Forseti Íslands mælir fyrir jarðvarmaorku

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vonast til þess að undir lok fjórða kjörtímabils síns, árið 2012, hafi honum tekist að sannfæra aðrar þjóðir um hagnýtt gildi jarðvarmaorku.

Þetta kom fram í viðtali við forsetann í þættinum Principal Voices á CNN og fjallaði um framtíð orkumála.

Ólafur benti á að á miðjum 8. áratug síðustu aldar hefði ástandið í Mið-Austurlöndum gert það að verkum að lífsskilyrðin hér á landi versnuðu og leita varð annarra leiða til að fá orku. Íslendingum hefði tekist að fara úr því að reiða sig á olíu og jarðefnaeldsneyti yfir í að nýta þá hreinu orku sem landið byggi yfir. „Ef Ísland gat gert þetta, miðað við hvernig ástandið var fyrir 30-40 árum og hvernig það er núna, þá held ég að sérhvert land í heiminum geti gert þetta.“(mbl.is)

Segja má,að  ræða forseta Íslands hafi verið  áróður fyrir notkun jarðvarmaorku. Ísland hefur gegnt áhveðnu forustuhlutverki á þvi sviði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Íslenska leiðin gæti nýst öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr leiðtogi íhaldsins í Rvk. dregur ekkert að

Það vekur athygki við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag um fylgi flokkanna,að nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Rvk. dregur ekkert fylgi að. Forusta Sjálfstæðisflokksins taldi,að  stanslaus ágreiningur innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins væri farinn að skaða flokkinn í heild og ætti þátt í fylgistapi flokksins. Á sama hátt hefði nýr leiðtogi átt að draga fylgi að flokknum,þegar ágreiningi væri loks lokið.En svo varð ekki. Tapið heldur áfram og nú meira en áður. Það hrynur fylgið af Sjálfstæðisflokknum úti á landi en þar tapar  flokkurinn þriðjungi af atkvæðum sínum. Sennilega á kvótakerfið stóran þátt í fylgistapinu og  þvergirðingsafstaða Einars,sjávarútvegssráðherra en hann gaf Mannréttindanefnd Sþ. langt nef.

 

Björgvin Guðmundsson


Er launajafnrétti á næsta leiti

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni brátt efna loforð sitt um að bætt kjör kvennastétta. Í haust verði kynnt áætlun um afnám kynbundins launamunar hjá ríkinu. Það muni svo skila sér í launaumslag kvenna.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gerð verði áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt sé að því að launamunurinn minnki um helming á kjörtímabilinu. Einnig að vinna eigi með aðilum vinnumarkaðarins að því að útrúma launamun á almennum markaði.

Þá segir í yfirlýsingunni að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. BSRB reyndi að fá þetta efnt í kjarasamningum nýverið en tókst ekki. Þá er kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá sáttasemjara. Ein af kröfum hjúkrunarfræðinga er að ríkisstjórnin efni loforð sitt um að bæta kjör kvennastétta.

Það er ekki vonum fyrr,að loforð um afnám launamisréttis verði uppfyllt.Það er t.d. furðuleg,að ríkið sjálft skuli brjóta jafnréttislögin og   líða launamisrétti.Væntanlega verður nú breyting á. En alls staðar  blasir við launamisrétti.Mest er það í einkageiranum og þó búið sé að samþykkja lög um að launamenn megi upplýsa um laun sín þrátt fyriir andstöðu atvinnurekenda heldur launapukrið áfram.Þetta lagast ekki fyrr en beitt verður viðurlögum,þegar lögin eru brotin.

Björgvin Guðmundsson


Fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks jafnt

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman um tæp sex% frá því í apríl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 32,8% segjast nú myndu kjósa flokkinn.  Á landsbyggðinni nýtur flokkurinn fylgis 25,6% kjósenda en í apríl voru það 39,4 prósent. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins myndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera 21 en þeir eru 25 nú.

Fylgi Samfylkingar eykst hins vegar um rúm 5%  frá síðustu könnun. 32% segjast nú myndu kjósa flokkinn. Meðal kjósenda utan höfuðborgarsvæðisins eykst fylgi Samfylkingarinnar um 75%, úr 21,2 prósentum í 37,2 prósent. Í apríl dalaði fylgi flokksins á landsbyggðinni hins vegar um þrettán%. Þingmenn Samfylkingar yrðu samkvæmt þessu 21, en eru nú átján.

Fylgi Vinstri grænna dregst saman um tæp 4% frá síðustu könnun og segist 17,1 prósent styðja flokkinn. Samkvæmt því myndi þingflokkur Vinstri grænna telja ellefu manns, tveimur fleiri en flokkurinn hefur nú.

8,9 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt því fimm þingmenn kjörna, en hefur sjö nú. Frjálslyndi flokkurinn er með 8% fylgi samkvæmt könnuninni  og fengi hann samkvæmt því fimm þingmenn. Einn maður myndi því bætast við þingflokkinn.

Samkvæmt þessari könnun er fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun Fréttablaðsins nú það sama og það var í könnun Gallup um sl. mánamót en þá mældist það  33%.Fylgi Samfylkingar er einu prósentustigi hærra hjá Fréttablaðinu en hjá Gallup um sl. mánaðamót. Hjá gallup  mældist Samfylkingin með 31% en nú mælist hún með 32% hjá Fréttablaðinu. Samkvæmt þessu eru stjórnarflokKarnir báðir  orðnir líkir að fylgi.Mestu tíðindin eru þau hvað fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar mikið úti  á landi en þar minnkar fylgið  um þriðjung. Hver er skýringin? Það er spurning hvort þetta er út af kvótakerfinu? Er landsbyggðin ef til vill búin að fá nóg af kvótakerfinu.Byggðirnar hrynja,þorveiðiheimildir hrynja og þegar Mannréttindanefnd Sþ. kvartar um mannréttindabrot við kvótakerfið  sendir sjávarúvergsráðherra Mannréttindanefndinni langt nef. Er landbyggðin búin að fá nóg? Það þann að vera. En hvers vegna tapar Samfylkingin þá ekki líka úti á landi? Fylgi hennar er mikið minna þar  og ef til vill er það þess vegna sem sveiflan finnst ekki eins   hjá henni þar. Breytingar á forustu  íhaldsins í Rvk. hafa ekki skilað sér í  auknu fylgi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið leikur við okkur

Útlit er fyrir gott veður áfræm á   sunnudag og er spáð 7-16 stiga hita yfir daginn. Margir nutu veðurblíðunnar í   gær og ríkti mikil stemming á árlegu Pollamóti sem haldið er á Akranesi um helgina. Um 1.000 drengir  taka þátt í mótinu en nálægt 100 lið voru skráð til keppni. Talið er að á bilinu 4-5.000 manns séu staddir á Akranesi að fylgjast með mótinu.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að næsta sólarhringinn er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt. Skýjað með köflum um landið austanvert, en yfirleitt léttskýjað vestantil. Sums staðar skúrir, einkum sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.

Veðrið  hefur leikið við okkur síðustu daga,mikil sól og blíðviðri. Reykvíkingar hafa vel kunnað að meta góða  veðrið eftir langan vetur.Vonandi er,að góða veðrið haldist sem lengst.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Fara til baka 

 

 


mbl.is Veðurblíða áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

57% vill ,að Íbúðalánasjóður starfi áfram í núverandi mynd

Þjóðin vill ekki leggja niður Íbúðalánasjóð og láta banka og lífeyrissjóði sjá um að lána fólki til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem leiðir í ljós að aðeins tæp tvö prósent landsmanna vill að sjóðurinn verði lagður niður.

Könnunin fór fram dagana 12.-16. júní. Úrtakið var tæplega 1140 manns. Rúmlega helmingur svaraði. Fólk var beðið um að taka afstöðu til fjögurra fullyrðinga, og svara því hver fullyrðinganna ætti best við skoðun þeirra á Íbúðalánasjóði.

Í ljós kom að rösk 36% vildu að Íbúðalánasjóður starfaði áfram í núverandi mynd með óbreyttum hámarkslánum til kaupenda. Öllu fleiri, eða um 57% vildu að Íbúðalánasjóður starfaði áfram í núverandi mynd en hækkaði hámarkslán til kaupenda.

Mér kemur ekki óvart þessi niðurstaða.Almenningur vill halda Íbúðalánasjóði og hefur misst trúna

á bankana,þegar um íbúðalán er að ræða.Það þarf að efla og styrkja sjóðinn sem mest.

 

Björgvin Guðmundssoni


Ekkert hefur dregið úr misskiptingu í þjóðfélaginu

Aðalbarátturmál Samfylkingarinnar í síðstu kosningum var að draga úr misskiptingu og ójöfnuði í þjóðfélaginu.Ekkert hefur áunnist í því efni á 1.ári stjórnarinnar.Lækkun á sköttum  fyrirtækja hefur forgang og gerist örar en lækkun skatta einstaklinga.Hækkun skattleysismarka gerist á 3 árum  og í litlum skrefum og fer aðeins í 115-120 þús. eftir 3 ár. En lækkun skatta fyriirtækja gerist í einum áfanga strax næsta ár. Þessar ráðstafanir munu því enn auka ójöfnuð.Kvótakerfið á stærsta þáttinn í mikilli misskiptingu í þjóðfélaginu.Ríkisstjórni gerir ekkert í að leiðrétta það misrétti. Hún hundsar meira að segja álit Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið feli í sér brot á mannréttindum.Og það sama er að segja um kjör aldraðra. Á fyrsta ári hafa kjör aldraðra versnað sem hlutfall af lágmarkslaunum verkafólks.Lífeyrir aldraðra nemur nú 93,74% af lágmarkslaunum en nam á sl. ári 100 % af lágmarkslaunum. Það hefur því ekkert miðað í því efni að draga úr misskiptingu og ójöfnuði.

 

Björgvin Guðmundsson


Frumvarp um greiðsluaðlögun samþykkt næsta haust?

Það hefur lengi verið baráttumál  Samfylkingarinnar að koma þeim  eintaklingum,sem lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum, til hjálpar.Það hefur varla farið framhjá neinum að eitt af áherslumálum viðskiptaráðherra er að frumvarp um greiðsluaðlögun verði sem fyrst að lögum. Málið hefur því miður dregist nokkuð sökum skiptra skoðana um tiltekin útfærsluatriði. Vonir standa þó til að lögin verði samþykkt á alþingi næsta haust. Það er ekki síst vegna þess mikla vanda sem breytingar á fjármálamörkuðum hafa valdið íslenskum heimilum að löggjöf sem þessi er brýn. Greiðsluaðlögun er úrræði sem hefur þann tilgang að auðvelda þeim einstaklingum, sem ekki geta staðið við eða munu eiga í verulegum erfiðleikum með að standa við fjárskuldbindingar sínar á næstu árum .Þetta er mj0g brýnt mál og væntanlega nær það fram að ganga næsta haust.

 

Björgvin Guðmundsson
  


íbúðaverð mun lækka

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fjármála- og fasteignamarkaði koma ekki í veg fyrir að íbúðaverð lækki. Þetta er fullyrt í Vegvísi Landbankans. Með aðgerðunum sé komið í veg fyrir að lánsfjárskortur hrindi af stað mikilli lækkun íbúðaverðs, umfram það sem þyrfti til að ná jafnvægi á fasteignamarkaðnum.

 

Aðgerðirnar komi ekki í veg fyrir verðlækkun sem rekja megi til offramboðs íbúða eða minnkandi ráðstöfunartekna. Landsbankinn gerir ráð fyrir hóflegri lækkun íbúðaverðs á árinu.

Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið til  má reikna með að viðskipti á fasteignamarkaði hefðu að mestu leyti stöðvast,þar eð bankarnir hefðu þá ekkert lánað til  íbúðakaupa. Ríkið hjálpar bönkunum til þess að hefja slíkar lánveitingar á ný. Hærri lán Íbúðalánasjóðs og breytt viðmiðun mun  geta aukið verulega fasteignaviðskipti.Draga mun úr verðlækkunum en þær munu ekki stöðvast.

 

Björgvin Guðmundsson

 


35 millj. kr. söfnuðust í dagskránni á Skjá 1

Kl. 9 í gærkvöld hófst bein útsending á Skjá einum og mbl.is frá söfnunarátaki undir heitinu „Á allra vörum.“ Þar  tóku um 200 konur  höndum saman  um að afla fjár til að leggja Krabbameinsfélaginu lið við kaup á nýjum tækjum sem greina brjóstakrabba á frumstigi.
Þetta var mjög áhrifarík dagsskrá.Rætt var við margar konur,sem fengið hafa brjóstakrabbamein og þær sögðu frá reynslu sinni.Talið er,að hið nýja tæki muni auðvelda að finna krabbamein  í brjósti. Alls söfnuðust 35 milljónir. Allir sem tóku þátt í dagskránnni gáfu vinnu sína. Ber að þakka þeim gott starf.
  Björgvin Guðmundsson
 I

mbl.is Konur taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband