Laugardagur, 25. október 2008
Aldraðir og láglaunafólk geta ekki tekið á sig neinar byrðar
Það er farið að tala um það,að þjóðarframleiðslan muni dragast saman um 10% næsta ár.Sagt er,að ráðstöfunartekjur geti dregist saman enn meira.Þó á ekki að leggja neina skatta á þjóðina vegna lántökunnar hjá IMF. En atvinnuleysi eykst nú ört og gengishrun krónunnar hefur valdið mikilli kjaraskerðingu.Talið er líklegt að ríkið verði að taka á sig einhverjar byrðar vegna Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi.Hrun bankakerfisins veldur atvinnulífinu og almenningi miklum erfiðleikum.Lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklum fjármunum.Talið er víst,að fljótlega verði að draga úr ríkisútgjöldum eða hækka skatta.Allt er þetta þó óljóst enn. En auknar byrðar munu örugglega leggjast á þegna þjóðfélagsins. En þá er áríðandi að dreifa byrðunum réttlátlega. Hinir lægst launuðu geta ekki tekið á sig neinar byrðar.Það gildir um lægst launuðu launþega,aldraða og öryrkja. Þessir aðilar hafa aðeins 130 þús. kr. á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn af lægri tekjum og raunar er ekki unnt að lifa sómasamlegu lífi af þessum tekjum. Þess vegna verður að leggja byrðarnar á þá betur settu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 25. október 2008
Björgólfur G.: Þjóðnýting Glitnis setti bankana á hausinn
Mikið viðtal birtist við Björgólf Guðmundsson,fyrrv. bankaráðsformann Landsbankans í Mbl.Þar segir svo m.a.: ..þegar Glitnir var tekinn,þá voru allar lánalínur og öll bankasambönd í einu vetfangi rifin af okkur Íslendingum.Þá gátum við ekki lifað lengur.Sú aðgerð ein og sér er sú hættulegasta og skaðlegasta,sem framin hefur verið gagnvart íslensku þjóðfélagi".
Margir sérfræðingar um bankarekstur hafa haldið því fram áður,að þjóðnýting Glitnis hafi gert meiri skaða en gagn,.þar eð sú ráðstöfun hafi skapað svo mikla tortryggni erlendis gegn Íslandi,að erlendir bankar hafi talið að íslensku bankarnir væru að komast í þrot. Strax eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi gengi krónunnar og samkvæmt upplýsingum Björgólfs lokuðust allar lánalínur til Íslands. En við það komust bankarnir hér í þrot. Björgólfur er hér að tala um ráðstöfun formanns bankastjórnar Seðlabankans,Davíðs Oddssonar. En það var einmitt Davíð sem afhenti Björgólfi Landsbankann á silfurfati þegar bankinn var einkavæddur!
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 25. október 2008
Kapitalisminn er dauður
Kapitalisminn er dauður sagði Jón Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar í þættinum Í vikulokin á RUV í morgun.Hann tók sterkt til orða af manni,sem hefur aðhyllst auðvaldsskipulag.Ég er að mestu leyti sammmála honum.Ég mundi segja,að aðvaldskipulagið,markaðsskipulagið hafi brugðist.Það var skoðun Bush Bandaríkjaforseta þegar hann lét bandaríska ríkið leggja óhemju háa fjárhæð fram til þess að reisa bandaríska fjármálakerfið við.
Íslendingar hafa eins og Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir fallið fram og dásamað markaðskerfið og þeir létu það afskiptalaust. Bankarnir voru efirlitslausir. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit brugðust eftirlitsskyldu sinni.Umsvif bankanna voru orðin 12-föld þjóðarframleiðsla en Seðlabankinn gerði ekkert í málinu.Seðlabankinn segist hafa varað menn við.Þegar eldur kemur upp í húsi er ekki nóg að slökkviliðið sendi viðvörun til borgarstjóra og segi það er eldur. Nei slökkviliðið ræðst gegn eldinum og slökkvir hann. Hið sama átti Seðlabankinn að gera. Hann átti að stöðva útþenslu bankanna. Hann átti að stöðva óhóflegar lántökur bankanna erlendis.Þegar bankakerfið var komið í sömu umsvif og þjóðarbúið átti að stöðva frekari útþensku bankanna.Þá var auðvelt að eiga við málið. Það átti ekki að bíða eftir því að umsvif bankanna yrðu margföld þjóðarframleiðslan.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. október 2008
IMF: Þjóðarframleiðsla dregst saman um 10%
Paul Thomsen, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í dag, að ljóst væri að mjög erfiðir tímar væru framundan á Íslandi. Spár gerðu ráð fyrir að verg landsframleiðsla kunni að dragast saman um allt að 10% en sú spá væri háð mikilli óvissu.
Thomsen sagði, að hættan væri sú, að þegar gjaldeyrismarkaðir verða opnaðir á ný verði gjaldeyrisflótti og það muni leiða til enn frekari lækkunar krónunnar. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Því væri meginverkefnið nú er að koma á stöðugleika í gjaldeyrismálum.
Til lengri tíma væri verkefnið, að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Mikil umskipti yrðu nú á stöðu íslenska ríkisins, sem hefði verið lítið skuldsett en yrði nú mjög skuldugt. Ekki lægi fyrir hverjar skuldirnar yrðu í raun fyrr en eftir nokkur ár þegar ljóst yrði hver verðmæti íslensku bankanna í útlöndum væri.
Thomsen sagði að gert væri ráð fyrir, að draga muni úr verðbólgu á næsta ári og hún verði orðin um 4,5% í lok næsta árs.
Hann sagði að áætlað væri að Ísland þyrfti á 6 milljarða dala fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni leggja fram 2 milljarða dala en líklegt væri að Norðurlandaþjóðirnar myndu taka með jákvæðum hætti þátt í því verkefni.(mbl.is)
Er þetta ástand allt tilkomið vegna þrots bankanna.Ekki allt en að verulegu leyti. Krónan var búin að falla mikið áður en bankarnir fóru í þrot. Krónan var að falla allt árið vegna mikils viðskiptahalla og vegna krónubréfa,sem var verið sð selja. Menn voru að losa sig við krónur,þar eð hún var orðin verðlaus og menn höfðu ekki lengur trú á
íslensku efnahagslífi. Ef Ísland hefði verið með evru hefði þetta ástand ekki skapast. Miklar líkur eru á því að við hefðum einnig komist hjá þroti bankanna ef við hefðum verið með evru og verið í ESB.
Björgvin Guðmundsso n
Til baka
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)