Mánudagur, 5. maí 2008
NATO geri úttekt á nauðsynlegum varnarviðbúnaði Íslands
Franskar Mirage-herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) lenda á Íslandi um ellefu leytið í dag til að standa vaktina við strendur landsins. Þær munu hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi.
Þetta er í fyrsta sinn að herþotur frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eru á vakt hér við land. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, talskonu utanríkisráðuneytisins, verða Frakkarnir hér í um sex vikur, sem sé í lengra lagi. Þá sé í haust von á herþotum frá Kanada. Ennfremur stendur til að kynna frekar hvernig að eftirlitinu verður staðið.
Ég er mjög lítið hrifinn af þessu æfingaflugi NATO ríkja við Ísland. Mér finnst þetta að mestu sýndarmennska. Þó erlendar herflugvélar fljúgi æfingaflug við Ísland í stuttan tíma nokkrum sinnum á ári tryggir það ekki varnir Íslands.Þetta er táknrænt flug. Það sem þarf að gera er að láta NATO gera úttekt á því hvernig best sé að tryggja varnir Íslands,hvort hér þarf að vera varnarlið frá NATO eða hvort nægilegt er að vissar NATO þjóðir séu í viðbragðsstöðu og geti sent hingað lið með stuttum fyrurvara.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Frönsku herþoturnar lenda um 11 leytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
Geir: Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum og eyðslu
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í morgunútvarpi Rásar 1 í dag, að landsmenn eigi að fara varlega í öllum einkafjárfestingum, svo sem fasteigna- eða bílakaupum, og reyna í fremstu lög að fresta því að taka lán á meðan ástand á fjármálamörkuðum er eins og raun ber vitni.
Fólk á að minnka við sig, daga úr bensíneyðslu ef það er hægt og sýna almenn skynsemisviðbrögð við þessu ástandi," sagði Geir.
Geir sagði, að svo virtist þó, sem að byrjað væri að rofa til á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vonir stæðu til að brátt fari að draga úr verðbólgu.
Ég tek undir orð Geirs.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. maí 2008
Nauðsyn að efla Íbúðalánasjóð
Allt útlit er fyrir áframhaldandi lækkun fasteignaverðs og ljóst að innkoma bankanna á fasteignamarkaðinn olli fordæmislausri þenslu á markaðnum sem nú er að ljúka.
Þetta var öðrum þræði meginstefið á fjölsóttum fundi um stöðuna á fasteignamarkaðnum á Grand hóteli í gær þar sem sex framsögumenn ræddu ólíkar hliðar þróunarinnar.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, steig fyrst í pontu og vandaði ríkisstjórninni og Seðlabankanum ekki kveðjurnar í yfirferð sinni yfir ástæður hinnar miklu kólnunar á markaðnum.
Til að berja í brestina hefur nú verið lagt í þá vegferð að ráðast að grundvallarstoðum hagkerfisins og nú skal knýja þar lækkun á húsnæðisverði. Gamla einræðisaðferðin að handstýra markaðnum er notuð. Seðlabankinn setur fram 30% verðlækkunarspá en slær jafnframt þá varnagla í spánni að um gríðarlega óvissu sé að ræða, sagði Ingibjörg.
Að mati Ingibjargar þarf að styrkja Íbúðalánasjóð og gera honum kleift að starfa í eðlilegu umhverfi. Sjóðurinn þurfi að geta staðið undir því hlutverki sem honum sé ætlað, meðal annars með því að hækka hámarkslánin og miða útlán við kaupverð fasteigna.
Sótt hefur verið að Íbúðalánasjóði undanfarið. Standa þarf vörð um hann og efla.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Helfrost á fasteignamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. maí 2008
Ragnar Árnason gagnrýnir Seðlabankann
Ragnar Árnason prófessor í hagfræði segir stjórnvöld og Seðlabankann hafa gert alvarleg mistök í stjórnun peningamála. Opinberar fjárfestingar hafi verið ógætilegar og Seðlabankinn hafi brugðist við með röngum hætti. Ragnar telur að Seðlabankinn eigi að lækka vexti strax.
Í erindi sínu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær gagnrýndi Ragnar Árnason hagfræðiprófessor Seðlabankann harðlega. Nokkrar ástæður væru fyrir kreppunni sem hagkerfið væri í núna, meðal annars ofþanið hagkerfi, samdráttur erlendis og alvarleg fjármálakreppa.
Ragnar segir að hið opinbera hafi farið út í ógætilegar fjárfestingar sem leiddu til umframeftirspurnar í hagkerfinu. Seðlabankinn hafi hins vegar brugðist við á rangan hátt, með því að hækka vexti. Það byggi á úreltum hagfræðikenningum sem geri ráð fyrir mun tregara fjárstreymi milli landa en nú er.
Gagrýni á Seðlabankann virðist aukast. Ragnar Árnason próf. í hagfræði bætist nú í hóp fræðimanna og fyrrum stjórnmálamanna sem gagnrýna bankann harðlega fyrir ranga stefnu. Ragnar segir ,að bankinn verði að lækka vexti strax.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 4. maí 2008
Framsókn nálgast ESB
Miðstjórn Framsóknarflokksins telur eðlilegt að spurningunni um hvort stjórnvöld fái umboð til að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið ´(ESB) verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð öðrum kosningum.
Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á fundi miðstjórnarinnar í gær. Þar segir, að veiti þjóðin umboð til slíkra viðræðna yrði niðurstaða samningaviðræðna við ESB lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.
Miðstjórnin segir, að afstaða til hugsanlegrar aðildarumsóknar að Evrópusambandinu gangi þvert á flokkslínur. Stjórnmálaflokkarnir einir leiði þetta stóra mál ekki til lykta. Þrátt fyrir það sé það skylda stjórnmálaflokkanna, að finna leið til að svara kalli almennings og atvinnulífsins eftir niðurstöðu í því hver staða Íslands í Evrópu skuli vera.
Það er greinilegt,að stefnubreyting hefur orðið hjá Framsókn í afstöðunni til ESB.Sif Friðleifsdóttir orðar það svo að Framsókn hafi stigið stórt skref í áttina til ESB.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. maí 2008
Okkur miðar ekki áfram heldur aftur á bak
Ef litið er á staðtölur Tryggingastofnunar ríkisins 2007 kemur í ljós,að lífeyrir aldraðra einhleypinga, þ.e. grunnlífeyrir,tekjutrygging og heimilisuppbót er sama fjárhæð og lágmarkslaun á vinnumarkaði og þetta helst óbreytt á árinu frá fyrra ári.Það verður engin raunhækkun á lífeyrinum á árinu. Staðtölur TR fyrir 2008 eru ekki komnar en miðað við það sem gerðist í kjarasamningum og ákvörðun um lífeyri í kjölfarið er lífeyrir aldraðra nú komin niður fyrir lágmarkslaun.Okkur miðar því ekki áfram heldur aftur á bak.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 4. maí 2008
Er ekki í lagi að flytja inn kjúklingabringur?
Tollur á ferskum kjúklingabringum sem fluttar eru inn frá Evrópusambandinu er mun lægri en tollur af öðrum tegundum kjúklings. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segist sannfærð um að innfluttar kjúklingabringur muni flæða yfir markaðinn ef frumvarp um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins verður samþykkt á Alþingi. Það muni hafa mikil áhrif á stöðu kjúklingaframleiðenda hér á landi.
Mun lægri tollur á bringum
Samkvæmt yfir 15 ára gömlum samningi milli Íslands og Evrópusambandsins er 540 kr/kg almennur tollur á frosna kjúklinga sem fluttir eru inn frá ESB, auk 18% verðtolls. Hins vegar er 299 kr. tollur á innfluttar ferskar kjúklingabringur, auk 18% verðtolls.
Helga Lára er ekki vafa um hvað gerist ef frumvarp landbúnaðarráðherra verða samþykkt. Þá munu innfluttar kjúklingabringur flæða yfir markaðinn. Það mun gerast þó að tollar haldist óbreyttir.
Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segist ekki geta svarað því hvers vegna tollur á ferskum kjúklingabringum sé miklu lægri en á frosnum kjúklingi. Hann segir hins vegar ekki standa til að breyta þessu. Tollurinn sé bundinn í lög og um þetta hafi verið gerður skuldbindandi samningur við ESB. Ólafur bendir á að innkaupsverð á ferskum bringum sé um 30% hærra en á frosnum kjúklingi og það vegi upp þennan mun.
Ég sé ekkert athugavert við það að innflutningur á kjúklingabringum aukist til landsins. Það mundi auka verðsamkeppni og leiða til þess að Íslendingar ættu kost á ódýrari kjúklingum en í dag. Matvælaverð á Ísland er alltof hátt og það þarf að lækka. Það yrði bein kjarabót.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. maí 2008
ESB getur sprengt flokka og ríkisstjórn
Jón Baldvin Hannibalsson sagði í þættinum Í vikulokin á RUV í dag,að Geir Haarde vildi ekki mæla með inngöngiu í ESB ,þar eð það gæti klofið Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er þó,að hvort sem mönnum líkar betur eða verr gæti atburðarásin i ESB málum orðið mjög hröð á næstu mánuðum. Æ fleiri þungavigtarmenn í pólitík hafa verið að mæla með inngöngu í ESB,nú siðast Jón Sigurðsson og þjóðin virðist í æ ríkari mæli hallast að aðild að ESB. Ef Samfylkingin herðir róðurinn fyrir ESB aðild verður það mjög óþægilegt fyrir Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Geir gæti þá slitið stjórninni til þess að afstýra ESB aðild.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 3. maí 2008
Guðni vill,að stjórnin fari frá
Það er runnin upp ögurstund þegar stýrivextir eru hér þeir hæstu í veröldinni, verðbólgan mælist 12% í apríl, gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 30%, við blasa spár um hrun á eignum almennings, greiðslubyrði heimilanna margfaldast, gjaldþrot eru hafin í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum sem bitna á launafólki.
Þetta sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. Ríkisstjórnin er ekki starfi sínu vaxin og ekki á vetur setjandi. Hún verður að taka sig á eða fara frá," sagði hann.
Guðni sagði að framsóknarmenn hefðu ekki við núverandi aðstæður mestar áhyggjur af bankakerfinu sem væri sterkt þrátt fyrir ákveðið offar á síðustu árum.
Við höfum miklu meiri áhyggjur af stöðu heimilanna, stöðu fólksins í landinu, stöðu unga fólksins, barnafólksins, og því að launafólkið verði látið bera þungann og áfallið af kreppunni.
Guðni er kokhraustur. Hann talaði líka um ESB og sló þar úr og í enda er Framsókn klofin í því máli. Valgerður,Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson eru með aðild en Guðni og Bjarni Harðar
á móti.
Bjögvin Guðmundsson
![]() |
Guðni: Það er runnin upp ögurstund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. maí 2008
Aldraðir: Hvað hefur áunnist með stjórnarsamstarfinu?
Ein aðalástæðan fyrir því að Samfylkingin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn var sú,að ná fram umbótum í velferðarmálum. Nokkuð hefur áunnist í velferðarmálum almennt en í málefnum aldraðra og öryrkja er árangurinn lítill enn.Hverju hefur Samfylkingin komið fram af stefnumálum sínum fyrir aldraða og öryrkja,sem ekki var í pípunum áður og hefði náð fram að ganga hvort sem var? Hvað hefur áunnist fyrir aldraðra og öryrkja og tekið gildi vegna aðildar Samfylkingarinnar að ríkisstjórninni,sem ekki hefði komist á ella. Svarið er: (Haldið ykkur fast) Ekkert. Þetta er ótrúlegt. En svona er það samt. Aðalmálið,sem komist hefur á,afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka var í pípunum áður. Landssamband eldri borgara segir,að fyrri ríkisstjórn hafi verið búin að lofa því að þetta mál tæki gildi um síðustu áramót. Eitt smámál hefur tekið gildi en það er svo sérstætt að varla tekur því að nefna það. Það er 90 þús. kr. frítekjumark á ári fyrir fjármagnstekjur.Menn mega sem sagt hafa 90 þús. kr. í fjármagnstekjur án þess að það skerði tryggingabætur. Þetta var talið mikilvægara en að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur.Aðrar minni háttar lagfæringar voru allar í pípunum.Sem sagt.: Samfylkiungin á eftir að efna sín aðalloforð í málefnum aldraðra og öryrkja
Björgvin GuðmundssonS
h