Laugardagur, 3. maí 2008
100 milljónir manna orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í matvælamálum sagði í dag að Mannréttindaráð SÞ yrði að koma saman hið fyrsta til að vekja athygli á matvælakreppunni í heiminum, sem væri neyðarástand í mannréttindamálum. Að minnsta kosti eitt hundrað milljónir manna hefðu orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni í heiminum.
Olivier De Schutter er nýskipaður, óháður fulltrúi ráðsins í matvælaréttindamálum. Hann kvaðst vona að ráðið gæti komið saman til sérstaks fundar síðar í mánuðinum.
Í viðtali við franska blaðið Le Monde sem birt er í dag segir De Schutter að matvælakreppuna nú megi rekja til þess, að helstu valdahafar í heiminum hefðu fylgt rangri stefnu í tvo áratugi.
Við gjöldum nú fyrir mistök undanfarinna 20 ára. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir spákaupmennsku með hráefni, þótt fyrirsjáanlegt hafi verið að fjárfestar myndu snúa sér að þessum mörkuðum þegar draga færi saman á verðbréfamörkuðunum.
De Schutter sagði ennfremur að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu alvarlega vanmetið þörfina fyrir fjárfestingar í landbúnaði, og sakaði gjaldeyrissjóðinn um að hafa neytt skuldug þróunarríki til að verja fé til kaupa á innfluttri uppskeru, í stað þess að verða sjálfum sér nóg um uppskeru.
Mavælakreppaman og fátæktin í heiminum er sennilega alvarlegasta málið,sem veröldin stendur frammi fyrir í dag. Auðugu ríkin hafa verið of upptekin við það að græða á þróunarlöndunum í stað þess að lækka tolla á framleiðsluvörum þeirra og í stað þess að aðstoða þau til sjálfshjálpar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir matvælakreppuna mannréttindakreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. maí 2008
Eru eldri borgarar beittir áróðursbrellum?
Ríkisstjórnin virðist hafa góða áróðursmeistara í sinni þjónustu,a.m.k. að þvi er varðar málefni aldraðra og öryrkja. Það er margsinnis tilkynnt um sama hlutinn,sem eigi að framkvæma þó langur tími líði þar til hann kemst í framkvæmd.
Tökum dæmi: Ríkisstjórnin tilkynnti 5.desember sl.,að hún ætlaði,að taka upp 100 þús. kr. frítekjumark fyrir þá eldri borgara,sem væru á almennum vinnumarkaði.Þetta ásamt nokkrum öðrum ráðstöfunum átti að kosta 5 milljarða. Þetta átti að taka gildi 1.júlí 2008. En það var hamrað svo mikið á þessu í fjölmiðlum strax og hamrað svo mikið á 5 milljörðunum,að fólk hélt,að þetta væri komið til framkvæmda og búið að borga 5 milljarðana úr ríkissjóði. Ekkert var minnst á,að ríkið fengi 4 milljarða í auknum skatttekjum af vinnu eldri borgara þannig að nettóútgjöld ríkisins væru sáralítil. Síðan var flutt frumvarp um þetta á alþingi og þá var aftur hamrað á sama hlutnum og þegar þetta loks kemst í framkvæmd 1.júli verður hamrað á þessu í þriðja sinn. Hvers vegna er staðið svona að málum? Hvers vegna var umrætt frítekjumark ekki látið taka gildi strax um síðustu áramót úr því að tilkynnt var um það 5.desember sl. Hvaða áróðursbrellur eru þetta?
Eldri borgarar þurfa ekki áróðursbrellur. Þeir þurfa framkvæmdir.
Það eina,sem hefur verið framkvæmt nú þegar,sem skiptir einhverju máli fyrir eldri borgara er afnám skerðingar á tryggingabótum aldraðra vegna tekna maka,sem tók gildi 1.apríl.Það var búið að dæma í Hæstaretti ,að ólöglegt væri að framkvæma þessa skerðingu og það var búið að marglofa að framkvæma þessa réttarbót.En til þess að menn njóti hennar þurfa þeir að eiga maka!
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. maí 2008
Spáir rýrnun kaupmáttar
Það skiptir máli að fólk geti losað eignir og að það sé hægt að eiga viðskipti á þessum markaði, sagði Ásgeir, sem taldi raunlækkun fasteignaverðs geta orðið meiri en þau 14% sem bankinn spáði yrði verðbólgan viðvarandi.
Ásgeir sagði að miðað við núverandi ástand væri það ábyrgðarleysi að ráðleggja tekjulágu fólki að taka 90% fasteignalán. Enginn mannlegur máttur gæti komið í veg fyrir kaupmáttarrýrnun almennings næstu tvö árin.Ásgeir spáir því ,að kaupmáttur rýrni næstu 2 árin.
Þetta er ljót spá en ekki mikið frábrugðin því,sem aðrir hagfræðingar spá.Allir sérfræðingar eru sammála um að samdráttur í efnahagslífinu sé hafinn og lífskjör muni rýrna og fasteignaverð lækka. Það er almenningur sem neitar að trúa þessu og eyðir jafnmikið og áður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Breski Verkamannaflokkurinn tapaði miklu í sveitarstjórnarkosningunum
Allt útlit er fyrir, að Boris Johnson, frambjóðandi Íhaldsflokksins, verði næsti borgarstjóri í Lundúnum en verið er að telja atkvæði sem greidd voru í borgarstjórakosningum í gær. Johnson er yfir í átta af þrettán kjördæmum í borginni en Ken Livingstone, borgarstjóri og frambjóðandi Verkamannaflokksins, er yfir í fimm.
Almennt var búist við að Verkamannaflokkurinn myndi tapa fylgi í sveitarstjórnakosningunum í gær en úrslitin eru mun verri en spáð var. Hefur flokkurinn tapað nærri 400 sætum í bæjar og sveitarstjórnum á Englandi og í Wales en Íhaldsflokkurinn hefur bætt við sig 267 sætum.
Adam Boulton, stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar, sagði að þetta væri afar alvarleg niðurstaða fyrir Verkamannaflokkinn.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að niðurstaðan væri traustsyfirlýsing við flokkinn. Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að úrslitin væru vonbrigði en flokkurinn hefði hlustað á kjósendur og myndi læra af þessari reynslu.
Þessi kosningaúrslit geta dregið dilk á eftir sér. Þau geta haft áhrif á landsmálin. Staða Brown,leiðtoga jafnaðarmanna,hefur verið fremur veik. En hún mun nú enn veikjast. Þingkosningar verða 2o1o. Mega breskir jafnaðarmenn nú hafa sig alla við að rétta flokkinn af.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Þurfum samhenta sókn gegn verðbólgu
Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélaginu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar meðal annars í 1. maí-ávarpi sínu um nýja þjóðarsátt um árangur í efnahagsmálum. Nú er slík forysta mikils metin og ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs, og brýnasta verkefnið er samhent sókn gegn verðbólgu. Á henni græðir enginn Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef sigur á að nást.
Ég tek undir þessi orð Ingibjargar Sólrúnar. Það þarf samhenta sókn gegn verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
SA vill spyrna gegn verðhækkunum
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að gæta hófs og aðhalds við verðlagningu í því umróti sem ríkir um þessar mundir. Samdráttur eftirspurnar er fyrirsjáanlegur og af því leiðir að ekki verður unnt að velta öllum kostnaðarhækkunum áfram út í verðlag.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Samtaka atvinnulífsins komu fram þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Vandi á fjármálamörkuðum, hátt vaxtastig, fyrirsjáanlegur samdráttur í umsvifum og atvinnu, vaxandi verðbólga erlendis, veik staða krónunnar og mikil verðbólga innanlands um þessar mundir vegna gengislækkunar eru þættir sem hafa gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækja og kjör launafólks. Fyrirsjáanlegt er að aðlögun að breyttum aðstæðum verði erfið og taki tíma. Stjórnin telur afar brýnt að allir aðilar sem áhrif hafa á framvinduna á næstu mánuðum og misserum, þ.e. ríkisstjórn, stjórnarandstaða, sveitarfélög og aðilar á almennum og opinberum vinnumarkaði stilli saman strengi sína með það að markmiði að draga úr verðbólgu og koma í veg fyrir að háar verðbólguvæntingar festist í sessi," að því er segir á vef SA.
Þar kemur fram að hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu og matvælum hefur rýrt kjör þjóðarinnar og á sama tíma þarf þjóðin að horfast í augu við að hátt gengi krónunnar undanfarin ár hélt uppi hærri kaupmætti en fékk staðist til langframa. Við núverandi aðstæður er yfirvofandi hætta á víxlverkandi hækkunum launa og verðlags og áframhaldandi veikingar gengis krónunnar sem allir tapa á. Þá atburðarás er hægt að koma í veg fyrir," samkvæmt frétt á vef SA.
Vonandi bendir þetta til þess að SA vilji taka ábyrga afstöðu til verðlagsþróunar og spyrna gegn verðhækkunum eftir því sem kostur er.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stjórn SA hvetur aðildarfyrirtæki til hófs við verðlagningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Styrmir færir Mbl. til vinstri
Þess verður nú vart,að Styrmir Gunnarsson,ritstjóri Mbl. færir blaðið talsvert til vinstri. Aðalfyrirsögnin í Mbl. í dag er um það,að einkarekin velferðarþjónusta sé óhagkvæmari ( en ríkisrekin). Þetta er tekið beint frá Vinstri grænum ( Ögmundi Jónassyni) og Samfylkingarmenn eru flestir sammmála þessu sjónarmiði.Einhvern tímann hefðu það þótt tíðindi ,að Mbl. mundi slá slíkri frétt uipp á forsíðu. Mbl. í dag var mjög verkalýðssinnað og gerði 1.mai góð skil,rakti vel ræður þeirra verkalýðsforingja sem töluðu. Blaðið hefur rekið harðan áróður gegn ESB síðistu dag og tekur sér þar stöðu með Ragnari Arnalds og foringjum VG.Styrmi ætlar greinilega að nota síðustu vikur sínar í ritstjórastóli vel.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
Bankastarfsmönnum sagt upp
Ekki er laust við að bankamenn og starfsmenn í fjármálageiranum séu uggandi um sinn hag að sögn Friðberts Traustasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Vel á annað hundrað bankamanna hafa misst vinnuna að undanförnu.
Vel á annað hundrað bankamanna hafa misst vinnuna að undanförnu og bankar og fjármálafyrirtæki halda að sér höndum við ráðningar á sumarstarfsfólki og enginn veit hvað fyrirhuguð sameining Kaupþings og SPRON hefur í för með sér.
Telja má víst,að einhverjir bankamenn missi vinnuna ef Kaupþing og Spron verða sameinuð.Hins vegar má reikna með því ,að einhver af útibúum Spron yrðu rekin áfram og vörumerkið Spron varðveitt. Það er talið mikils virði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bankastarfsmenn uggandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Aldraðir vilja leiðréttingu strax
Aldraðir hafa fundað undanfarna daga vegna þess,að þeir fengu ekki sinn hlut hækkunar í kjölfar nýrra kjarasamninga.Launþegar sömdu um hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt samkomulagi 2003 og 2006 áttu lífeyrisþegar að fá sömu hækkun nú en fengu aðeins 7,4% hækkun þannig að lífeyrir fór í 135.900 kr. í stað 145 þús. kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði. Það munar um minna.Aldraðir hafa farið fram á,að þetta verði leiðrétt strax með gildistíma frá 1.febrúar eins kjarasamningarnir. Það þýðir ekkert að fresta þessari leiðréttingu. Hún verður að koma strax,þar eð um mistök var að ræða við útreikning á hækkun til lífeyrisþega.Aldraðir reiknuðu með leiðréttingu á sínum kjörum.Þeir reiknuðu ekki með að kjörin yrðu skert miðað við launþega á almennum vinnumarkaði.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
Sjálfshól
Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra sagði í viðtali við Bylgjuna og Stöð 2 í hádeginu í dag,að aldrei hefði verið gert eins mikið í velferðarmálum á jafnstuttum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar.Ekki veit ég hvort þetta er rétt. En hitt veit ég,að ef rætt er um málefni aldraðra og öryrkja hefur verið gert mun minna í tíð núverandi stjórnar en gert var með samkomulagi LEB og ríkisstjórnarinnar 2006. Þar munar mest um það,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur enn ekki verið leiðréttur til hækkunar um eina krónu.Þvert á móti hefur í því efni miðað aftur á bak. Því var lofað,að lífeyrir aldraðra mundi duga fyrir framfærslukostnaði. Við það hefur ekki verið staðið.Því var lofað 2006 og 2003,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi fylgja breytingum á lágmarkstekjutryggingu launþega í dagvinnu. Við það var ekki staðið í kjölfar kjarasamninga nú. Þar vantar 9100 kr. á mánuði upp á að bætur lífeyrisþega standi jafnfætis lágmarkstekjutryggingunni.Það þarf kjark til þess að koma fram fyrir alþjóð og segja,að meira hafi verið gert í velferðarmálum en áður þegar staðan er þessi. Það vinnst ekkert með því að lemja hausnum við steininn.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)