Nýja stjórnin verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega!

 

 
Flokkarnir,sem ætla að mynda nýja stjórn ætla að efla innviðina,sem eru í lamasessi.En ég saknaði þess að sjá ekki minnst á,að efla ætti velferðarkerfið.Katrín Jakobsdóttir minntist heldur ekkert á það,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.Í kosningabaráttnni sögðu allir fjórir flokkarnir að þeir ætluðu að bæta kjör aldraðra og öryrkja og Piratar voru með róttækustu stefnuna í þessum efnum; sögðu að þeir ætluðu að afnema skerðingu lifeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna og vildu einnig hækka skattleysismörkin.Ég tel víst,að þessir fjórir flokkar ætli að standa við kosningaloforðin við aldraða og öryrkja en ef svo ólíklega vildi til,að flokkarnir fjórir væru að gæla við að fresta aðgerðum i þágu aldraðra og öryrkja vil ég taka það skýrt fram,að það kemur ekki til greina; slíkt verður ekki liðið.Ef það hvarflar að væntanlegum stjórnarflokkum að gera ekkert í þessum málaflokki eða að fresta aðgerðum geta þessir flokkar gleymt stjórnarmyndun og hætt við hana strax. Sama gildir ef þeir ætla að láta duga þá 12 þúsund kr. hækkun sem á að koma til framkvæmda um næstu áramót en þá á lífeyrir að hækka í 300 þús kr á mánuði fyrir skatt en það þýðir 242 þúsund kr eftir skatt og er 12 þús kr. hækkun hjá eintaklingum.Ekkert gagn er í þeirri hækkun.Það verður að hækka lífeyrinn myndarlega,þannig að unnt sé að lifa af lífeyrinum og lifa með reisn.
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

Bjarni og Illugi mæltu með þjóðaratkvæði um ESB

Þeir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson mæltu með þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB í grein i Fréttablaðinu 13.desember 2008.Einnig rituðu þeir grein í Mbl, þar sem þeir færðu rök fyrir aðild að ESB.

Í greininni í Fréttablaðinu sögðu þeir m.a.:

En sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst.[]

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband