Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aldraðir og öryrkjar fengu 3,9 milljarða bakreikning frá Tryggingastofnun!

 

Eldri borgarar og öryrkjar fengu bakreikning frá Tryggingastofnun vegna uppgjörs ársins 2017 upp á 3,9 mlljarða kr. M.ö.o: Öldruðum og öryrkjum var gert að endurgreiða 3,9 milljarða kr vegna ársins 2017.Tryggingastofnun sagði, að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið ofgreitt árið 2017 sem þessu næmi; meðalskuld hvers væri 157 þúsund kr.Það er undarlegt á þessari tækniöld, sem við búum á , að Tryggingastofnun skuli ekki geta komist nær réttum útreikningi fyrir aldraða og öryrkja en raun ber vitni.TR getur fengið allar upplýsingar hjá lífeyrissjóðum um þær fjárhæðir, sem aldraðir (og öryrkjar) fá þaðan.Og eftir að TR fékk upplýsingar frá bönkunum um vaxtatekjur aldraðra og öryrkja þar á TR einnig að geta fengið nákvæmar upplýsingar frá bönkunum um fjármagnstekjur aldraðra og öryrkja.

 

Slikir bakreikningar tíðast ekki á hinum Norðurlndunum

Það tíðkast ekki slíkir bakreikningar á hinum Norðurlöndunum.Ástæðan er einkum sú, að miklar tekjutengingar og skerðingar eins og hér eru þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Með afnámi tekjutenginga hér mundu allir bakreikningar falla niður.Beinast liggur við að fara þá leið.Önnur rök mæla einnig með því að fara hana:Það er ekki unnt að bjóða eldri borgurum upp á það, að fyrst eigi þeir fullt i fangi með að hafa fyrir öllum útgjöldum sínum með lágum lífeyri,sem þeir fá en síðan fái þeir í hausinn háa bakreikninga, sem þeir eru marga mánuði að greiða niður.Það er óásættanlegt fyrirkomulag.

Lofað að afnema tekjutengingar.Svikið!

Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf og lofaði þeim að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra hjá TR.Hvað þýddi
þetta loforð: Það þýddi, að hætta átti öllum skerðingum
lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum.Hætta átti öllum skerðingum vegna fjármagnstekna,vegna atvinnutekna og vegna allra annarra tekna.Ef staðið hefði verið við þetta loforð Bjarna hefði það haft gífurlega breytingu í för með sér; miklar kjarabætur fyrir aldraða.En loforðið var svikið

Skerðingar auknar; tekjutengingar meiri en áður

En það er ekki nóg með að loforðið um að afnema

tekjutengingar hafi verið svikið heldur hafa skerðingar,tekjutengingar verið auknar.Krónu móti krónu skerðingin sem gildir gagnvart öryrkjum hjá Tryggingastofnun,er tekjutenging á hæsta stigi;gróf skerðing,mikil kjaraskerðing.Þessi krónu móti krónu skerðing var afnumin hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 en það var svikið á síðustu stundu að afnema hana einnig hjá öryrkjum.Það var komið inn í frumvarp en var strikað út! Ástæðan var sú að því er sagt var,,að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats.Það var sú skýring sem rikisstjórn Sigurðar Inga gaf.

Ríkisstjórnin ákvað að svíkja öryrkja á síðustu stundu ogreyna að kúga þá "til hlýðni" .Ógeðfelld vinnubrögð.Svikin gagnvart öryrkjum hafa nú staðið í 17 mánuði og síðustu 6 mánuði hafa Vinstri græn staðið að svikunum einnig!


Eldri borgarar eiga það inni,að skerðingar verði afnumdar

Nú hefur dr. Haukur Arnþórssonreiknað út, að greiðslur íslenska ríkisins til eftirlauna aldraðra séu mun minni en í öðrum rikjum OECD.Ef miðað er við hlutfall vergra þjóðartekna kemur í ljós,að greiðslur hins opinbera (ríkisins) í öðrum OECD ríkjum séu mun meiri en hér..Greiðslur hins opinbera til jafnaðar á einu ári hjá OECD ríkjum nema 36 milljörðum kr. hærri fjárhæð að meðaltali  en greiðslur íslenska ríkisins til eftirlauna. Það kostar ríkið hér svipaða upphæð að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingaar eldri borgara hjá TR.Það er því engin spurning að ráðast á i afnám allra skerðinga strax.Það er ekki aðeins eðlilegt, heldur ber íslenska ríkinu skylda til þess að ráðast í afnám þessara skerðinga.Íslenskir eldri borgarar hafa verið hlunnfarnir af ríkinu hér.Ríkið hefur ekki gert eins vel við sina eldri borgara eins og hið opinbera í OECD hefur gert.En með því að hagvöxtur er meiri hér höfum við ekki aðeins efni á því að gera eins vel við okkar eldri borgara og önnur ríki OECD gera,heldur ber okkur skylda til þess að gera það.Það verður að lyfta eldri borgurum Íslands upp á sama grundvöll og gildir hjá öðrum OECD ríkjum.


Grunnlífeyrir felldur niður

Um áramótin 2016/2017 við gildistöku nýrra laga um almannatryggingar var grunnlífeyrir felldur niður.Við það voru 4200 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga þó þeir hefðu greitt skatta alla sína starfsævi og margir þeirra hefðu greitt tryggingagjald frá unga aldri,sumir frá 16 ára aldri.Grunnlifeyrir var heilagur áður.Það mátti ekki snerta hann.Á hinum Norðurlöndunum fá allir grunnlífeyri.Í dag er Ísland eina land Norðulandanna,þar sem stór hópur eldri borgara fær engar greiðslur frá Tryggingastofnun,almannatryggingum.Við erum miklir eftirbátar hinna Norðurlandanna á þessu sviði.Áður,þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1946,vorum við í fararbroddi almannatrygginga á Norðurlöndum og víðar i Evrópu.

Björgvin Guðmundsson

www.gudundsson.net

 


Hver eru völd forsætisráðherra?

 

Margir halda,að forsætisráðherra ráði miklu í ríkisstjórninni,jafnvel mestu.En það er misskilningur.Forsætisráðherra ræður mjög litlu nema lögð sæeu til hans einhver mikilvbæg mál. En svo er ekki nú. Það eru minniháttar mál,sem heyra undir forsrætisráðueytið svo sem Hagstofan,Seðlabankinn..,ríkislögmaður,Umboðsmaður barna og Óbyggðanefnd.Það er Bjarni Benediktsson,sem ræður mestu í ríkisstjórninni.Hann stýrir valdamesta ráðuneytinu og er auk þess formaður í stærsta stjórnarflokknum en það eykur hans völd enn.Auk þess veikir það völd Katrínar og VG,að sá flokkur kom engum stórum baráttumálum VG inn í stjórnarsáttmálann.VG var svo mikið kappsmál að komast i stjórnina,að baráttumálin gleymdust. Forsætisráðherra er fyrst og fremst fundarstjóri í ríkisstjórninni og setur mál á dagskrá.En að öðru leyti eru völd forsætisráðherra lítil sem engin.Það veikir enn völd forsætisráðherra,að flokkur hans er minni en flokkur Bjarna og veikur flokkur.Ástandið í ríkisstjórninni minnir á ástandið í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar,þegar hann var forsætisráðherra í stjórn með Davíð Oddssyni Sjálfstæðisflokki.Framsókn,flokkur Halldórs,var þá miklu veikari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. það Hháði Framsókn í stjórnarforusrtu rétt eins og það háir VG nú.Halldór náði sér aldrei á strik sem forsætisráðherra og lét af störfum sem formaður Framsóknar,þegar stjórnin fór frá.
Það fer ekki á milli mála,að Sjálfstælðisflokkurinn ræður öllu í stjórninni nú.En hvers vegna sækjast flokksforingjar þá eftir að komast í slíka stjórn þó þeir ráði engu? Svarið er: Vegna hégómans.Það er "heiðurinn" titillinn og allt prjálið og óhófið og ferðalögin til útlanda.En þetta er dýrkeyptur hégómi. Og þetta er annð en kjósendur VG ætluðust til.Þeir telja sig svikna.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 
 
 
 
 

Könnnun MMR:Piratar stærri en VG

 

 

Ný skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna var birt í gær.Samkvæmt henni eru Piratar stærri en VG (Vinstri græn) með 14% atkvæða en VG með 12,7%.Samfylking er með 15,1%,Framsókn með 9,5%,Viðreisn með 5,8%,Flokkur fólksins með 8,2% og Sjálfstæðisflokkur með 21,6%.
Hvers vegna er forustuflokkur ríkisstjórnarinnar með svona lítið fylgi,12,7% og minna en Píratar,sem eru nýr flokkur,sem margir hafa reynt að rakka niður.Það er vegna þess,að kjósendum VG finnst sem þeir hafi verið sviknir.VG kom fram í kosningunum 2017 sem róttækur vinstri flokkur en eftir kosningar gekk flokkuinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og leiddi þann flokk til valda á ný þrátt fyrir mikil hneykslismál sem Sjálfstæðisflokkurinn var viðriðinn bæði í síðistu ríkisstjórn og ríkisstjórninni þar á undan: Uppreist æru málið,trúnaðarbrest ,sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndist sekur um í síðustu ríkisstjórn og aðild formanns flokksins að Panamaskjölum (skattaskjóli) í stjórninni þar á undan. Það var tækifæri til þess að hvíla Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarstörfum eftir síðustu kosningar en þá kom VG eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný.Meira að segja tók VG upp hanskann fyrir dómsmálaráðherrann,þegar borið var upp vantraust á hann en enginn flokkur hafði gagnrýnt dómsmálaráðherra meira en VG.Segja má,að VG hafi gefð kjósendum langt nef eftir kosningarnar 2017; m.a. hefur VG gefið öldruðum og öryrkjum langt nef.Þeir hafa algerlega "gleymst".

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Hóp aldraðra haldið utan samfélagsþátttöku.Mannréttindabrot

 

Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn  né alþingi hafa nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því , að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat siðustu daga mánaðarins.Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín.  Þessi hópur getur  því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu.Ríkisstjórn og alþingi kemur í veg fyrir það.Það er mannréttindabrot. 

Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér  hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar  hafi nógu góð kjör.Þetta sást vel, þegar Ellert Schram formaður  Félags eldri borgara í Reykjavík talaði við fyrrverandi alþingismann.Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla.Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi  eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.  Er hagur þeirra ef til vill í lagi ?  Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir,sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund -243 þúsund kr á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund  kr á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu.Fyrir það,sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði,mat,fatnað,hreinlætisvörur,samgöngukostnað,lækniskostnað,lyf,gjafir,sjónvarp, síma,og fleira.Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp.Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta.En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum.

Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur,fyrir að vera formenn í flokki (550 þús,),forsetI  alþingis  og varaforsetar, fyrIr að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum.Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á alþingi,flytji ekki eina einustu tillögu á alþingi og sitji  þegjandi .En um leið og þeir gera eitthvað  fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dageninga í utanlandsferðum.Þeir geta sent hótelreikninginn heim í alþingi  til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað  kostnað á hótelreikningana veit ég ekki  en kæmi það ekki á óvart.Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt,að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og  leiðrétta kjör þeirra allra.- Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf.Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir.Þeir fá miklu hærri dageninga en þingmenn;geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana.Þeir þurfa varla að taka upp veskið.Þetta eru mennirnir,sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu.Þetta eru mennirnir,sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum.Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af  eigin launum eins og annað launafólk.Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir. Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður.Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja.

Kjör annarra eldri borgara  eru betri en þó ekki til þess að hrópa  húrra fyrir.Þeir ,sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en  þeir,sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins.Skerðing  TR vegna 150 þús kr. úr lífeyrissjóði er tæpur

helmingur upphæðarinnar.Það er allt annað en lagt var upp með  en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar.Það hefur verið svikið.

 

Björgvin Guðmundsson,

 

 

.

 

 


Öryrkjar voru sviknir 2016.Hætt við að láta þá fá kjarabætur, sem búið var að lofa þeim.Svikin hafa staðið í 17 mánuði.VG aðili að svikunum í 6 mán.

Stjórnvöld hafa verið að halda því fram öðru hverju, að Öryrkjabandalag Íslands hafi sagt sig frá vinnu í nefndinni, sem undirbjó ný lög um almannatryggingar,lögfest um áramótin 2016/2017.Þetta er alrangt.Stjórn Öbi sagði sig ekki frá vinnunni í nefndinni og fulltrúar Öbi sóttu nefndarfundi fram á síðasta dag.Öbi og stjórnarandstöðuflokkarnir skiluðu séráliti við skýrslu nefndarinnar,þar á meðal Vinstri grænir.Óskiljanlegt er hvers vegna ríkisstjórnir,sem voru við völd umrædd áramót og árið á eftir,hafa verið að halda þessu fram.Ef til vill er það vegna þess, að leiðandi stjórnmálamenn í þessum ríkisstjórnum eru orðnir vanir því að fara með ósannindi.Eftir að ríkisstjórn Sigurðar Inga hafði svikið öryrkja 2016/2017.Var því lofað af þessari ríkisstjórn og fleirum,að þetta yrði leiðrétt mjög fljótlega.En það er ekki búið enn.Það hefur einnig verið svikið.Svikin hafa nú staðið í 17 mánuði.Síðustu 6 mánuði hafa Vinstri græn verið aðilar að svikunum.Samt sagði VG í sérstöku nefndaráliti með lögunum um TR,að flokkurinn vildi afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja hjá TR.Er ekkert að marka íslenska stjórnmálamenn. Gat VG ekki haldið við sína stefnu og fengið íhald og framsókn með í það að afnema krónu móti krónu skerðinguna.Þurfti VG endilega að snúa við blaðinu og gerast aðili að svikunum við öryrkja.Þarf að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða í öllum málum.Getur VG ekki staðið í lappirnar?
 
  • Björgvin Guðmundsson
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

ASÍ vill,að þingmenn og ráðherrar lækki laun sín!

 

Alþingi hefur samþykkt að leggja niður kjararáð á miðju næsta ári..Enginn veit þó hvað á að taka við.Jón Þ.Ólafsson Pirati segir líklegast að alþingi sjálft mun ákveða laun þingmanna.Ekki taldi hann það betri kost.ASÍ hefur gagnrýnt ofurlaunastefnu kjararáðs harðlega. Gylfi Arnbjörnsson forseti sambandsins telur ekki nóg að leggja kjararáð niður.Hann segir,að þingmenn og ráðherrar verði að lækka laun sín.Hækkanir þeirra hafi verið langt umfram launaþróun.Þessar ofurhækkanir ógni stöðugleika á vinnumarkaði.Forsætisráðherra hækkaði um 64%,þingmenn um 45%,háttsettir embættismenn um 48% og 18 mánuði til baka.Dómarar og prestar fengu einnig miklar hækkanir og þannig má áfram telja., En aldraðir og öryrkjar fengu 9,7% hækkun,þegar framangreindar ofurhækkanir áttu sér stað.
:Það er blekkingarleikur að leggja kjararáð niður án þess að vinda ofan af þeim ofurhækkunum,sem kjararáð ákvað.Kjararáði var stjórnað af miðstjórnarmanni í Sjálfstæðisflokknum.Það gefur því auga leið,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hönd í bagga með ofurlaunastefnu kjararáðs, Þetta er spilling á hæsta stigi.Formaður kjararáðs er líka formaður stjórnar Landsvirkjunar og lét hækka laun stjórnar Landsvirkjunar ríflega! Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur útslitaáhrif í þjóðfélaginu breytist ekkert í þessum launamálum þó kjararáð sé lagt niður.Sjálfstæðisflokkurinn sér til þess að yfirstéttin fái áfram ofurlaun á sama tíma og láglaunafólk,aldraðir og öryrkjar fá sultarlaun.VG og Framsókn hjálpar Sjálfstæðisflokknum að framkvæma þessa stefnu.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Ríki OECD greiða margfalt meira til eftirlauna aldraðra en íslenska ríkið!

 

Skipta má lífeyrisfólki í tvennt; annars vegar eru þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð og fá greiðslur úr lífeyrissjóði  á eftirlaunaldri.Hins vegar eru þeir,sem  ekkert fá úr lífeyrissjóði og hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum á eftirlaunaárum. Staða  hópsins  sem hefur engan lífeyrissjóð er lökust meðal lífeyrisfólks.Sá hópur getur ekki framfleytt sér í dag á þeim lífeyri, sem hann á kost á.Hinn hópurinn er talsvert betur settur þrátt fyrir allar skerðingar og skatta.En það ríkir óánægja í báðum hópunum.Það má segja að  lakari hópurinn sé að berjast fyrir lífi sínu.Eins og kjör þess hóps eru í dag er engin leið að framfleyta sér af þeim lífeyri, sem er til ráðstöfunar þar. Stórir liðir eins og lyf eða læknishjálp eða báðir þessir liðir  verða útundan.Þetta er óásættanlegt og til skammar fyrir ríki,sem vill kalla sig velferðarríki.Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyri þeirra, sem eingöngu hafa tekjur frá TR
 

Hinn hópurinn er miklu betur staddur, þ.e. sá,sem hefur greiðslur úr lífeyrissjóði og jafnvel aðrar tekjur einnig.Enda þótt margir í þessum hóp sæti gífurlega miklum skerðingum er staða þeirra samt miklu betri en hinna.Auk þess er það svo , að í þessum hópi eru meiri eignamenn, þ.e. fólk,sem á hússeignir, skuldlausar eða skuldlitlar.Það breytir öllu um afkomuna á efri árum.Miðað við stöðuna hjá eldri borgurum í öðrum OECD löndum ætti staða eldri borgara á Íslandi að vera miklu betri en hún er í dag.
 
Upplýsingar og útreikningar dr. Hauks Arnþórssonar leiða í ljós, að íslenska ríkið greiðir miklu minna til eftirlauna  en nemur meðaltali slíkra greiðslna í OECD löndum, ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu.Gera verður þá kröfu til íslenska ríkisins, að það það lyfti sínum eftirlaunagreiðslum upp í það sama og gerist erlendis, a.mk. á meðan hagvöxtur er meiri hér en í samanburðarríkjunum.Íslenska ríkið greiðir í eftirlaun til eldri borgara á árinu 2017 alls 36 milljörðum minna en nemur meðaltalsgreiðslum OECD ríkja  til eftirlauna, miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu. 
 

Meðaltal  greiðslna OECD ríkja til eftirlauna aldraðra er tæplega  8% af vergri landsframleiðslu eða nær fjórfalt meira en hjá íslenska ríkinu. Á Ítalíu greiðir ítalska rikið tæplega 16% af vergri landsframleiðslu til eftirlauna aldraðra eða nær 8 sinnum meira en hér.Hvernig má það vera, að munurinn sé þetta mikill.Þessi samanburður undirstrikar, að íslensk stjórnvöld hafa hlunnfarið eldri borgara á Íslandi;  Það er tímabært, að staða aldraðra á Íslandi verði leiðrétt,   ríkið geri jafnvel við þá eins og gert  við eldri borgara í öðrum löndum Evrópu.

 

Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Mbl. 12.júní 2018 
 
www.gudmundsson.net

 



VG talar eins og íhaldið!

Mig hefur lengi undrað, að Katrín Jakobsdóttir formaður VG,"róttæka sósialistaflokksins",skuli ekki hafa hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu í valdatíð sinni en þannig er það.Þessi lífeyrir hefur ekkert hækkað fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.En svarið við þessari undran minni kom hjá Katrínu í síðustu viku á morgunvakt Rásar 1 hjá RUV en þá sagði Katrín,að lífeyrir hefði hækkað svo mikið um áramótin 2016/ 2017 við gildistöku nýrra laga um TR!En um leið gagnrýndi Katrín það,að strax daginn eftir gildistöku nýju laganna og lögfestingu "hækkunar lífeyris" hefði verið komin óánægja með hækkunina! En stöldrum við: Fyrir þingkosningarnar sl haust var það í stefnu VG,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.M.ö.o: Í kosningabaráttunni 2017 sagðist VG vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.En nú gefur VG til kynna,að kjörin hafi verið bætt nóg 2016/2017! Augljóst er hvað hér er að gerast:Það er ekki aðeins,að VG hafi tekið upp stefnumál Sjálfstæðisflokksins heldur tekur Katrín og VG upp málflutning Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn ( B.Ben) hefur lengi undanfarið haldið því fram,að kjör aldraðra og öryrkja hafi verið stórbætt.Til skamms tíma hefur VG ekki tekið undir það.En á Morgunvaktinni í síðustu viku varð allt í einu breyting: Katrín talaði eins og Bjarni: Sagði,að miklar kjarabætur hefðu orðið hjá öldruðum og öryrkjum 2016/ 2017.Og hverjar voru þessar kjarabætur:Jú giftir aldraðir fengu 9,7% hækkun lífeyris eða 18 þús kr hækkun og fóru í 204 þúsnd kr á mánuði!.Forsætisráðherra hækkaði hins vegar um 64% ,um 7-800 þúsund kr og fór í 2 milljónir fyrir utan öll hlunnindin,þingmenn hækkuðu um 45% eða um 350 þúsund á mánuði og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast hundruð þúsunda aukagreiðslur.Hvernig getur formaður "róttæka sosialiistaflokksins" og forsætisráðherra borið það á borð fyrir þjóðina,að 9,7% hækkun aldraðra,18 þús kr.,hækkun i 204 þúsund á mánuði eftir skatt sé mikil hækkun.Þarf hún að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér.getur hún ekki hugsað sjálfstætt.Óttast VG,að stjórnin springi ef VG heldur fram stefnumálum sínum?Lýkur þá hinu ljúfa lífi og fórna verður hégómanum?Það er hættan!

 

Björgvin Guðmundsson

 


Vinstri grænir orðnir NATO flokkur!

 

Kommúnistar,sósalistar og Alþýðubandalagsmenn voru róttækir í þjóðfélagsbaráttunn á Íslandii; vildu breyta þjóðfélaginu,bæta kjör verkafólks og þeirra,sem minna máttu sín.Og þeir börðust fyrir þjóðfrelsi,gegn Atlantshafsbandalaginu og gegn öllu hernaðarbrölti.Vinstri græn létu sem þau vildu taka upp merkið og berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem minna máttu sín og gegn NATO,fyrir þjóðfrelsi og gegn aðild að ESB.VG samþykkti þó að sótt yrði um aðild að ESB í stjórn Jóhönnu.Ég hef að vísu aldrei séð,að VG væri mjög róttækur flokkur; flokkurinn hefur barist fyrir umhverfisvernd en það hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera.Á meðan góðs verkalýðsleiðtoga eins og Ögmundar Jónassonar naut við var góður verkalýðssvipur á VG en eftir að hann hætti í stjórnmálum sést slíkur svipur tæplega á VG.Menntamenn (stofukommar) stjórna VG.Flokkurinn hefur notið þess,að formaðurinn,Katrín,hefur fallegt bros og mikinn kjörþokka en enginn veit fyrir hvað hún stendur í stjórnmálum.Ekki vill hún bæta kjör aldraðra og öryrkja eða láglaunafólks.Eftir að hún gekk til starfs við Bjarna og Sigurð Inga og tók upp ýmis mál Sjálfstæðisflokksins er ennþá erfiðara en áður að átta sig á fyrir hvað VG stendur í íslenskum stjórnmálum.
Síðasta vígi VG,baráttan gegn NATO,er fallið.Sennilega mundu hinir gömlu leiðtogar sósialismans á Íslandi snúa sér við í gröfinni,ef þeir vissu,að formaður Vinstri grænna væri að fara á fund leiðtoga NATO í næsta mánuði.En þannig er það.Katrín hefur engan áhuga á stefnumálum.Völd og hégómi eru  í fyrirrúmi!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 
 
.

"VG viðskila við eigin hugsjónir"

Kristinn H.Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður skrifar um veiðigjöldin á heimasíðu sína. Hann segir m.a.; Með frumvarpinu (um veiðigjöldin) skipa Vinstri grænir sér opinberlega í flokk með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem auðmjúkir þjónar útgerðarauðvaldsins.Þeir eru þrír eitt og hið sama..Fyrir vinstri flokk er í slíkri vegferð engin vitglóra .Flokkurinn er orðinn viðskila við eigin hugsjónir,eigin stefnu og eigin kjósendur.Vinstri grænir hafa dæmt sig úr leik.-Ég er sammála Kristni í einu og öllu.

Björgvn guðmundsson

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband