Tunguliprir stjórnmálamenn!

 

 

 

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar er mjög tungulipur maður. Í kosningabaráttunni talaði han eins og hann vildi hvers manns vanda leysa.Hann var alltaf með sakleysissvip eins og  heiðarleikinn uppmálaður.Ekki vantaði falleg stefnumál: Eitt stærsta stefnumál hans var að stórbæta heilbrigðiskerfið.Annað var að  fara ætti fram þjóðaratkvæðagreiðsla  um aðildarviðræður að Evrópusambandinu og þriðja stefnumál Benedikts var að taka tengja ætti krónuna við erlenda mynt gegnum myntráð.Síðan talaði Benedikt tungulipur   um það, að aldraðir ættu að á  fá að vinna eins lengi og þeir vildu og hann talaði fallega um öryrkja og aldraða. En hvað hefur Benedikt gert í framangreindum málum: Ekkert! Það er ekki verið að efla heilbrigðiskerfið,heldur þarf að skera þar niður.Þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB var sópað út af borðinu. Ekkert myntráð verður skipað enda Sjálfstæðiflokkurinn á móti því að hrófla við krónunni. Hins vegar var ákveðið að skipa einhverja nefnd sem á að athuga gengis- og myntmál.Reyndar var það mál athugað af Seðlabankanum 2012 og liggur því fyrir skýrsla um málið.Stefnumál Benedikts um að greiða ætti fyrir lengri atvinnuþátttöku aldraðra var svikið.Í staðinn var þrengt að eldri borgurum í þessu efni með því að lækka  frítekjumark vegna  atvinnutekna aldraðra úr 109 þús kr á mánuði í 25 þús kr á mánuði! Það lokaði algerlega fyrir að fjöldi eldri borgara,sem var á vinnumarkaðnum, héldi þar áfram.Blíðmælgi Benedikts fyrir kosningar um hag aldraðra og öryrkja reyndist innihaldslaust orðagjálfur. Benedikt hefur ekki sem fjármálaráðherra látið neina fjármuni í bætt kjör aldraðra og öryrkja.Hins vegar á hann aðild að því að ákveða gegnum rikisfjármálaáætlun,að  halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri fram til 2022.Gegnum þessa áætlun á að tryggja að lífeyrir aldrara og hækki ekki eins mikið og laun verkafólks;   þar sjást   handamerki Bjarna  Benediktssonar.Þeir ætla að hjálpast að við það frændurnr að halda kjörum aldraðra og öryrkja við fátæktarmörk fram til 2022.(Þeirra,sem eingöngu hafa tekjur frá TR).Það er ekki nóg að vera tungulipur og með sakleysissvip.Það dugar ekki kjósendum.Þeir vilja,að staðið sé við kosningaloforðin.

Mér virðist,að Þorsteinn Vígundsson,nýr félagsmálaráðherra,úr Viðreisn sé að mörgu leyti sama marki brenndur og Benedikt.Maður opnar ekki svo sjónvarp eða dagblað, að Þorsteinn blasi ekki við..Og hann kjafar og kjaftar stanslaust um, að hann ætli að gera hitt og þetta en hann gerir ekki neitt.Hann talar fallega eins og Benedikt en það er engin innistæða fyrir því,sem hann segir. Ellert B.Schram formaður FEB fór á hans fund eftir að hafa beðið í 2 vikur.Ellert hélt að hann gæti rætt við félagsmálaráðherrann um öll brýnustu mál eldri borgara en svo var ekki. Hann ljáði ekki máls á að ræða neitt nema frítekjumark vegna atvinnutekna.Og " umræðan" þar var eintal ráðherra.Hann tilkynnti Ellert,að hann væri með „ lausn“ á  því máli: Málið yrði lagað á 4 árum! Ellert varð dolfallinn og varð fyrir miklum vonbrigðum.Ekkert gagn er í þessu fúski fyrir eldri borgara,sem vilja vinna.Sumir þeirra verða fallnir frá  fyrir lok timabilsins og öðrum finnst ekki taka því að vinna þegar svona er staðið að málum.Ef einhver dugur hefði verið í félagsmálaráðherra hefði hann leiðrétt fritekjumarkið  með einu pennastriki strax. En Bjarni leyfir það ekki.Þessi tungulipri ráðherra ætti því að skipta um línu og segja eins og er, að hann geti ekki gert hlutina í stað þess að   lofa upp i ermina á sér og tala eins og hann geti gert alla hluti.Það gildir það sama um Þorstein og Benedikt.Það er ekki nóg að vera tungulipur.Það þarf að gera eitthvað og standa við stóru orðin.

Björgvin Guðmundsson


Stanslaus kjaraskerðing aldraðra frá 1995!

Stjórnvöld tóku að skerða kjör aldraðra  1995,þegar sjálfvirk tengsl milli lægstu launa og lífeyris almannatrygginga til eldri borgara voru rofin.Síðan hefur lífeyrir aldraðra frá TR stöðugt dregist aftur úr í almennri kjaraþróun.Aldrei hefur fengist nein fullnægjand skýring á því hvers vegna þetta var gert 1995 nema það,að þáverandi forsætisráðherra sagði,að breytingin yrði til hagsbóta fyrir eldri borgara; þeir yrðu betur settir eftr breytinguna.Ég tel,að þetta hafi verið gert í sparnaðarskyni fyrir ríkið.Eitt er víst,að kjör aldraðra versnuðu eftir breytinguna en staða ríkissjós batnaði talsvert,að hluta til á kostnað aldrara og öryrkja.

Miðað við yfirlýsingu forsætisráðherra 1995 um að breytingin ætti ekki að skaða aldraða heldur þvert á móti er eðlilegt að ríkið bæti öldruðum þá kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir frá 1995.Það eru margir tugir milljarða.Að mestu leyti gildir það sama um öryrkja og aldraða frá 1995.Kjaraskerðingin hefur lent á þeim til jafns við aldraða. Þess vegna eiga þeir einnig að fá kjaraleiðréttingu frá 1995.

Björgvin Guðmundsson

 


Ríkisstjórnin ætlar að halda kjörum öryrkja niðri!

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram til 2022 ætlar rikisstjórnin ekkert að bæta kjör öryrkja á þessu tímabili.Það á áfram að halda kjörum öryrkja niðri þannig að þeir geti ekki lifað mannsæmandi lífi af lífeyrinum,sem þeir fá. Og það sama gildir um aldraða.Stjórn Öryrkjabandalagsins mótmælir þessu harðlega.Aðeins er gert ráð fyrir 3-4% hækkun,sem er  undir meðaltalshækkun launa en laun hækkuðu um 5% sl ár.Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur dregist aftur úr úr í launaþróuninni og ætti að hækka meira en laun en ekki öfugt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

Framlög til þróunarsamvinnu ekki meiri en í kreppunni!

Þrátt fyrir góðæri veitir Ísland ekki meira fé til þróunarsamvinnu (þróunarríkja) en gerðist á kreppuárunum.Framlagið er það sama í ár og var 2011 eða 0,2% en samkvæmt alþjóðlegum skuldbindinum á það að vera 0,7%.Gerð var athugasemd við þetta á alþingi ( Rósa Björk VG) og bent á,að það væri verið að draga úr framlögunum miðað við það sem sem síðasta ríkisstjórn gerði.-Skýring: Góðæri í landinu!

Björgvin Guðmundsson

 


Stuðla þarf að þvi, að kvótar haldist í heimabyggð!

 

Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur farið mjög illla með mörg byggðarlög landsins.Þar sem voru öflug útgerðarfyrirtæki með sterka kvóta er nú víða sviðin jörð eftir að útgerðarfyrirtækin hurfu á braut,þar eð einhver stærri og fjársterkari   útgerðarfyrirtæki höfðu keypt þau upp til þess að ná í kvótana.

