VG með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn!

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist nú meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna í 15 ár.  46% segjast styðja ríkisstjórnina og er þetta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu sem stuðningur við ríkisstjórnina mælist undir 50%.

Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Samfylkingar 31,3%, en var 33% í könnun Gallup fyrir mánuði. Fylgi VG mælist nú 27,3% en var  22% í síðustu könnun og 14% í þingkosningum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,2% en var 31% í september, fylgi Framsóknarflokks er nú 10,4%, sama og  síðast og fylgi Frjálslynda flokksins er 3,3%. Íslandshreyfingin mælist með 1% fylgi.

Ef þetta væri niðurstaða kosninga fengi Samfylking 21 þingmann, VG 18, Sjálfstæðisflokkur 17 og Framsóknarflokkur 7. Frjálslyndir næðu ekki manni á þing.

.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt landslag í pólitíkinni

Síðasta skoðanakönnun  Fréttblaðsins sýndi verulegar breytingar á fylgi flokkanna.Samfylkingin var komin með 36% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins 29%. Vinstri græn voru  með 23%. Spurningin er sú hvort þetta helst. Það eru mikil umbrot í íslensku þjóðlífi núna vegna fjármálakreppunnar. Það getur verið að fylgi flokkanna ryðlist af  sökum. Fólk veit,að  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn sl. 17 ár   og á meiri þátt en aðrir flokkar í stjórn landsins  á  þessu tímabili.Á frammistaða flokkanna á yfirstandandi kjörtimabili þátt í gengi flokkanna nú. Að sjálfsögðu að einhverju leyti.Ég reikna þó með að  fólk sé nú að gera upp lengra tímabil en  aðeins sl. 1 1/2 ár. Fólk er að hugsa um hver ber ábyrgð á bankakreppunni og hver ber ábyrgð á einkavæðingunni o.s.frv. Síðan  blandast afstaðan til ESB inn í fylgi flokkanna. Æ fleiri telja,að Ísland eigi að ganga í ESB  og þar er Samfylkingin í fararbroddi þeirra sem vilja ganga í ESB.
Björgvin Guðmundssoin

Kjör aldraðra og öryrkja drógust aftur úr í góðærinu

Kjör lífeyrisþega, þ.e. flestra eldri borgara og öryrkja, bötnuðu minna  á tímabilinu  1990-2005 en kjör annarra í þjóðfélaginu, ekki síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk.            Kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara dróst stórlega aftur úr almennu kaupmáttarþróuninni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995.

    Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.

    . Stjórnvöld eiga stærstu sök á því að kjör lífeyrisþega  drógust aftur úr í góðærinu frá 1995 ekki .síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk. frá 1990 til 2005. 

Björgvin Guðmundsson 


Ingibjörg Sólrún vill nýja yfirstjórn Seðlabanka og endurskoðun afstöðu til ESB

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnnar vék að því á Alþingi í morgun að samkvæmt stjórnarsáttmála gæti staðan í Evrópumálunum tekið breytingum í samræmi við endirskoðað hagsmunamat. 

Menn yrðu að læra að reynslunni og viðurkenna að perningamálastefnan hefði gengið sér til húðar. Ný stefna ætti að byggja á stöðugum gjaldmiðli og faglegri yfirstjórn Seðlabankans sem nyti trausts heima og erlendis.

Mikill meirihluti þjóðarinnar telji nú að þjóðin eigi að ganga í ESB og taka upp evru.(mbl.is)

Stefna Samfylkingarinnar er skýr í málum Seðlabanka og ESB. Samfylkingin vill faglega yfirstjórn bankans og Samfylkingin vill taka upp evru og ganga í ESB. Samfylkingin vill,að  þegar samningaviðræðum er lokið verði niðurstaðan lögð undir þjóðaratkvæði.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum

Frá árinu 1993 til ársins 2007 hefur meðalhlutfall í tekjuskatti einstaklinga hækkað um rúmlega fimmtung og skattbyrði aukist mest í lægri tekjuhópunum. Þetta er ein af niðurstöðum í skýrslu nefndar á vegum fjármálaráðuneytisins sem hafði meðal annars það hlutverk að fara yfir íslenska skattkerfið. Nefndin lauk störfum 11. september síðastliðin eftir um tveggja og hálfs árs starf. Formaður nefndarinnar var Friðrik Már Baldursson og var fulltrúi BSRB í nefndinni Ragnar Ingimundarson hagfræðingur. (bsrb.is)
Samkvæmt framangreindri niðurstöðu hefur meðalhlutfall í tekjuskatti hækkað um 20%
á tímabilinu 1993-2007. Það er ekki lítil hækkun. Og eins og margoft hefur verið bent á í greinaskrifum hafa skattar hækkað mest á lægstu tekjuhópum.Það vill segja,að skattkerfið' hefur aukið ójöfnuð í þjóðfélaginu.Það er athyglisvert,að það er nefnd á vegum fjármálaráðherra,sem kemst að þessari niðurstöðu en fjármálaráðherra hefur  oft áðuyr mótmælt því að skattar væru að auka ójöfnuð og að skattar væru að hækka.
Björgvin Guðmundsson

Halli ríkissjóðs 10% af landsframleiðslu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að kostnaður sem ríkið þarf að taka á sig vegna þrots bankanna, gætu numið allt að 85% af vergri landsframleiðslu. Þá megi gera ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs gætu á næsta ári verið nærri 10% af landsframleiðslu.

Þá muni vergar brúttóskuldir ríkissjóðs, sem námu 29% af landsframleiðslu í árslok 2007, hækka í yfir 100% í lok næsta árs. Geir sagði að bankakreppan muni því setja hinu opinbera verulegar skorður.

Áætlað er að verg landsframleiðsla á síðasta ári hafi verið tæpir 1300 milljarðar króna. Samkvæmt þessu gæti halli á ríkissjóði orðið 130 milljarðar króna á næsta ári og skuldbindingar vegna bankahrunsins 1100 milljarðar króna.

Geir sagði, að ekki væri ætlunin að ríkið ætti bankana til langframa. Verið væri að leggja þeim til hlutafé sem vonandi yrði hægt að selja síðar, jafnvel með ávinningi, þannig. Það væri reynsla úr nálægum löndum, að ríkissjóðir, sem hafi þurft að grípa til samskonar aðgerða, hafi þegar frá leið, komist skaðlaust frá þeim.(

 Geir sagði að sennilega væri bankakreppan á Íslandi ein sú stærsta, ef ekki sú stærsta, sem orðið hafi í heiminum. Hann sagði að vonir stæðu til, að vextir gætu lækkað fljótlega á ný með lækkandi verðbólgu og því að krónan nær jafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Menn yrðu að sætta sig við ákveðinn sársauka nú vegna vaxtahækkunar Seðlabanka í vikunni en hún væri forsenda fyrir því að jafnvægi kæmist á að nýju

mbl.s)

Miklar umræður urðu um skýrslu forsætisráðherra.Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi að við hefðum snúið okkur til IMF. Hann sagði,að það hefði verið unnt að fá lán hjá Norðurlöndum og Rússum án aðkomu IMF.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að gefa upp á nýtt (New Deal) og jafna tekjuskiptinguna

Tekjuskiptingin hér á landi var mjög ójöfn á tímabili uppgangs í efnahagslífinu.Framkvæmdir voru miklar,tekjur miklar og það reis upp ný stétt sem hafði ofurlaun. Á sama tíma hafði láglaunafólk og stór hópur aldraðra og öryrkja bág kjör.Nú er efnahagskreppa og það er tími til kominn að gefa  upp á nýtt og breyta tekjuskiptingunni.Það verður minna til skiptanna en við getum samt  jafnað kjörin á réttlátari hátt. Það er tími til kominn að jafna tekjuskiptinguna þannig,að láglaunafólk og aldraðir fái sómasamleg kjör. Það þarf að færa tekjur til í þjóðfélaginu.Þetta er brýnasta verkefnið um leið og við' endureisum efnahagskerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjómenn andvígir aðild að ESB

Við höfum ekki skipt um skoðun. Við erum algerlega andsnúnir því að gengið verði inn í Evrópusambandið,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands (SSÍ), um afstöðu sambandsins gagnvart aðild að ESB.

Á nýafstöðnum ársfundi ASÍ var samþykkt ályktun um aðgerðir til að endurheimta fjármálastöðugleika en þar eru stjórnvöld hvött til að fara í aðildarviðræður við ESB.

Tillagan var lögð fyrir þingið af landssamböndum ASÍ en Sjómannasambandið er eitt þeirra. Af um 280 ársfundarfulltrúum sem greiddu atkvæði um ályktunina voru sex á móti. 

Sævar sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktunina


mbl.is Sjómenn enn andvígir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband