin. Margt ungt fólk og eldri borgarar  á nú í miklum erfiðleikum með að greiða húsaleigu vegna þess hve mikið hún hefur hækkað. Húsaleigubæturnar geta því  hjálpað til.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Húsaleigubætur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland sniðgangi opnunarhátíð olympíuleikanna

Þrátt fyrir öryggisgæslu tókst mótmælendum að trufla hlaup með ólympíukyndilinn um götur Parísar í morgun og gripu embættismenn til þess ráðs að slökkva á kyndlinum og settu inn í rútu. Nokkrir hafa verið handtekinn í mótmælunum í París í morgun. Hlaupið hófst við Eiffel-turninn laust upp úr klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma, en til stóð að því lyki klukkan þrjú.

Á Ísland að fá sæti í Öryggisráðinu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði erfitt að meta hversu raunhæfa möguleika Ísland ætti að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hún ræddi framboðið við forystumenn sem sóttu fund Atlantshafsbandalgsins í Búkarest í Rúmeníu.

Greidd verða atkvæði um framboð í öryggisráðið í október nk. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki treysta sér til að spá fyrir um líkur á að Ísland næði kjöri í ráðið.

Utanríkisráðuneytið hefur lagt mikla vinnu í að afla Íslandi fylgis. Hefur það kostað talsverða fjármuni Miðað við það er æskilegt að baráttan beri árangur og Ísland fái sæti í Öryggisráðinu. Hins vegar er mikil spurning hvort Ísland átti nokkru sinni að sækjast eftir þessu sæti. Þetta er ef til  vill of dýrt fyrir Ísland og það mun kosta aukinn mannafla fyrir Island ef sætið vinnst.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ræddi framboð Íslands í öryggisráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf hækka í kauphöllinni hér

Hækkanir einkenna norræna hlutabréfamarkaði í morgun . Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,9% frá opnun Kauphallar Íslands klukkan 10. SPRON hefur hækkað um 7%, Exista um 3,4%, FL Group 2,7% og Kaupþing 2,4%.

Í Ósló nemur hækkun hlutabréfavísitölunnar 1,1%, Kaupmannahöfn og Helsinki 1,5%, Stokkhólmur 1,2% og samnorræna vísitalan Nordic 40 1,5%.

Hækkun hlutabréfa hér er athglisverð til viðbótar við hækkun krónunnar. Þetta bendir til þess að tiltrú á íslensku efnahagslífi sé að aukast á ný.Það var búinn að vera mj0g mikill áróður gegn íslensku fjármálalífi í erlendum blöðum að undanförnu og sá áróður sagði til sín. Ef til vill geta bankarnir unnið sig út úr erfiðleikum sínum af eigin rammleik.

 

Björgvin Guðmundsson

´


 

Fara til baka 


mbl.is SPRON hækkar um 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar hefur styrkst um 9% á hálfum mánuði

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

Bandaríkjadalur stendur í 71,9 krónum, breska pundið í 143 krónum og evran í 113 krónum. Hæst fór evran í 123 krónur fyrir um hálfum mánuði.

Þetta bendir til þess,að af þeim 30%,sem krónan hafði fallið um frá nóvember sl. hafa 9% gengið til baka.Búast má við,að áfram verði sveiflur á genginu.Styrking krónunnar sl. hálfan mánuð bendir til þess að ekki sé þörf á því að hækka vöruverð. Meðan gengi krónunnar stóð sterkt og krónan hækkaðo hvað eftir  annað varð þess ekki vart,að vöruverð lækkaði.Neytendur eiga það því inni,að vöruverð standi a.m.k.  óbreytt.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir með einkaflugvél á ný til útlanda

Nokkrar umræður hafa orðið um þá ráðst0fun forsætisráðherra og utanríkisráðherra að taka á leigu einkaþotu til þess að ferðast til Búkarest á leiðtogafund NATO.Forsætisráðherra. Nú hefur forsætisráðherra á ný tekið flugvél á leigu vegna fundar erlendis. Geir H. Haarde, sækir fund norrænu forsætisráðherranna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í bænum Riksgränsen í Norður-Svíþjóð dagana 8.–9. apríl.

Fundinn sækir einnig viðskiptaráðherra sem staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda, auk starfsmanna. Tveir sérstakir gestir ráðherranefndarinnar koma einnig til fundarins frá Íslandi, ritstjóri Fréttablaðsins og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Alls verða 7 manns í hópnum. Ráðherra fer af landi brott síðdegis 7. apríl og kemur heim að kvöldi 9. apríl. Flugvél frá flugfélaginu Erni hefur verið leigð til fararinnar. Með því sparast 1-2 ferðadagar á mann. Lauslega áætlaður kostnaðarauki miðað við að fljúga í áætlunarflugi er um 8-900 þús. krónur, samkvæmt því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Ég tel,að æskilegra sé að ráðamenn þjóðarinnar ferðist að öðru jöfnu eins og þegnar landsins,þ.e. með áætlunarflugi. Ekki eigi að grípa til þess að leigja einkaflugvélar nema í undantekningartilvikum.Venjan hefur verið sú,að ráðamenn þjóðarinnar hafa ferðast á sama hátt og almenningur og best væri að halda því.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REI gerir samning í Jemen

Stjórnendur REI skrifuðu í dag undir samkomulag um jarðvarmarannsóknir í Jemen og tilraunaboranir. Verður byggð jarðhitavirkjun með orkugetu upp á 100 megavött að loknum rannsóknum í ágúst 2008, samkvæmt frétt sabanews.net. Átti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og ráðherra orkumála í Jemen, Mustafa Bahran, fund í dag eftir undirritun samningsins í Sana'a, höfuðborg Jemen. 

Þetta er ánægjulegur atburður.Það er gott að unnt sé að nýta þekkingu okkar á jarðvarma  erlendis og getur þegar fram í sækir gefið talverða fjármuni í aðra hönd.

 

 Björgvin Guðmundsson

I

mbl.is REI gerir samning í Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnumál á Norðurlandi eystra taka kipp

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri fagnar þeirri hreyfingu sem verið hefur á málefnum Norðurlands eystra síðasta misseri. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

„Undir forustu núverandi ríkisstjórnar hafa atvinnu og samgöngumál á svæðinu tekið kipp. Ákvörðun samgönguráðherra Kristjáns L Möller um Akureyrarflugvöll og Vaðlaheiðargöng heggur á margra ára gamlan hnút sem brýnt var að leysa. Jafnframt óskar Samfylkingin á Akureyri íbúum Fjallabyggðar til hamingju með þann áfanga sem nú hefur náðst í gerð Héðinsfjarðarganga.
 
Málefni álvers við Bakka eru einnig í jákvæðum farvegi og fyrir frumkvæði samgönguráðherra munu þessar framkvæmdir allar stuðla að framgangi atvinnumála á svæðinu er hér verður eitt atvinnusvæði vegna þeirra samgöngubóta sem fyrirhugaðar  eru. Það mun styrkja svæðið gríðarlega sem mótvægi við Suðvesturhornið.
 
Það er bjartsýni og framfarahugur í Norðlendingum eftir margra ára kyrrstöðu. Við höfnum kyrrstöðu og afturhaldi."

Það er ánægjulegt,að  atvinnumál nyrðra séu  nú í jákvæðum farþegi.Ljóst er,að þetta er m.a. vegna atorku núverandi samgönguráðherra,Kristjáns Möller. Hann hefur gert sér far um að bæta atvinnumál kjördæmisins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fagna hreyfingu á málefnum Norðurlands eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður vill kasta krónunni

Valgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi ráðherra,var í skemmtilegu viðtali á Bylgjunni hjá Valdísi Gunnarsdóttur í morgun.Kom Valgerður víða við,ræddi uppvöxt sinn fyrir norðan,skólagöngu í Reykjavík,hjónaband með norskum manni og síðast en ekki síst stjórnmálaferilinn. Hún sagði,að það hefði verið mjög  áhugavert að vera iðnaðar-og viðskiptaráðherra og að vera utanríkisráðherra í eitt ár.Valgerður taldi krónuna of veikan gjaldmiðil í okkar litla hagkerfi og að við yrðum að taka upp aðra mynt.Evra yrði ekki tekin upp án aðildar að ESB. Hún tók undir hugmynd Magnúsar Stefánssonar um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.

Valgerður sagðist ætla að halda áfram í pólitík og vinna að því að Framsókn kæmist til áhrifa á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband