Málsókn gegn Bretum undirbúin

Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði fengið breska lögmannsstofu til að skoða réttarstöðu Íslendinga og undirbúa málssókn á hendur bresku ríkisstjórninni vegna þess tjóns sem hún hefði valdið Íslendingum, með falli Kaupþings.

Sú framkoma sem bresk stjórnvöld sýndu okkur, órökstuddar rangfærslur um gjaldþrot þjóðarinnar, olli fjölda íslenskra fyrirtækja gríðarlegu tjóni og átti ekkert skylt við að bjarga breskum hagsmunum, sagði Geir. Hann sagði að í undirbúningi væri að rannsaka ábyrgð og möguleg lögbrot við þær hamfarir sem orðið hafa.

Steingrímur j Sigfússon, formaður vinstri grænna, sagði mikilvægt að rannsaka hvernig bankahrunið kom til og meta það hvar ábyrgðin liggur. Hann skoraði á auðmenn að flytja eignir sínar heim og hjálpa til við uppbyggingu hérlendis.

Allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu mjög framgöngu breskra ráðamanna og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði hvort nú þyrfti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland, eins og gert var í þorskastríðinu.(mbl.is)

Ég fagna því,að málsókn gegn Bretum sé undirbúin. Ég tel víst,að Bretar séu skaðabótaskyldir. Þeir hafa valdið okkur ómældum skaða. Það er þeirra sök,að Kaupþing stöðvaðist og það getur ekki staðist að hryðjuverkalögum sé beitt gegn Íslendingum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    Útflytjendur fá ekki greiddan gjaldeyri,sem þeir fá sendan erlendis frá

    Ófremdarástand virðist nú ríkja í bönkunum í gjaldeyrismálum. Skýrt hefur verið frá því hve erfiðlega gengur að fá yfirfærslur fyrir innflutningi og eru innflytjendur af þeim sökum komnir í vanskil  erlendis.Fréttblaðið skýrir frá því að forsætisráðherra hafi hvatt útflytjendur til þess að flytja erlendar tekjur sínar til landsins Og Eiríkur Guðnaon  bankastjóri Seðlabankans segir að nauðsynlegt sé að auka gjaldeyristekjur  með útflutningi. En nú berast fréttir af því,að útflytjendur fái ekki greiðslur sínar afgreiddar í bönkunum fyrir útflutning enda þótt þær séu komnar til landsins. Þær séu fastar í bönkunum . Það þýðir lítið að hvetja til útflutnings,ef ástandið er þannig. Um hvort tveggja er að ræða: Greiðslur eru fastar erlendis en þær eru  líka fastar í bönkunum hér heima. Það ætti að vera auðvelt að kippa síðara atriðinu í liðinn.Ég skora á viðskiptaráðherra að gera það.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Skýrslu,sem varaði við bankakreppu,stungið undir stól!

    Skýrsla bresku hagfræðinganna Willem H. Buiter og Anne C. Sibert um íslenska bankakerfið, sem þau skrifuðu fyrir Landsbankann fyrr á þessu ári, þótti þess eðlis að henni var stungið undir stól. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

    Buiter er prófessor við London School of Economics. Hann segir á bloggi sínu 9. október s.l. að íslenskir viðmælendur hans hafi talið efni skýrslunnar of viðkvæmt fyrir markaðinn. Þegar íslensku bankarnir þrír voru komnir undir skilanefndir taldi hann óhætt að leyfa skýrslunni að koma fram og er hann búinn að birta hana á netinu.

    Buiter segir á bloggi sínu að Landsbankinn hafi leitað til þeirra Anne Sibert snemma á árinu 2008. Voru þau beðið um að skrifa skýrslu um ástæður efnahagsörðugleika sem Ísland og bankar landsins stæðu andspænis og möguleika í stöðunni. Buiter segir að þau hafi sent skýrsluna til bankans undir lok apríl síðastliðins. Þau kynntu síðan uppfærða útgáfu skýrslunnar á fundi í Reykjavík11. júlí síðastliðinn. Í hópi áheyrenda voru hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu.(mbl.is)

    Í skýrslunni sögðu hagfræðingarnir,að íslensku bankarnir væru orðnir alltof stórir fyrir íslenska hagkerfið. Seðlabankinn gæti ekki séð þeim fyrir nægum gjaldeyri. Hann gæti ekki ábyrgst rekstur þeirra.Skýrslunni var stungið undir stól!

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Bankaskýrsla undir stól
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Gordon Brown biðjist afsökunar og greiði skaðabætur

    Ég er mjög óánægður með framkomu Gordons Browns forsætisráðherra Breta í garð Íslendinga.Hann sagði,að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbundingar sínar í Bretllandi  þó forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru búnir að taka fram,að ríkisstjórn Íslands mundi ábyrgjast innistæður á icesave reikningum í Bretlandi samkvæmt reglum EES.Til þess að bæta gráu ofan á svart beitti Brown hryðjuverkalögum gegn Íslandi  og lét stöðva starfsemi Kaupþings þar og kyrrsetti eignir bankans.Með því setti hann Kaupþing í gjaldþrot.

    Jón Magnússon alþingismaður sagði á alþingi í gær,að Gordon Brown yrði að biðja íslensku þjóðina afsökuna á framferði  sínu og greiða henni skaðabætur. Ef hann gerði það ekki ætti  Ísland að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Ég er sammmála  því.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Nýi Glitnir tekinn til starfa

    Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf. Nýi  bankinn tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin. 

    Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir, að með því að taka ákvörðun um  að flytja hluta af starfsemi Glitnis banka hf. til nýs banka, sem sé að fullu í eigu íslenska ríkisins sé tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. 

    Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur.

    Á næstu 30 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör.  Eigið fé nýja bankans verður 110 milljarðar króna sem ríkið leggur fram.  Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 1200 milljarðar króna.(mbl.is)

    Þá hafa tveir ríkisbankar verið stofnaðir,Nýr Landsbanki og Nýr Glitnir.Sjálfsagt verður það eins með kAUPÞING. Þó kann að vera að lífeyrissjóðirnir kaupi innlenda starfsemi  Kaupþings. Mér líst vel á það

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Nýr Glitnir stofnaður
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Vextir lækka um 3,5%

    Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur samþykkt  að lækka að stýrivexti um 3,5% og verða stýrivextir bankans því 12%.

    Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að að mikil umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap undanfarnar vikur. Íslenska bankakerfið hafi ekki staðist þá raun sem erfið markaðsskilyrði og brestur á trausti á veraldarvísu í efnahagsmálum ásamt innlendri áhættusækni hafi skapað.
     
    Margvísleg störf hafa horfið á augabragði, eftirspurn hnignað og væntingar eru með daufasta móti á alla mælikvarða mælt. Næstu áhrif brota bankalífsins verða erfið og samdráttur verulegur. Bráðabirgðaspár litist af þessui.

    Þá kemur fram, að bankastjórnin hafi átt óformlegar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og ýmsa fleiri að undanförnu og yfirfarið þessa alvarlegu stöðu. Niðurstaða bankastjórnar sé því sú að lækka stýrivexti um 3,5% nú. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 6. nóvember nk.(mbl.is)

    Það er fagnaðarefni ,að stýrivextir skuli nú loks lækkaðir. Þeir hafa um langt skeið verið alltof háir. Væntanlega lækka þeir meira 6.nóvember n.k.

     

    Björgvin Guðmundsson
     

    Fara til baka 


    mbl.is Stýrivextir lækkaðir
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Frjálslyndir vilja að alþingi samþykki álit mannréttindanefndar Sþ.

    Jón Magnússon,þingmaður frjálskyndra,talaði á alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu frjálslyndra um að alþingi samþykki álit mannréttindanefndar Sþ. um að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti mannréttindi.Í áliti mannréttindanefndar Sþ. segir,að fiskveiðistjórnarkerfið mismuni þegnum landsins og að það sé ósanngjarnt.Kerfið feli í sér mannréttindabrot.Óskar  mannréttindanefnd Sþ. þess að kerfinu verði breytt og hætt að brjóta mannréttindi.

     

    Björgvin Guðmundsson 


    Ingibjörg Sólrún vill breytingar á Seðlabanka

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar,sagði í viðtali við RUV í New York í gær,að Seðlabankinn ætti að vera hluti af þeirri uppstokkun bankakerfisins á Íslandi,sem nú færi fram.Bankastjórn Seðlabankans ætti að stíga til hliðar og veita forsætisráðherra nægilegt svigrúm til endurskipulagningar.Áður hefur Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar,lýst svipaðri skoðun. Ingibjörg Sólrún færði einnig rök fyrir því í þessu viðtali,að stýrivextir ættu að lækka.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 15. október 2008

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband