Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Starfsmenn Kaupþings borga lánin
Starfsmenn Kaupþings, bæði núverandi og fyrrverandi, fóru fram á það þann 22. október sl. að lánin verði innheimt í samræmi við almennar reglur bankans. Í tillögunni fellst jafnframt að ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september yrði felld niður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankastjóra Kaupþings, Finni Sveinbjörnssyni.
Fram kom í yfirlýsingu stjórnar Nýs Kaupþings banka hf. þann 4. nóvember síðastliðinn að sá banki hefði tekið yfir lánveitingar til starfsmanna gamla Kaupþings vegna kaupa þeirra á hlutabréfum í bankanum. Jafnframt kom fram að stjórn bankans hefði ekki tekið ákvörðun um annað en að haga i bæri innheimtu þessara lánveitinga með sambærilegum hætti og gagnvart öðrum viðskiptavinum bankans.
Þann 22. október síðastliðinn var stjórnarformanni og varaformanni Nýja Kaupþings banka afhent tillaga fyrir hönd starfsmanna bankans. Þar er óskað eftir því að vegna yfirtöku Nýja Kaupþings á lánum til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa í gamla Kaupþingi samþykki stjórn bankans að leita samninga við starfsmenn um greiðslu á lánunum. Með starfsmönnum er bæði átt við núverandi starfsmenn Nýja Kaupþings og fyrrverandi starfsmenn gamla Kaupþings. Farið er fram á af hálfu starfsmanna að lánin verði innheimt í samræmi við almennar reglur bankans. Í tillögunni fellst jafnframt að ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september yrði felld niður.
Starfsmenn töldu nauðsynlegt að leggja fram þessa tillögu vegna breytinga sem orðið höfðu á forsendum ákvörðunar stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september eftir að ríkisvaldið yfirtók starfsemi þess banka. Fjármálaráðuneytinu var jafnframt kynnt efni þessarar tillögu á þessum tíma auk þess sem óformlega var rætt við Fjármálaeftirlitið. Í tillögunni er gerð grein fyrir því að hún sé lögð fram til að eyða allri óvissu um þetta mál, ekki einungis vegna starfsmanna heldur einnig vegna bankans sjálfs. Jafnframt að hún sé sett fram til að fá fram niðurstöðu sem sé líkleg til að skapa frið um þetta mál bæði meðal starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins alls," að því er segir í yfirlýsingu frá Finni. (mbl.is)
Mér sýnist samkvæmt yfirlýsingu Finns,að starfsmennirnir,sem fengu lán, muni greiða þau eins og aðrir lántakendur. Það er að frumkvæði þessara starfsmanna sjálfra.Spurningin er þá sú hvaða meðferð forstjóri og stjórn bankans,sem samþykkti niðurfellingu,fá. Gerningur þeirra er sá sami eftir sem áður.
Bj0rgvin Guðmundsson
![]() |
Vildu fella ákvörðun stjórnar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Geir: Látum ekki IMF kúga okkur
Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki sætta sig við að uppgjör Icesave skuldbindinga verði forsenda fyrir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld láti ekki kúga sig með þeim hætti. Umsókn Íslendinga um lán frá sjóðnum verður ekki tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins á morgun, því hefur verið frestað fram yfir helgi.
Geir Haarde, forsætisráðherra, hefur orðið var við að Bretar og Hollendingar vilji að íslensk stjórnvöld gangi frá skuldbindingum sínum vegna Icesave reikninga þar í landi, áður en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir að veita Íslendingum tveggja milljarða dollara lán. Þjóðirnar eiga báðar fulltrúa í stjórn sjóðsins. Geir segist láta segja sér það tvisvar áður en hann trúi að þetta verði raunin.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að önnur ríki láni Íslendingum um fjóra milljarða dollara. Geir segir að aðallega hafi verið rætt við Norðurlöndin um þá fjárhæð en til að hægt sé að taka umsókn íslendinga fyrir í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þurfi ákveðin fyrirheit og skuldbindingar varðandi þau lán að vera fyrir hendi, svo er ekki og því verður umsóknin ekki tekin fyrir á morgun, eins og áður var áætlað.(mbl.is)
Ekki kemur til greina að láta IMF eða Breta kúga okkur í þessari deilu um Ice safe. Eðlilegast er að leggja deiluna fyrir dómstóla.Ef IMF neitar okkur um lán verðum við að treysta á aðra,Norðurlönd,Rússlanf og ESB. Við látum ekki kúga okkur.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Félagshyggja í öllum flokkum
Umræður voru á alþingi í morgun um ráðstafanir í þágu heimilanna vegna fjármálakreppunnar.Ögmundur Jónasson VG,hóf umræðuna en forsætisráðherra var fyrstur til andsvars.Það vakti athygli mína hvað samhjálp og félagshyggja átti sterk tök í nær öllum þeim þingmönnum,sem tóku til máls og sérstaka athygli mína vakti hvað ýmsir þingmenn
Sjálfstæðisflpokksins lögðu mikla áherslu á að vernda þyrfti velferðarkerfið og alla samfélagsaðstoð.Það eru engin tíðindi að þingmenn Samfylkingar og VG leggi áherslu á félagshyggju en það eru meiri tíðindi að þessi stefna á rík ítök í sjálfstæðismönnum einnig. Það er þverpólitísk samstaða um velferðarkerfið og sama samstaða ríkir um að veita þurfi heimilunum
i landinu aðstoð til þess að komast út úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Stýrivextir áfram 18%
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18% en þeir voru hækkaðir úr 12% í síðustu viku í takt við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF). Reiknað er með því að framkvæmdastjórn IMF taki ákvörðun um lán til Íslands á morgun.
Segir á vef Seðlabankans að greining bankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun birtast í Peningamálum á heimasíðu bankans í dag um kl. 11.
Sem kunnugt er mótast stefnan í efnahagsmálum á næstunni í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Búist er við að endanleg ákvörðun liggi brátt fyrir og að aðgerðaráætlun birtist í kjölfarið. Bankastjórn Seðlabankans mun greina frá stefnunni í peningamálum í framhaldi þess," að því er segir á vef Seðlabanka Íslands. (mbl.is)
Ljóst er,að vaxtaákvörðun er nú að nafninu til aðeins í höndum Seðlabankans. Það er ríkisstjórn og IMF sem tekur hina raunverulegu ákvörðun um styrivextina.Ég tel,að 18% stýrivextir séu algert óráð og að ekki sé öruggt að þeir nái tilætluðum árangri varðandi myndun gjaldeyrismarkaðar. Ég tel árangursríkara að setja höft á útstreymi gjaldeyris í stuttan tíma.Hins vegar skaða vextirnir fyrirtæki og heimili
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stýrivextir áfram 18% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Verður það skilyrði sett,að Ísland leysi deiluna við Bretland áður en lán frá IMF fæst?
Sum ríki Evrópusambandsins (ESB) hafa látið að því liggja að afstaða þeirra í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til láns til Íslands geti ráðist af því hvort niðurstaða fáist í deilum Íslendinga við Hollendinga og Breta vegna Icesave-reikninganna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnarfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem halda átti í fyrradag, frestað til föstudags, vegna þessarar afstöðu Breta og Hollendinga. Sömu heimildir herma að ríkisstjórn Íslands sé nú uggandi um hvers konar afgreiðslu lánsumsókn Íslands hjá IMF fær.
Alan Seattler, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, og Natasha Butler, fulltrúi ráðherraráðs ESB, gáfu þetta sterklega og ítrekað í skyn á fundi með íslenskri þingmannanefnd í Brussel fyrr í vikunni.
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fulltrúi í íslensku nefndinni, sagði að Seattler hefði einnig sagt að hugsanlegt lán úr neyðarsjóði ESB til Íslands yrði væntanlega háð lausn á deilum Íslendinga við einstök ESB-ríki. Ég brást við þessu og sagði að mér fyndist þetta nánast vera eins og fjárkúgun. Með þessu væri verið að segja að Bretar og Hollendingar, sem eru innanbúðar í Evrópusambandinu, gætu sett okkur alla skilmála þar hvað þyrfti að gera gagnvart þeim til þess að svona lánveiting gengi í gegn, sagði Árni Þór.
Embættismennirnir reyndu þá að draga í land og sögðu að þetta væri ekki þannig hugsað.
Árni Þór Sigurðsson sagði að engu að síður hefði allur málflutningur þeirra verið á einn veg og margítrekaður með þunga á fundinum með íslensku þingmönnunum í Brussel.(mbl.is)
Því verður ekki trúað,að deilu Íslands við Bretland verði blandað inn í afgreiðslu IMF á láni til Íslands.Ísland er stofnaðili að IMF og á rétt á láni þaðan.Ef deilunni við Breta verður blandað inn í maloð er verið að kúga Íslendinga. Ísland getur ekki látið kúga sig.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Afskrift lána vegna hlutafjárkaupa: Kann að brjóta í bága við hegningarlög
Það gæti reynst starfsmönnum Kaupþings dýrkeypt að stjórn bankans hafi afskrifað skuldir þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir það kunna að brjóta í bága við almenn hegningarlög. Brotið varði allt að sex ára fangelsi.
Helgi Magnús segir að starfsmennirnir gætu verið sekir um skilasvik með því að rýra svo veðin sem bankinn átti í skuld þeirra að það skerði rétt annarra lánadrottna til þess að fá fullnustu krafna sinna. Efnahagsbrotadeildin hefur enn ekki fengið til umfjöllunar afskriftir skulda starfsmanna Kaupþings.(ruv.is)
Þetta mál virðist alltaf alvarlegra og alvarlegra eftir því sem meira er fjallað um það.Það virðist vera að sú stefna Kapþings að gefa starfsmönnum möguleika á hlutafjárkaupum á hagstæðu gengi með kaupréttarákvæðum hafi leitt stjórn og starfsmenn í algerar ógöngur og að lokum leitt til þess að stjórnin ákvað að "strika út" skuldirnar,sem sennilega er ólöglegur gerningur.Í öllu falli tel ég víst,að honum verði rift.
Björgvin Guðmundsson