Margoft hefur því verið lofað, að  kvótarnir (útgerðin) héldust á staðnum þó einhver önnur útgerðarfyirtæki væri að kaupa þau.En jafnoft hefur það verið svikið.Nú er nýtt slíkt dæmi í umræðunni: Grandi,sem rekið hefur umfangsmikla  fiskvinnslu  á Akranesi,eftir að Grandi keypti HB á Akranesi vill nú flytja vinnsluna til Reykjavíkur og svipta 100 manns á Akranesi vinnunni.Meira að segja tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ofbýður þetta þ.e. Haraldi Benediktssyni formanni fjárlaganefndar og Páli Magnússyni formanni atvinnuveganefndar.Báðir hafa þeir nefnt þann möguleika að skilyrða þyrfti kvótaúthlutanir til þess að handhafar kvótanna,útgerðirnar,gætu ekki farið  á brott með kvótana eða vinnsluna og skilið eftir auða jörð.Mér finnst það mjög athyglisvert, að þessi skoðun skuli heyrast frá 2 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Ég minnist þess ekki,að slíkar raddir hafi heyrst áður frá Sjálfstæðisflokknum.Algengast hefur verið, að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að berja niður alla gagnrýnu á kvótakerfið.

Ég tel það sem er að gerast á Akranesi sýni,að nauðsynlegt er að gera strax breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða og setja  í lögin skilyrði fyrir veitiingu kvóta,sem komi í veg  fyrir að stórar útgerðir kaupi upp minni útgerðir til þess að ná í kvótana og fari síðan á brott með allt saman.Það getur verið erfitt að setja lagabreytingu,sem dugar i þessu efni. En það verður að gera  það.

Björgvin Guðmundsson


Allir innviðir samfélagsins í svelti þrátt fyrir góðæri!

Fyrir síðustu þingkosningar sögðust allir flokkar vilja efla innviði samfélagsins.Allir flokkar vildu í orði efla heilbrigðiskerfið og nær allir flokkar vildu einnig efla skólakerfið og vegakerfið enda hvort tveggja í miklu svelti.Viðreisn og Björt framtíð sögðust auk þess bera hag aldraðra og öryrkja fyrir brjósti.Sjálfstæðisflokkur,Viðreisn og Björt framtíð komust til valda. En hverjar urðu efndir kosningaloforðanna. Í stuttu máli sagt: Allt var svikið.Viðreisn og Björt framtíð höfðu gleymt öldruðum og öryrkjum strax eftir kosningar.Það er eins og Jónas Krisjánsson sagði: Viðreisn og Björt framtíð lugu sig inn á þjóðina!

Ég hef þegar skýrt frá því hvernig skorið hefur verið niður og verður skorið niður í heilbrigðiskerfinu.Skorið er einnig niður í háskólanum og í framhaldsskólunum.Því hafði verið lofað,að sparnaður af styttingu námstíma i skólunum mundi ganga inn í skólakerfið en það er svikið og ríkishítin hirðir peningana.Alþingi samþykkti í fyrra,rétt fyrir þinglok,framsækna samgönguáætlun. Hún var skorin niður við trog en nokkrar krónur látnar til baka vegna mikilla mótmæla.Það er sama hvar borið er niður. Það er alls staðar niðurskurður eða fjársvelti.Það er eins og það sé kreppa i þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Heilbrigðismálin í forgangi!: Rekstur Landspítalans skorinn niður um 5,2 milljarða!

Ársfundur Landspítalans var haldinn í gær.Þar kom fram,að það vantar 5,2 milljarða í rekstur spítalans.Bjarni Ben. hefur ákveðið án samráðs við þing eða stjórn að  spítalinn fái ekki einni krónu meira í reksturinn.( Það er vegna þess,að heilbrigðismálin eru í forgangi!) Erfitt er að sjá hvað Bjarna gengur til með því svelta Landspítalann.Sennilega er meiningin sú að skapa öngþveiti í rekstri Landspítalans til þess að leiðin til einkavæðingar i heilbrigðiskerfinu verði greið.

86 þúsund Íslendingar skrifuðu undir áskorun á sl.ári um, að heilbrigðiskerfið hér ætti að standa jafnfætis hinum Norðurlöndunum.Bjarni og ríkisstjórnin hundsa vilja þjóðarinnar.Hvað varðar þessa menn um það hvað þjóðin vill.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Klúður í heilbrigðismálum: Vita ekki hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu!!

Hvorki heilbrigðisráðherra né formaður velferðarnefndar alþingis,Nichole Leigh Mosty vita hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Formaður velferðarnefndar er andvíg auknum einkarekstri í kerfinu.Hún vill minnka hann. Hún segir,að enginn eigi að græða (verða ríkari) á að reka heilbrigisstofnun.

Heilbrigðisráðherra sagði á alþingi,að það væri ekki hans að veita Klínikinni í Ármúla starfsleyfi.Það væri i verkahring landlæknis.Þessu er landlæknir ósammála og  segist ítrekað hafa reynt að leiðrétta þennan misskilning ráðherra en án árangurs.Það þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra  til þess að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu,aðeins staðfestingu frá Landlækni.Heilbrigðisstofnun geti svo fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavikur.Í bréfi landlæknis segir: Meðan svo er,er vandséð hvernig heilbrigðisyfirvöld geta haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verða ríkjandi í  íslensku heilbrigðiskerfi.-Formaður velferðarnefndar tekur að sumu leyti undir með landlækni.

En samkvæmt bréfi landlæknis virðist heilbrigisráðherra á villigötum í málinu,annað hvort vegna vanþekkingar eða vegna þess að hann treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun í málinu.Hann hefur ekki stöðvað Klinikina í Ármúla; hún starfar með fjármagni frá ríkinu.Ef ráðherra vill stöðva hana verður hann að hafa manndóm í sér til þess að gera það.Ekki á að blekkja almenning.

 

Björgvin Guðmundsson


"Heilbrigðismálin í forgang": Skera verður niður rekstur Landspítalans!

Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans segir,að draga verði að verulegu leyti saman í  rekstri Landspítalans miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018- 2022. Nýtt fjármagn komi seinni hluta tímabilsins og renni að miklu leyti í stofnframkvæmdir.Páll vonar,að fjármálaáætlunin verði leiðrétt.Stjórnendum LSH var brugðið,þegar þeir sáu fjármáláætlunina.

Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir að setja eigi heilbrigðismálin í forgang. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós,að þessi setning stefnuskrárinnar er marklaus.Það er ekkert farið eftir henni.Og sennilega er tilgangur þessarar fullyrðingar sá einn að slá ryki í augun á almenningi.-Ekkert nýtt fjáragn verður látið i rekstur LSH á þessu ári.

 

Björgvin Guðmundsson


Aðför ríkisstjórnarinnar að velferð!

 

 

 

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram til 2022 hefur leitt  í ljós,að stjórnarflokkarnir eru ekki að standa við kosningaloforð sín  um eflingu heilbrigðiskerfisins og eflingu velferðarkerfisins yfirleitt.Þjónustustig í heilbrigsmálum er skert en þó stendur í stjórnarsáttmálanum,að heilbrigðismálin eigi að vera í forgangi.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur,að um aðför ríkisstjórnarinnar að veferðarkerfinu sé að ræða. 1.mai á nýtt greiðsluþátttkukerfi í heilbrigðiskerfinu að taka gildi.Samkomulag hafði náðst í velferðarnefnd alþingis um,að  hámarkskostnaður einstaklinga til heilbrigðskostnaðar skyldi vera 50 þúsund kr  en frá því hefur verið vikið og nú er hámarkið 70 þúsund kr. ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega.Lyf eru utan þessa hámarks.

Nú bætist það við,að ríkisstjórnin hefur ákveðið að stytta tímabil atvinnueysistrygginga vegna atvinnulausra, verður það stytt um hálft ár í 2 ár.ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega. Það er alveg sama hvar borið er niður í velferðarmálunum.Það er allsstaðar niðurskurður eða kyrrstaða.

Í öðrum innviðum þjóðfélagsins er sama sagan.Það er niðurskurður til menntamála,samgönguáætlun var skorin niður við trog og örfáar krónur látnar í greinina vegna mikilla mótmæla.

Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að láta ekkert nýtt fjármagn í innviðina heldur að láta það ráðast hvort hagsveiflan muni  leysa málið. Þetta er þveröfugt við það sem Viðreisn og Björt framtíð lofuðu fyrir kosningar.Og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig eflingu heilbrigðiskerfisind. Öll þessi kosningaloforð eru svikin.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband