Bankahrunið: Ekki benda á mig

Jónas Fr. Jónsson, formaður Fjármálaeftirlitsins, segir að betra væri ef innstæður í bönkum væru tryggðar í því landi sem fjármálafyrirtæki starfa. Það kemur vart á óvart að hann segir starfsmenn sína hafa í nógu að snúast þessa dagana.

 Jónas segir að Fjármálaeftirlitið sé lítil stofnun miðað við hvað hún hafi mikið að gera. Stofnunin hafi þó vaxið síðustu árin en hefði mátt byrja að stækka fyrr og þá helst á árunum 2003-2004.

Jónas var gestur kastljóss í kvöld. Þar var hann spurður út í ábyrgðir Íslendinga vegna IceSave reikinga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi- og hvort löggjöf sem þýddi að íslensk stjórnvöld væru ábyrg fyrir innistæðum þeirra ætti rétt á sér. (ruv.is)

Einnig var rætt um ábyrgð FME og Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins.Áður hefur Seðlabankinn vísað ábyrgðinni af eftirliti með bönkunum yfir á Fjármálaeftirlitið.En ekki var að heyra á Jónasi að hann vildi axla neina ábyrgð.Það voru allir að vinna vinnuna sina sagði hann.

Fulltrúar bankanna,sem komið hafa í sjónvarp, hafa einnig vísað ábyrgðinni á aðra.Þeir hafa vísað á Seðlabankann og ríkisstjórn og sagt,að Seðlabankinn hafi ekki getað útvegað nægan gjaldeyri.Gjaldeyrisvarasjóðurinn hafi verið of lítill. Einnig hafa þeir sagt,að krónan hafi verið gagnslaus.Þar hafa  þeir verið að koma sökinni yfir á stjórnvöld.Það  vill því enginn bera  ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


Laun karla 40 % hærri en kvenna á landsbyggðinni

Á landsbyggðinni eru heildarlaun karla næstum fjörutíu prósentum hærri en kvenna. Á landsvísu eru karlar að jafnaði með tæplega 20% hærri grunnlaun en konur í sambærilegum störfum. Þessar niðurstöður koma fram í könnun á launum karla og kvenna sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið síðastliðið vor.

Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, er í forsvari fyrir rannsóknina. Hún segir þetta stríða gegn lögum um jafnrétti. Úrtak könnunarinnar var tekið úr þjóðskrá meðal fólks á aldinum 18-67 ára víðs vegar um landið.

Þegar skoðaður er launamunur að teknu tilliti til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnu og ábyrgðar í starfi kemur fram að karlar í opinbera geiranum fá tæplega 30% hærri laun en konur. 

Í einkageiranum eru laun þeirra um 23% hærri.  Á höfuðborgarsvæðinu eru karlarnir með 10% hærri laun en konur.  En mestur er munurinn á landsbyggðinni þar sem laun karla eru 38% hærri en kvenna. (ruv.is)

Það er alveg sama hvað talað er mikið um launajafnrétti karla og kvenna og hvað mörg  lög eru sett um málið. Það gerist ekki neitt. Launamunurinn minnkar ekkert.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Höft á fjármagnshreyfingar til bráðabirgða

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti nú í kvöld fyrir breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða sem gefa Seðlabanka heimild til að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu ef slíkar hreyfingar valda að mati bankans „alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Fyrsta umræða tók fljótt af og fer málið nú fyrir viðskiptanefnd. (visir.is)

Það  er óhjákvæmilegt að setja höft  á fjármagnshreyfingar úr landi og aðrar takmarkanir á gjaldeyrisyfirfærslur á meðan verið  er að sjá hvernig krónan hagar sér  meðan unnið er að því að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.

 

Björgvin Guðmundsson


Er gjafakvótinn upphaf ófaranna?

Þorvaldur Gylfason sagði á borgarafundinum sl. mánudagskvöld,að ef til vill væri gjafakvótinn upphaf ófara okkar í íslensku efnahagslífi.Tveir .þingmenn tóku undir þetta á alþingi í gær,þeir Ellert B.Schram og Jón Magnússon.

Með  innleiðingu gjafakvótans hóf græðgisvæðingin innreið sína í íslenskt samfélag. Þá fengu örfáir útvaldir einkstaklingar úthlutað ókeypis verðmætum,sem þeir gátu síðan braskað með að vild og selt fyrir offjár,jafnvel milljarða síðustu árin.Með einkavæðingu bankanna fengu nokkrir vildarvinir þáverandi stjórnarflokka afhenta bankana á gjafverði. Þeir  notuðu bankana í brask en ekki venjulega bankastarfsemi. Þeir létu bankana kaupa og selja fyrirtæki og skuldsettu þá svo mikið,að þeir fóru í þrot á 6 árum. Bankastjórar og bankaráðsmenn tóku sér ofurlaun og voru aldrei ánægðir. Þeir vildu alltaf meira og meira. Já,ef til vill byrjaði þetta allt með gjafakvótanum. Það er kominn tími til þess,að ríkið innkalli kvótann og taki hann í eigin hendur.

 

Björgvin Guðmundsson


Umboðsmaður Alþingis: Það vantar viðurlög gagnvart stjórnvöldum

Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað ábendingar um að ástæða kunni að vera til þess að Alþingi setji í lög ákvæði um viðurlög gagnvart stjórnvöldum, t.d. um bótagreiðslur, þegar þau fylgja ekki réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við úrlausn á málum borgaranna. Umboðsmaður segir lagagrundvöll fyrir miskabótum sjaldnast fyrir hendi þegar stjórnvald fylgir ekki lögum. Það eigi sérstaklega við þegar umsækjendur um opinber störf eiga í hlut.

Þessi ítrekun er sett fram í nýlegu áliti umboðsmanns vegna kvörtunar konu sem sótti um tvö störf hjá ríkisstofnun en fékk ekki. Konan taldi að framkvæmdastjóri ríkisstofnunarinnar hefði ýtt umsóknum sínum til hliðar og byggt ákvörðun sína um ráðningu í störfin á sögusögnum og hentistefnu í stað þess að leita eftir upplýsingum um hana hjá þeim meðmælendum sem hún benti á.

Það er álit umboðsmanns að annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkisstofnunarinnar. Hlutaðeigandi stjórnvald hafi ekki fylgt tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga við meðferð á máli umsækjandans.

ð haggar hins vegar ekki, að mati umboðsmanns, gildi ráðninganna og þar með telur umboðsmaður ekki tilefni til þess að beina tilmælum til ríkisstofnunarinnar um að taka málið til meðferðar að nýju. ina úrræði umboðsmanns er því að beina tilmælum til stjórnvaldsins um að fylgja betur umræddum lagareglum framvegis.

„Ég fæ því iðulega þá spurningu frá þeim sem í hlut á hvort stjórnvaldið sé þá laust allra mála og það skipti í raun engu máli þótt það hafi ekki fylgt lögum við meðferð á máli hans. Ég get að vísu bent viðkomandi á að hann geti leitað til dómstóla og sett fram kröfu um bætur. Raunin er hins vegar sú að í fæstum tilvikum, sérstaklega þegar umsækjendur um opinber störf eiga í hlut, getur viðkomandi sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna þeirra annmarka sem voru á meðferð stjórnvaldsins á máli hans. Lagagrundvöllur fyrir miskabótum er sjaldnast fyrir hendi,“ segir í áliti umboðsmanns.

Umboðsmaður segist hafa valið að geta þessara sjónarmiða þegar hann lýkur umfjöllun um þetta tiltekna mál. Þá rifjar umboðsmaður upp að hann hefur áður hreyft því að ástæða kunni að vera til þess að Alþingi setji í lög ákvæði um viðurlög gagnvart stjórnvöldum, t.d. um bótagreiðslur, þegar þau fylgja ekki réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við úrlausn á málum borgaranna.

Slíkt væri einnig liður í því að auka aðhald með því að stjórnsýslan fylgi þeim lögum sem Alþingi hefur sett um störf hennar.(mbl.is)

 Hér hreyfir umboðsmaður þörfu máli.:það hefur vakið athygli,þegar ráðherrar hafa brotið lög við embættaveitingar,t.d. jafnréttislög,að þeir hafa verið furðu kærulausir,þó  um brot á lögum væri að ræða.Þeir hafa sagt:Það verður þá bara höfðað skaðabótamál!.Það er því vissulega þörf á viðurlögum gagnvart stjórnvöldum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka ö


mbl.is Vantar viðurlög gagnvart stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

72 sagt upp hjá Eimskip

Eimskip segir upp 72 starfsmönnum um mánaðamótin. Þá lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund krónur á mánuði um 10%. Skipum félagsins verður fækkað um þrjú.

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í ljósi efnahagsaðstæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins.

Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til er fækkun skipa sem þjónað hafa inn- og útflytjendum félagsins á Íslandi. Fækkað var úr 11 skipum í átta, auk þess sem gripið var til margra annarra hagræðingaraðgerða er snúa að siglingakerfinu, innanlandskerfinu og öðrum þáttum í rekstri félagsins.

Í tengslum við flutningaþjónustu Eimskips á Íslandi starfa um 1.500 starfsmenn þar af um 900 á Íslandi. Til að komist verði hjá verulegri fækkun starfsmanna hefur verið ákveðið að lækka laun um 10% hjá þeim starfsmönnum sem hafa yfir 300.000 króna mánaðarlaun ásamt því að draga úr vakta- og yfirvinnu.

Þrátt fyrir þessar aðgerðir var ekki komist hjá því að grípa til uppsagna í lok mánaðarins og verður 25 starfsmönnum á Íslandi og 47 starfsmönnum í Evrópu sagt upp.

Áætlaður sparnaður á ársgrundvelli mun vera 2.4 milljarðar króna þar af 550 milljónir vegna lækkunar launakostnaðar.

„Rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu er Eimskip að sigla í gegnum erfitt skeið sem kemur meðal annars fram í verulegum samdrætti í innflutningi. Ofan á þetta bætast erfiðar aðstæður á alþjóðflutninga- og fjármagnsmörkuðum. Því var okkur nauðugur einn kostur að grípa til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða. Af tveimur slæmum kostum var það frekar vilji okkar að lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund í mánaðarlaun, fremur en segja upp fleiri starfsmönnum í því erfiða árferði sem nú ríkir á vinnumarkaði og almennt í íslensku þjóðfélagi,“ segir Gylfi Sigfússon forstjóri.(mbl.is

Uppsagnir halda áfram vegna erfiðleika í rekstri. Atvinnuleysið er komið í 4% en spáð hefur verið 10% atvinnuleysi  næsta ár. Það er mjög mikið atriði að ríki og sveitarfélög auki framkvæmdir til þess að skapa aukna atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Uppsagnir og launalækkun hjá Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband