Dagvöruverslun dregst saman

Emil B. Karlsson, forstöðumaður rannsóknarseturs verslunarinnar, við háskólann á Bifröst, segir framtíðarspá sýna 9% samdrátt í dagvöruverslun á þessu ári. Gera megi ráð fyrir svipuðum samdrætti í annarri verslun.

Velta í smásöluverslun jókst um 11% á föstu verðlagi í fyrra. Emil segir horfur í efnahagsmálum landsins gefa tilefni til framtíðarspár sem sýna muni minni dagvöruverslun þetta ár en á því síðasta. Líkur séu einnig á samdrætti í annarri verslun.

210 kaupsamningar verslunarhúsnæðis voru gerðir í fyrra, eða rúmum 40% fleiri en árið áður. Á síðustu 10 árum hefur rými undir verslunarhúsnæði stækkað um rúman helming. Emil telur góðæri verslunarmanna nú komið í nokkra biðstöðu. (ruv.is)

Þaðer ekkert undarlegt þó verslun dragist  saman eftir  yfir  30% gengislækkun krónunnar og stórfellda hækkun á öllum innfluttum vörum.Fólk hefur orðið að draga úr innkaupum og spara við sig.Hið háa eldsneytisverð á hér einnig hlut að máli.Það hefur hins vegar valdið undrun hvað neysla hefur lítið dregist saman fram að þessu.

Björgvin Guðmundsson

8

 


 

  •  

    Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar

    Stjórn Landsvirkjunar auglýsir starf forstjóra fyrirtækisins laust til umsóknar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Friðrik Sophusson, núverandi forstjóri, hefur lýst því yfir að hann muni hætta sem forstjóri fljótlega eftir að hann verður 65 ára í október. 

    Samkvæmt auglýsingunni hefur forstjórinn það hlutverk, að framfylgja stefnu stjórnar Landsvirkjunar og gæta hagsmuna fyrirtækisins í hvívetna.

    Gerðar eru kröfur til umsækjenda um háskólamenntun, sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstarreynslu, yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu á sviði fjármála, framúrskarandi samskiptahæfni og góðrar tungumálakunnáttu. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.

    Umsóknarfrestur er til 12. september.(mbl.is)

    Friðrik hefur gegnt starfi forstjóra Landsvirkjunar vel.Hann fór úr starfi fjármálaráðherra í það embætti og hefði mártt búaat við að einhver ófriður yrði um hann í hinu nýja embætti en svo varð ekki. Hann hefur verið farsæll í starfi.Friðrik ætlar nú að slaka á þegar hann verður 65 ára.Kona hans,Sigríður Dúna, er að taka við embætti sendiherra Íslands í Osló og Friðrik ætlar að vera þar með konu sinni.Þeim er óskað velfarnaðar.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Íslendingar eru gjafmildir.Söfnuðu fyrir skóla í Jemen

    Alls söfnuðust 18,2 milljónir króna á glæsimarkaðnum sem haldinn var í Perlunni í gær.. Markaðurinn var haldinn til stuðnings uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen. Áætlað er að skólinn kosti um þrjátíu milljónir króna en auk þess sem safnaðist í dag á markaðnum hafa borist um tíu milljónir króna í frjálsum framlögum og því ljóst að bygging skólans er í höfn.

    Markaðurinn verður einnig starfræktur í Perlunni á morgun milli klukkan 12 og 17:00.

    Allur ágóði af sölunni  rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins. Jóhanna Kristjónsdóttir er driffjöður verkefnisins. Undanfarin þrjú ár hefur Fatimusjóður Jóhönnu styrkt börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til að komast í skóla með árlegu framlagi. Áhugasamir stuðningsforeldrar hafa lagt verkefninu lið frá upphafi og styrkja íslenskar fjölskyldur nú 126 börn til náms.(mbl.is)

    Þetta er frábært framtak.Hér hafa Íslendingar enn einu sinni sýnt,að þeir eru gjafmildir og vilja styðja góð málefni  innan lands sem erlendis.Ég er mjög hrifinn af þessu framtaki og tel,að konurnar sem beittu sér fyrur söfnuninni eigi þakkir skilið.

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Skólinn er í höfn
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Hið opinbera reisi hjúkrunarheimili,ekki einkaaðilar

    Ríkið hefur  samið  áætlun um byggingu 400 hjúkrunarrýma.Eiga flest þeirra að vera tilbúin  2010 en  44 (í Kópavogi) verða tilbúin  2009.Meðal þessara  hjúkrunarrýma eru 110 í Reykjavík,sem verða tilbúin  2010.Auk þess verður fjölgað einbýlum á hjúkrunarheimilum,sem fyrir eru og stefnt að því,að allir geti verið á einbýli,sem það kjósa.
    Áætlaður kostnaður  við þessar framkvæmdir er 17 milljarðar,sem dreifist á 25 ár.Ástæðan fyrir því,að þetta dreifist á svo langan tíma er sú,að ætlunin er láta einkaaðila byggja verulegan hluta af þessum hjúkrunarrýmum og  að ríkið muni síðan leigja  hjúkrunarrýmið af einkaaðilum.Verulegur hluti  kostnaðar ríkisins verður því í formi leigugreiðslna auk stofnkostnaðar vegna þess rýmis,sem ríkið reisir sjálft.
    Óskilanlegt er hvers vegna  ríkið vill fara á út  á þá braut að láta einkaaðila reisa hjúkrunarheimili.Opinberir aðilar hafa fram að þessu getað byggt hjúkrunarheimli. Ríkissjóður stendur vel og undanfarin ár hefur  verið góðæri í landinu.Ríki og sveitarfélög eiga því að geta byggt hjúkrunarheimili ekki síður en áður þegar  erfiðara árferði var. Það er óþarfi að láta einkaaðila braska með hjúkrunarheimili og reyna að græða á þeim.Ég er viss um,að það verður dýrara fyrir hið opinbera að leigja heldur en að byggja  sjálft og eiga húsnæðið..Ég skora
    á  félags-og tryggingamálaráðherra að endurskoða áætlanir um að láta einkaaðila byggja hjúkrunarheimili..
    Björgvin Guðmundsson

    Tímabært að stokka kvótakerfið upp

    Viðskipti með kvóta hafa verið mjög lítil á því fiskveiðiári sem nú er að ljúka og verð hefur lækkað. Á það einkum við um varanlegar aflaheimildir, hvort sem það er í stóra eða  smáa kerfinu.Þau  litlu viðskipti sem eigi sér stað eru stunduð af bönkunum, sem eru að færa til skuldir á milli viðskiptavina sinna. Bankarnir hafi verið tregir til að lána fyrir viðskiptum með kvóta. Ekki er talið að þetta ástand muni eitthvað lagast á því fiskveiðiári sem gengur í garð á mánudag.

    Verð á leigukvóta hefur hins vegar verið að hækka og viðskiptin eitthvað líflegri þó að þau séu langtum minni en áður tíðkaðist.

    Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, genr svo langt að segja að komandi fiskveiðiár verði smábátasjómönnum afar erfitt. Nú muni menn í fyrsta sinn finna verulega fyrir þeim kvótaskerðingum sem hafa átt sér stað. 

    „Menn gátu aðeins deyft höggið með því að flytja aflaheimildir yfir á þetta fiskveiðiár, sem er að verða búið, en möguleikar til þess núna eru hverfandi. Ég óttast að fyrir marga eigi komandi fiskveiðiár eftir að verða mjög erfitt, og þarnæsta líka ef halda á þessari dauðans vitleysu áfram að halda þorskinum svona niðri,“ segir Arthur og telur hætt við að einhverjir neyðist jafnvel til að selja kvóta eða að bankar taki yfir báta þeirra og selji áfram.

    „Menn eru lamaðir yfir því hvað bankarnir hafa verið tregir til að lána fyrir kvóta,“ segir hann.

    Að sögn Reynis Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Kvótamarkaðarins, er ekki farið að bera mikið á gjaldþrotum í sjávarútvegi þó að einhverjir séu kannski að lenda í greiðsluvandræðum. Hann segir að hið sérstaka hafi gerst á fiskveiðiárinu, sem nú sé að ljúka, að seljandinn hafi tekið alla skerðinguna á sig. Aflaheimildir í þorski hafi verið skertar um 33% og verðið hafi lækkað sem því nemur.(mbl.is)

    Það er tími til kominn að stokka kvótakerfið alveg upp eða að afnema það  með öllu og innleiða nýtt.

    Ýmsar leiðir eru til. Fyrna má aflaheimildir á hæfilega löngum tíma og úthluta að nýju gegn gjaldi.Innnkalla má allar veiðiheimildir í einu lagi og úthluta á ný gegn gjaldi eða bjóða allar heimildir upp.Í þriðja lagi mætti afnema kvótakerfið að 'öllu leyti eða að hluta til og  taka upp sóknarkerfi að hluta eða öllu leyti.Óbreytt ástand gengur ekki lengur.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     

    Fara til baka 


    mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Afnema verður sérréttindi æðstu embættismanna til eftirlauna

    Lítið hefur   gerst í sumar varðandi  eftirlaunamálið,þ.e. afnám sérréttinda æðstu embættismanna og þingmanna til  eftirlauna. Ákveðið var sl. vor að nota sumarið til þess að ná samkomulagi  milli allra flokka um málið.En það hefir ekki orðið. Fulltrúar flokkanna hafa hittst en ekkert hefur gerst.Það gekk betur að koma eftirlaunaósómanum á. Það tók ekki nema 3 daga.

      Samfylkingin lofaði í aðdraganda kosninga að afnema ósómann. Fleiri flokkar hafa lofað  að afnema þessi sérréttindi.Ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn eiga að hafa sams konar eftirlaun og aðrir landsmenn. Þessir aðilar eiga ekki að  hafa neitt betri eftirlaun en aðrir.Í þessim efnum á að ríkja jafnrétti. Það verður að afnema eftirlaunaósómann og það duga engin undanbrögð.

     

    Björgvin Guðmundsson'

     


    Þorgerður Katrín vill ráðstafanir gegn atvinnuleysi

    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin muni beita sveigjanlegum stjórntækjum til að berjast gegn því að atvinnuleysi verði með haustinu. Atvinnuleysi sé það versta sem gangi yfir hverja þjóð.

    Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi síður en svo verið aðgerðarlaus í efnahagsmálum hingað til. En nú þurfi að bregðast við því að atvinnuleysi kunni að fara að láta á sér kræla.Það sé ekki að ástæðulausu sem íslenska ríkið hafi greitt niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum. Markvisst hafi verið að safna í forðabúr til að nota þegar þess sé þörf.

    Ég fagna þessum ummælum Þorgerðar Katrínar.Ég þykist viss um að ráðherrar Samfylkingarinnar verði á sömu línu. Það ætti því að vera unnt að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi enda þótt líklegt sé,að Seðlabankinn sé því andvígur og margir hagfræðingar.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja

    Mörg undanfarin ár hefi ég haldið úti heimasíðu. Veffangið er www.gudmundsson.net

    Þar hefi ég birt allar greinar,sem ég hefi ritað í dagblöð og nokkrar fleiri greinar,sem ég hefi skrifað beint á heimasíðuna.Ég  hefi m.a. látið málefni aldraðra og öryrkja mjög til mín taka og hefi skrifað fjölmargar greinar um kjaramál þeirra. Hér fer á eftir yfirlit yfir greinar mínar um þessi mál frá mai 2007   og nokkrar fleiri en þær má sjá á heimasíðu sinni.

    ágúst
    26.8.2008Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn?
    11.8.2008Eru allar ríkisstjórnin eins? Það er eins og Framsókn sé enn í stjórn
    júlí
    22.7.2008Samfylkingin lofaði öldruðum 226 þús. á mánuði í áföngum
    júní
    6.6.2008Ríkisstjórnin hefur brugðist eldri borgurum
    1.6.2008Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja
    maí
    19.5.2008Skattar á láglaunafólki og barnafólki of háir
    18.5.2008Lífeyrir aldraðra lækkað úr 100% af lágmarkslaunum í 93,74% á einu ári
    apríl
    28.4.2008Er Samfylkingin á réttri leið?
     
    5.4.2008Er verið að hlunnfara eldri borgara?
    mars
    23.3.2008Þessi ríkisstjórn hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra
    febrúar
    26.2.2008Lífeyrir aldraðra á að hækka um 15-20% vegna kjarasamninganna
    janúar
    25.1.2008Hvers vegna hækkar ekki lífeyrir eldri borgara?
    23.1.2008Mun Samfylkingin standa sig betur í stjórn en Framsókn?
    21.1.2008Búið að tala nóg. Tími framkvæmda er kominn
    12.1.2008Á hverju stendur,Jóhanna!
    10.1.2008Lífeyrir aldraðra hefur ekki verið hækkaður um eina krónu
    2.1.2008Aðgerðarlítil ríkisstjórn.Lítið skárri en þegar Framsókn var i stjórn
    1.1.2008Fimm milljarðarnir!
    desember
    13.12.2007Nógir peningar til í því skyni að hækka lífeyri aldraðra
    10.12.2007Það kostar ríkið ekkert að afnema tekjutenginguna!
    8.12.2007Ríkið tekur til baka það,sem það lætur aldraða fá!
    4.12.2007Byggingar fyrir aldraða færast í hendur einkaaðila.Borgin hefur haldið að sér höndum!
    nóvember
    22.11.2007Ríkisstjórnin hefur ekkert gert i kjaramálum aldraðra!
    15.11.2007Á að fresta kjarabótum aldraðra fram á næsta ár?
    8.11.200760+ vill meiri kjarabætur fyrir aldraða
    október
    26.10.2007Kjaramál aldraðra:Stefnan sú sama og þegar Framsókn var i stjórn
    4.10.2007Ekkert í fjárlagafrumvarpinu til kjarabóta aldraðra (vegna kosningaloforða)
    september
    27.9.2007Um hvað er deilt í íslenskum stjórnmálum?
    23.9.2007Er Samfylkingin á réttri leið?
    2.9.2007Hveitibrauðsdögum lokið. Enn verður þess ekki vart,að stjórnarskipti hafi átt sér stað
    ágúst
    30.8.2007Það verður að bæta kjör eldri borgara strax
    29.8.2007Afstaða stjórnvalda hér til eldri borgara neikvæð
    júlí
    23.7.2007Auka þarf jöfnuð og draga úr misskiptingu
    16.7.2007Hækkun á lífeyri eldri borgara þolir enga bið
    9.7.2007Engin hækkun á lífeyri aldraðra
    júní
    18.6.2007Treysti á,að Jóhanna leysi lífeyrismál aldraðra
    14.6.2007Engin tillaga frá Samfylkingunni á sumarþinginu um málefni aldraðra
    maí

    31.5.2007

     

    Björgvin Guðmundsson

    Lífeyrir aldraðra þarf að hækka myndarlega

     

     


    Er Bjarni Ben.framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins?

    Það vakti athygli mína,þegar ég hlustaði á þáttinn í vikulokin á RUV í morgun hvað Bjarni Benediktsson,alþingismaður,var skeleggur  í tali. Þarna var kominn fram  nýr Bjarni Benediktsson.Sá fyrri var mjög hógvær  og varkár í tali.En sá nýi,sem birtist í morgun var mjög ákveðinn og skeleggur. Hann svaraði  öllum spurningum mjög   ákveðið. Það vafðist ekki fyrir honum hver stefnan væri í hverju máli. Hann sagði,að Sjálfstæðisflokkurinn vildi stóriðju og umhverfisvernd. Þetta gæti farið saman. Og hann sagði,að núna  væri mikilvægt að nýta orku landsmanna sem mest.Hann gaf til kynna,að það gæti bjargað okkur í efnahagserfiðleikum og  hann var ekki í vafa um að við ættum að nýta stóriðju til fulls. Mér fannst sem þarna væri kominn framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins.

     

    Björgvin Guðmundsson

      


    Foreldrar fá 260 millj. yfir 2 ár til þess að vera heima með börnum sínum

    Leikskólaráð Reykjavíkur samþykkti í gær drög að reglum um greiðslur til foreldra sem eru heima með börn sín og nýta ekki leikskóla eða komast ekki að á þeim. Verkefnið var kynnt í meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Þá var framsóknarkonan Fanný Gunnarsdóttir mótfallin greiðslunum. Hún er nú varaformaður ráðsins og samþykkti þær á fundinum í gær.

    Kostnaður við verkefnið er 260 milljónir sem dreifist á næstu tvö ár. Það verður tekið til endurskoðunar að ári liðnu.

    Fanný segist ekki hafa skipt um skoðun frá því í vor þegar hún var mótfallin tillögunum. „Ég var búin að lýsa yfir andstöðu við hugmyndina og ég er í prinsippinu ekki manneskja sem skiptir ótt og títt um skoðun. Hitt er að búið var að samþykkja verkefnið og það var einfaldlega komið það langt að það hefði verið ábyrgðarhluti að leggjast gegn því," segir Fanný.

    Hún segir allan undirbúning hafa farið fram og því sé erfitt að hætta við. „Svo verður maður að spyrja sig hver ábyrgð stjórnmála­manna sé. Þetta tekur gildi nú á mánudaginn og foreldrar hafa eflaust margir hverjir gert ráð fyrir þessari greiðslu í sínum áætlunum. Á þá bara að hætta við með þriggja daga fyrirvara?"

    Upphaflega var gert ráð fyrir að einungis foreldrar með börn á biðlistum gætu fengið heimgreiðslurnar. Nú hafa foreldrar val um greiðslurnar fram til 24 mánaða aldurs barns, óháð biðlistum.

    Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði, segir heimgreiðslurnar vera gríðarlega afturför í jafnréttismálum. „Reynsla Norðmanna sýnir að þetta eru kvennagildrur. Vandinn er mikill og við viljum leysa hann á ábyrgan hátt til frambúðar. Hraða uppbyggingunni, lækka leikskólaldur og lengja fæðingarorlofið til dæmis," segir Bryndís.

    Hún segir nær að nýta 260 milljónirnar í uppbyggingu í leikskólamálum. „Þarna fara gríðarlega miklir peningar til margra og nær væri að byggja upp leikskólana, fjölga starfsfólki og bæta þjónustuna."( ´visir.is)

    Ég er hlynntur heimagreiðslum til forseldra sem vilja vera heima með börn sín. Ég tel,að forseldrar eigi að ráða því hvort þeir senda börn sín  í leikskóla til þess að báðir foreldrar geti verið utan heimilis að vinna eða hvort þeir kjósa að vera heima,t.d. annað forseldrið til þess að sinna börnum sínum .Raunar tel ég æskilegt,að annað forseldrið sé heima með barni eða börnium meðan þau eru ung.

     

    Björgvin Guðmundsson



    mynd

     


    Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband