Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Kaupin á Laugaveg 4 og 6 algert óráð
Hefði friðun húsanna orðið að veruleika einsog gerst hefði þremur dögum eftir hin makalausu uppkaup hefði götumyndin haldið sér, skipulagsmál í miðborginni hefðu ekki verið í uppnámi, borgarsjóður hefði ekki tapað mörg hundruð milljónum og hættulegt fordæmi hefði ekki verið skapað sem skaða mun allar frekari áætlanir um húsvernd.
Rökin um að borgin hljóti að þurfa að grípa inn í með uppkaupum þegar friðun húsa er í réttum farvegi halda engan veginn og hljóta að vekja margar spurningar nú þegar tillaga um friðun 10 húsa við Laugaveg er í farvatninu. Þessi málsmeðferð og þetta verð stefnir friðunartillögum og húsverndaráformum í miðborg og Kvos í voða," segir í bókuninni.
Ég tel,að kaup Sjálfstæðismanna og Ólafs borgarstjóra á umræddum húsum hafi verið algert óráð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Samfylkingin sækir fram
Fréttablaðið birtir skoðanakönnun í morgun,sem sýnir aukið fylgi Samfylkingarinnar eða svipað og Sjálfstæðisflkokkurinn,þ.e. 23 þingmenn miðað við 24 hjá Sjálfstæðisflokknum. Vera kann af þetta stafi að einhverju leyti af atburðunum,sem gerðust i borgarstjórn Reykjavíkur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað á þeim atburðum en Samfylkingin hefur unnið á þeim. Einnig reikna ég með að þetta stafi af því,að ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið mjög duglegir að koma fram og tala,jafnvel duglegri við það en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.
Hins vegar hefur Samfylkinin enn ekkert framkvæmt af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja. Það var tilkynnt 5.desember sl.,að draga ætti úr skerðingu tryggingabóta á tímabilinu 1.apríl n.k. til 1.janúar 2009.Tæplega fær Samfylkingin aukið fylgi út á slíkt fyrirheit. Enn vantar að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum og að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Ég er viss um,að fylgi Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar eykst þegar þessi loforð verða efnd.
Verkamannafélagið Hlíf birtir auglýsingu í blöðunum í dag og segir ,að hækka þurfi skattleysismörkin í 140 þúsund á manuði en nú eru þau aðeins 95 þúsund á mánuði.Félagið gagnrýnir ,að lágmarkslaun skuli vera 125 þúsund á mánuði og gagnrýnir sérstaklega að svo lág laun skuli skattlögð. Þessi auglýsing leiðir hugann að því að Samfylkingin lofaði að bæta kjör þeirra lægst launuðu og að hækk skattleysismörkin. Nú hefur Samfylkingin kraft til þess að framkvæma þess loforð.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Bankarnir græða vel
Heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 samanborið við 163,7 milljarða króna árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 26,1 milljarð króna á milli ára.Enda þótt hagnaður bankanna hafi dregist nokkuð saman milli ára er gróðinn þó mjög mikill eða 137,6 milljarðar.Þetta er gífurlegur hagnaður en viðskiptavinir bankanna njóta þess í engu. Þjónustugjöld bankanna eru alltaf jafnhá og útlánsvextir hærri en nokkur staðar annar staðar.Það er engin samkeppni milli bankanna,þeir eru allir með svipuð þjónustugjöld og vexti. Bankastjórar allra bankanna haga sér eins. Þeir moka peningum í eigin vasa,taka sér ofurlaun,sem engin rök eru fyrir. Hluthafar bankanna segja ekkert við þessum ósóma.Þeir halda víst,að bankastjórarnir séu einhverjir ofurmenn.Það veitti ekki af að fá eins og einn erlendan banka hingað til þess að veita íslensku bönkunum samkeppni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hagnaður bankanna dregst saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |