Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Þorgerður Katrín vill kanna kosti og galla ESB aðildar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það verði að skoða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu af alvöru. Þetta kom fram í máli hennar í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld.
Sigmundur Ernir Rúnarsson gekk hart eftir ákveðnum svörum frá Þorgerði um huganlega ESB-aðild. Þorgerður segir að hingað til hafi Sjálfstæðisflokkurinn talið að EES-aðildin þjónaði hagsmunum okkar. "En nú eru aðrir tímar og aðstæður þannig að okkur ber skylda til að kanna hvar hagsmunum okkar er best borgið í framtíðinni," segir Þorgerður.
Þorgerður segir að hún hafi ekki bara efnahagsmálin í huga þegar hún vill kanna hvar Íslandi sé best borgið í framtíðinni. "Við hljótum að horfa til ESB þegar kemur að öðrum málum eins og utanríkis- og öryggismálum," segir hún.
Þá nefndi Þorgerður einnig að breyta þurfti um peningamálastefnu. Það væri ljóst að við núverandi aðstæður fengist enginn erlendur aðili til þess að fjárfesta á Íslandi.(visir.is)
Ekki er unnt að kanna kosti og galla ESB aðildar nema með því að sækja um. Þess vegna er skoðun Þorgerðar Katrínar orðin samhljóma skoðun Samfylkingarinnar.Hér er um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Róttækar tillögur Gylfa Zoega og Jóns Danielssonar
Hagfræðingarnir Gylfi Zoega og Jón Danielsson settu fram róttækar og athyglisverðar tillögur til lausnar vanda atvinnulífs og heimila í þættinum Silfur Egils í dag. Þeir hafa áður skrifað greinar um málið.Í stuttu máli sagt er tillaga þeirra sú,að til þess að forða gjaldþroti heimila og því að fólk missi íbúðir sínar muni íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir eignast hluti í íbúðum fólks ( breyta skuldum í eignahluta).Þeir leggja síðan til,að svipuð leið verði farin til þess að bjarga fyrirtækjum frá gjaldþroti. Bankarnir eignist hluti í fyrirtækjum,þe. skuldum verði breytt í hlutafé. Þetta er vissulega róttæk hugmynd en mér líst vel á hana. Ef til vill er þetta hið eina sem getur bjargað heimilum og fyrirtækjum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Enex segir upp starfsfólki
Orkufyrirtæki Enex hefur sagt upp tæplega helmingi starfsmanna sinna. Þar störfuðu um 20 manns en níu fengu uppsagnarbréf nú um mánaðamótin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Þar var haft eftir Þór Gíslasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að erfitt sé um vik í rekstrinum eftir fall krónunnar, þar sem helmingi minna fáist fyrir þær krónur sem fyrirtækið hefur til fjárfestinga. Auk þess sé mjög þröngt um lánsfé á markaði.
Þór reiknar með að Enex haldi yfirstandandi verkefnum sínum áfram. Enex hefur sérhæft sig í jarðvarma og vatnsaflsvirkjunum og starfar víða um heim. (mbl.is)
Þetta eru slæmar fréttir. Nú í kreppunni er einmitt nauðaynlegt að efla orkuútrásarfyrirtæki. Þekking okkar á jarðvarmavirkjunum getur hjálpað okkur úr úr kreppunni.Ég tel,að það eigi að efla orkufyrirtæki og auka útrás á sviði jarðvarmavirkjana.
Björgvin Guðmundsson'
![]() |
Níu sagt upp hjá Enex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ágreiningur í ríkisstjórninni
Það er nú opinn ágreiningur í ríkisstjórninni um tvo mikilvæg mál: Afstöðuna til ESB og um yfirstjórn Seðlabankans.Samfylkingin herðir nú róðurinn fyrir því að sótt verði um aðild að ESB. Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið jákvætt í það baráttumál Samfylkingarinnar.En Geir er á móti. Samfylkingin vill einnig breyta yfirstjórn Seðlabankans.Eru allir ráðherrar Samfylkingarinnar nú komnir á þá skoðun en Geir segist ekki ætla að breyta um yfirstjórn bankans.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Obama enn með forskot
Barack Obama heldur enn öruggu forskoti á John McCain, samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru í gærkvöldi og morgun. Samkvæmt könnun Zogby stofnunarinnar fyrir Reuters og C-SPAN segjast 50% ætla að kjósa Obama en 44% McCain.
Zogby hefur gert daglegar kannanir síðustu vikurnar og niðurstaðan í morgun sýnir, að Obama hefur styrkt stöðu sína síðustu dagana. Er það m.a. rakið til hálftímalangrar sjónvarpsauglýsingar, sem sýnd var í síðustu viku.
McCain fylgdi í gærkvöldi í fótspor Söruh Palin, varaforsetaefnis síns og kom fram í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Gamanleikkonan Tina Fey lék Palin að venju.
Framboð Obama skilaði í gær 265 framlagi, sem frænka Obama gaf í kosningasjóð hans. Fram kom um helgina, að frænkan, sem er hálfsystir föður Obama og er frá Kenýa, hefur dvalið ólöglega í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár. Frambjóðendur mega ekki taka við framlögum frá útlendingum. Obama sagðist ekki hafa vitað um þessar aðstæður frænku sinnar.(mbl.is)
Ég tel,að Obama sé betri kostur en McCain. Obama er frjálslyndur jafnaðarmaður að mínu mati. Það yrði gott að fá hann í forsetastól og merk tímamót,þar eð hann yrði fyrsti blökkiumaðurinn í embætti forseta á USA.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
![]() |
Obama enn með forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |