Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Málamiðlun í stóriðjumálum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að gerð hafi verið málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn hvað varðar stóriðjuhlé sem boðað er í umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, Fagra Íslandi.
Í Fagra Íslandi var talað um að gera stóriðjuhlé og fyrir því voru tvær meginástæður. Önnur var sú að beðið yrði á meðan unnið yrði að gerð rammáætlunar um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og það fór ekki inn í stjórnarsáttmála. Þess í stað var samið um aðra aðferðarfræði sem er að ekki verði farið inn á óröskuð svæði á meðan og þannig töldum við okkur ná fram sjónarmiðum náttúruverndar, segir hún og bætir við: Hins vegar töldum við líka að vegna mikillar þenslu í hagkerfinu þá væri það til bóta fyrir hagkerfið að gera stóriðjuhlé. Og núna stöndum við bara í allt öðrum sporum.(mbl.is)
Það er gott,að fá það fram hvað raunverulega gerðist í stóriðjumálum,þegar stjórnin var mynduð. Sú málamiðlun,sem gerð var er að mínu mati skynsamleg.Ekki má. t.d. fara inn á nein óröskuð svæði. Það er vissulega náttúruvernd.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sömdu um málamiðlun í stóriðjumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Geir Haarde skýtur hugmynd Björns niður
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að hugmynd Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, að leita eftir samningum við Evrópusambandið um að taka upp evru, sé ekki ný af nálinni og Björn hefði viðrað þetta á heimasíðu sinni áður. Geir sagðist reikna með að Evrópunefnd stjórnvalda skoði málið en taldi ólíklegt að hægt yrði að ná tvíhliða samningi um evruaðild.
Geir svaraði í dag spurningum blaðamanna vegna þeirrar umræðu, sem verið hefur um hugmyndir Björns síðustu daga. Geir sagðist telja að Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar muni skoða þessi mál en ekkert hefði verið rætt um það, hvort íslenskir ráðamenn muni leita eftir viðræðum við yfirvöld í Brussel um evru.
Geir sagðist sjálfur áfram vera þeirrar skoðunar, að íslenska krónan væri sá gjaldmiðill, sem best hentaði íslensku þjóðfélagi. Þá væri ólíklegt, að hægt yrði að gera tvíhliða samning um upptöku evru, svipaðan þeim sem aðild Íslands að Schengensamkomulaginu byggist á, en lítill áhugi væri fyrir slíku í Brussel.
Einnig sagði Geir að í viðræðum við forustumenn Evrópusambandsins í vetur hefði komið fram að ef Íslendingar ætluðu að taka upp evru yrðu þeir að koma til þess samstarfs gegnum aðaldyrnar, þ.e. aðild að Evrópusambandinu, en ekki bakdyr. (mbl.is)
Geir Haarde,forsætisráðherra, hefur sem sagt ítt hugmynd Björns út af borðinu.Það er þvi opinn ágreiningur milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins um ESB og evruna.Hugmynd Björns fær hins vegar góðar undirtektir meðal ráðherra Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Evruhugmynd ekki ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Össur vill sækja um evru án ESB aðildar eins og Björn
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist á heimasíðu sinni í dag leggja til að Samfylkingin taki Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, á orðinu og ríkisstjórnin kanni þegar í stað með formlegum hætti hjá Evrópusambandinu hvort hægt sé að taka upp evruna gegnum EES og án þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.
Björn er Evrópuhugsuður Sjálfstæðisflokksins. Rifja má upp að hann var formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, þar sem ég sat einnig með honum. Komi hið ólíklega í ljós, að upptaka evru án beinnar aðildar að Evrópusambandinu sé fær, þá á ríkisstjórnin einfaldlega hefja undirbúning að upptöku evrunnar," segir Össur.
Hann segir að Evrópusinnar hafi engu að tapa og allt að vinna á því að taka í útrétta hönd Björns. Reynist leið hans fær, og Ísland tæki upp evruna, liði vart langur tími áður en Íslendingar væru að fullu komnir inn í sjálft Evrópusambandið. Reyndist leið Björns ófær sé það mikilvægt veganesti inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þá sé búið að sýna með formlegum hætti að búið er að róa fyrir allar víkur. Eina leiðin sem þá sé fær, sé að sækja um fulla aðild.(mbl.is)
Ég er sammála Össuri um að rétt sé að láta á það reyna hvort Ísland fær aðild að evrunni án aðildar að ESB.Ég hefi að vísu ekki trú á að það verði samþykkt. Bondevik fékk nei. Geir Haarde fékk nei og þess vegna er líklegast að nei fáist í þriðja sinn.
![]() |
Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Mótmælir kvótakerfinu og mannréttindabrotum
Ásmundur Jóhannsson hefur gert aflamarkslausan bát sinn út til veiða frá Sandgerði síðan 18. júní síðastliðinn. Fyrir viku svipti Fiskistofa hann veiðileyfi sínu. Þrátt fyrir þetta hyggst Ásmundur halda uppteknum hætti.
Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlitssviðs Fiskistofu, segir að fari menn fram úr veiðiheimildum fái þeir viðvörun áður en til sviptingar veiðileyfis kemur. Oftast er þetta þannig að menn leiðrétta sig áður en þeir eru sviptir, segir Eyþór, þá fá menn veiðileyfið til baka og málið er dautt.
Næstu skref hjá veiðieftirlitssviðinu eru að ganga úr skugga um hvort Ásmundur hafi gerst sekur um veiðar án þess að hafa til þess veiðileyfi. Sé það raunin á Ásmundur yfir höfði sér kæru fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða.
Leiðrétting er Ásmundi ekki ofarlega í huga en með veiðum sínum vill hann mótmæla kvótakerfinu. Kerfið segir hann ólöglegt með öllu. Hann segist munu halda veiðum sínum áfram þar til stjórnvöld grípi í taumana. Hann muni ekki hika við að fara með mál sitt fyrir Hæstarétt og alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef með þarf. Þetta er náttúrlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þetta er skerðing á atvinnufrelsi og þetta er sennilega bara hreinn og klár þjófnaður, segir Ásmundur.(mbl.is)
Ég tek ofan fyrir Ásmundi.Hann mórmælie mesta ranglæti Íslandssögunnar,kvótakerfinu,sem Mannréttindanefnd Sþ. hefur nú dæmt mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Fundargerðastríðinu lokið!
Einhverju furðulegasta stríði er lokið,þ.e. fundargerðastríðinu.Guðmundur Þóroddsson skilaði fundargerðunum í gær og þá eru allir sáttir. Eins og ég hefi sagt áður gat Guðmundur að sjálfsögðu ljósritað þæir fundargerðir sem hann vildi og haldið afritunum.Þetta var deila um keisaans skegg.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. júlí 2008
Aldraðrir eiga að hafa í lífeyri 226 þús. á mánuði að lágmarki
Í dag birtist í Morgunblaðinu grein eftir Björgvin Guðmundsson um lífeyrismál aldraðra.Þar segir,að aldraðir einhleypingar eigi að hafa í lífeyri 226 þús kr. á mánuði að lágmarki. Það samsvarar meðaltals neysluútgjöldum á mánuði samkvæmt könnun Hagstofu Íslands frá des,sl.Samfylkinginnm setti fram þetta stefnumið fyrir síðustu þingkosningar og sagði,að hún vildi hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum. Ekkert bólar á framkvæmdinni eftir rúmt ár í ríkisstjórn.Það hefur ekkert miðað í áttinna. Það hefur miðað aftur á bak. Grein mín var rituð 1.júlí sl. Þá átti endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skíla áliti um framfærsluviðmið,sem hugmyndin var sennilega að byggja lífeyri aldraðra og öryrkja á. En nú 14.júlí hefur þetta framfærsluviðmið enn ekki séð dagsins ljós.
Ég segi í grein minni: Ef framkvæmd þessa máls strandar á Sjálfstæðisflokknum á að segja kjósendum frá því. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hindra framkvæmd þessa eins mesta stefnumáls Samfylkingarinnar er best fyrir Samfylkingunni að slíta stjórnarsamstarfinu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Björn Bjarnason vill taka upp evru?
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, veltir því upp í pistli á heimasíðu sinni hvort Íslendingar eigi að láta á það reyna tengjast Evrópusambandinu eftir evruleið fremur en aðildarleið.
Björn bendir á að Íslendingar hafi valið þann kost, að tengjast ESB eftir tveimur meginleiðum: með EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu.
Hvernig væri að láta reyna á það á markvissan hátt, hvort unnt sé að setja þriðju stoðina undir þetta samstarf, það er um evruna? Engin lagarök eru gegn því, að það verði gert. Mun meiri pólitísk sátt yrði um þá leið en aðildarleiðina. Evruleiðin kann auk þess að hafa meiri hljómgrunn í Brussel en aðildarleiðin, segir Björn.(mbl.is)
Það er mjög athyglisverð skoðun sem Björn setur hér fram.Hann vill taka upp evru án þess að ganga í ESB. Vandinn er aðeins sá,að það er ekki unnt. Það er ekki unnt að ganga í myntbandalag Evrópu og taka upp evru án aðildar að ESB.Norðmenn könnuðu þessa leið 1999-2000. Ég var þá að vinna við sendiráð Íslands í Oslo og fylgdist vel með málinu. Bondevik forsætisráðherra Noregs fór til Brussel og lagði fram beiðni um upptöku evru af hálfu Noregs án aðildar að ESB. Þvi var hafnað.Ég reikna með,að eins færi með erindi Íslands.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Evruleið fremur en aðildarleið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Hernaður gegn Íran?
George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið Ísraelum gult ljós á að hefja undirbúning að hernaðaraðgerðum gegn Írönum, samkvæmt heimildum embættismanna í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.
Gult þýðir, undirbúið ykkur verið reiðubúnir til tafarlausrar árásar og látið okkur vita þegar þið eruð tilbúnir," segir einn embættismannanna í samtali við The Sunday Times.
á segir hann Bush hafa gert ísaelskum ráðamönnum grein fyrir því að Bandaríkjastjórn styðji Ísraela í því að gera loftárásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írana, með langdrægum eldflaugum, skili samningaviðræður ekki árangri.
Bush mun þó hafa tekið skýrt fram að bandaríkir hermenn muni ekki taka þátt í slíkri árás og að ekki verði veitt hernaðaraðstaða til slíkrar árásar í Írak. (mbl.is)
Ekki líst mér á ,að hernaðaraðgerðir gegn Íran verðu undirbúnar.Það þarf að leysa deilumál friðsamlega enn ekki með hernaði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bush gefur gult ljós á árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Verkalýðshreyfingin átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við afhjúpun bautasteins í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns á Flateyri í dag að Einar Oddur hafi átt stóran þátt í gerð Þjóðarsáttarsamningana en hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands þegar þeir samningar voru gerðir. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld.
Geir sagði þjóðarsáttarsamningana hafa verið mjög merkilega. Þeir hafi lagt grunninn að margvíslegum umbótum og stuðlað að því að hægt var að halda verðbólgunni í skefjum í tuttugu ár.
Geir sagði okkur nú standa í þeim sömu sporum að þurfa að koma böndum á verðbólguna og að sennilega getum við lært eitthvað af þjóðarsáttarsamningunum. Aðstæður nú séu hins vegar mjög ólíkar því sem þá hafi verið, meðal annars séum við nú að takast á við miklar verðhækkanir á erlendum mörkuðum. (mbl.is)
Það er rétt,að Einar Oddur átti stóran þátt í þjóðarsáttinni á sínum tíma en aðrir sem áttu mikinn þátt í henni voru Steingrímur Hermannssson og Guðmundur J.Guðmundsson. Verkalýðshreyfingin átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni með því að falla frá miklum grunnkaupshækkunum og leggja í staðinn meiri áherslu á að ná verðbólgunni niður. Verkalýðshreyfingin tók á sig miklar fórnir með því að fara þessa leið og henni finnst,að komið sé að henni að uppskera vegna þessara fórna.Þess vegna getur ekki orðið nein ný þjóðarsátt. Verkafólk á eftir að fá það sem það á inni vegna "fyrri" þjóðarsáttar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir: Getum lært af þjóðarsáttinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Lífskjörin rýrna mikið.Það kreppir að hjá eldra fólki
Íslenska krónan hefur fallið um 30% frá áramótum.Þetta þýðir að kjarabætur þær ,sem verkalýðsfélögin sömdu um í feb. sl. eru allar farnar eða að fara út í veður og vind. Það verður ekkert eftir þegar upp er staðið nema kjaraskerðing. Aldraðrir og öryrkjar fengu ekki einu sinni sömu kjarabætur og þeir lægst launuðu.Núverandi ríkisstjórn tók upp verri stefnu gagnvart þessum hópum en sú fyrri og ákvað að láta aldraða og öryrkja fá minni kjarabætur en láglaunafólk. Forsætisráðherra sagði á alþingi,að það sem gert hefði verið í því efni 2006 hefði aðeins gilt þá en ætti ekki að gilda núna.Jóhanna Sigurðardóttir leiðrétti ekki það ranglæti. Aldraðir fengu 9,4% hækkun á lifeyri,þegar láglaunafólk fékk 18% hækkun.Því var lofað,að einhver leiðrétting kæmi 1.júlí en hún er ekki komin enn 13.júlí.Af þessum sökum er staðan sú,að lífeyrir aldraðra hefur lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum á 1,ári ríkisstjórnarinnar. Hlutfallið var 100% í fyrra en í dag er lífeyrir aldraðra 93,74 % af lágmarkslaunum. Þetta er ótrúlegt.
Allir kjarasamningar verða í uppnámi strax eftir áramót.Verðalýðsfélögin munu reyna að sækja þær kjarabætur sem hafðar hafa verið af þeim með gengislækkun. Það verður mikil barátta.
Björgvin Guðmundsson