Samfylkingin sækir fram

Fréttablaðið birtir skoðanakönnun í morgun,sem sýnir aukið fylgi  Samfylkingarinnar eða svipað og Sjálfstæðisflkokkurinn,þ.e. 23 þingmenn miðað við 24 hjá Sjálfstæðisflokknum. Vera kann af þetta stafi að einhverju leyti af  atburðunum,sem gerðust i borgarstjórn Reykjavíkur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað á  þeim atburðum en Samfylkingin hefur unnið á þeim. Einnig reikna ég með  að  þetta stafi af því,að ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið mjög duglegir að koma fram og tala,jafnvel duglegri við það en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.

Hins vegar hefur  Samfylkinin enn ekkert framkvæmt af  kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja. Það var tilkynnt 5.desember sl.,að draga ætti úr skerðingu  tryggingabóta á tímabilinu 1.apríl n.k. til 1.janúar 2009.Tæplega fær Samfylkingin   aukið fylgi út á slíkt fyrirheit. Enn vantar að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum og að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Ég er viss um,að fylgi Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar eykst þegar þessi loforð verða efnd.

Verkamannafélagið Hlíf birtir auglýsingu í blöðunum í dag og segir ,að hækka þurfi skattleysismörkin í 140 þúsund á manuði en nú eru þau aðeins 95 þúsund á mánuði.Félagið  gagnrýnir ,að lágmarkslaun skuli vera 125 þúsund á mánuði og  gagnrýnir sérstaklega að svo lág laun skuli skattlögð. Þessi auglýsing leiðir hugann að því að Samfylkingin lofaði að bæta kjör þeirra lægst launuðu og að hækk skattleysismörkin. Nú hefur Samfylkingin  kraft til þess að framkvæma þess loforð.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nú er frétt um að meðallaun á landinu séu 300 000  á mánuði- bankastjórar séu þó með 15 miljónir  - en hvergi kemur fram hversu margir  eru á lágmarkslaunum.

María Kristjánsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Björgvin, nú reynir á launþegasamtökin og reyndar líka ríkisstjórnina. 

Þú ert ódeigur við að brýna þína gömlu félaga og ekki veitir af.

Árni Gunnarsson, 31.1.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það ber að taka alla tölur úr skoðanna könnunum hjá fréttablaðinu með varúð. úrtakið er mjög fámennt og svörunin mjög lítil. þar af leiðandi getur það skekkt myndina mjög mikið.

Fannar frá Rifi, 31.1.2008 kl. 11:35

4 identicon

Við minnum Jóhönnu & co á þetta þar til bætt verður. Sá er munurinn að við megum tjá okkur, ólíkt öðrum ónefndum flokki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Já þetta eru góð útkoma . Væri betur fyrir þessa þjóð kosningarútslit. Þetta er allt formanninum okkar að þakka .Hún er að standa sig vel .

Vigfús Davíðsson, 31.1.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Að þakka formanni einhers flokks um aukið fylgi hefur hver og einn leyfi til en að mínu mati nokkur einföldun. Hitt er ég að vona, að stéttarvitund og réttlætiskennd fólks sé að vakna. En ég er ekkert ánægður með það, að flokkur sem telur sig jafnaðarflokk stækki og stækki, ef hann fer þá ekki í naflaskoðun á því hverjar eru áherslur jafnaðarmanna. Engin framtíð er að verða stór undir handajaðri íhaldsins og nota ekki styrkinn í þágu alþýðunnar. Eins og Björgvin er alltaf að hamra á, að kannski er prófraun Samfylkingarinnar í dag hvernig til tekst , að efna loforðin í dag og þá sérstaklega gagnvart ellilífeyrisþegum öryrkjum. 

Þorkell Sigurjónsson, 31.1.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband