Föstudagur, 21. mars 2008
Er verið að níðast á neytendum?
Vöruverð hækkar umfram gengisþróun, samkvæmt upplýsingum sem borist hafa Neytendastofu. Lögfræðingur Neytendastofu segir lítið unnt að gera nema að höfða til eigenda verslana um að láta verðhækkanir ekki fara úr böndunum.
Landsmönnum hefur sumum hverjum svelgst hressilega á við verslunarleiðangra síðustu daga eftir sögulegt fall íslensku krónunnar. Vöruverð hefur í einhverjum tilvikum hækkað með ógnarhraða.
Þórunn Anna Árnadóttir, lögfræðingur Neytendastofu, segir ábendingar hafa borist frá svekktum viðskiptavinum verslana.
Lögfræðingur Neytendastofu kannast vart við hins vegar að fregnir berist af verðlækkunum þegar gengi krónunnar hafi styrkst.´
Þetta eru slæmar fréttir. Þær leiða í ljós,að verslanir eru að hækka meira en gengisþróun gefur tilefni til. Verslanir eru einnig að hækka verð á vörum,sem fluttar voru inn meðan krónan var hærra skráð en nú. Neytendastofa segir ekkert unnt að gera í þessu en það er ekki rétt. Ef verslanir eru uppvísar að því að misnota álagningarfrelsið þá er unnt að svipta þær þessu frelsi og setja ákveðna vöruflokka undir verðlagsákvæði,þ.e. ákveða hvað álgning megi vera há. Samkeppniseftirlitið getur veitt verslunum viðvörun fyrst en óþolandi er að níðst sé á neytendum eins og nú er gert.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 21. mars 2008
Miklar uppsagnir bankamanna
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja segja það áhyggjuefni hversu margir starfslokasamningar hafa verið gerðir við bankastarfsmenn það sem af er árinu auk þess sem mörgum hafi verið sagt upp. Anna Karen Hauksdóttir, varaformaður stéttarfélagsins, segir að um sé að ræða bankastarfsmenn á öllum aldri og í öllum geirum.
Auðvitað er það mikið áfall að missa vinnuna. Þetta hefur hins vegar alls staðar verið gert í samvinnu við stéttarfélagið, segir Anna.
Már Másson, upplýsingafulltrúi hjá Glitni, segir að menn hafi talið mikilvægt að sýna aðhald í rekstri. Bankinn hefur sagt upp starfsmönnum í Noregi, Danmörku og á Íslandi auk þess sem ekki hefur verið gengið frá fastráðningum og ekki ráðið í störf sem losnuðu í einhverjum tilvikum. Hins vegar hefur ekki komið til hópuppsagna.
Eðlilegt er að bankarnir fækki starfsfólki,.þegar erfiðleikar steðja að í rekstrinum. Væntanlega reyna bankarnir þó að halda uppsögnum í lágmarki og skera niður annan kostnað í staðinn.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Bankamönnum sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. mars 2008
Á Golgata
Við erum stödd i Jerusalem.Það er föstudagurinn langi. Það er mikill mannsöfnuður. Fólk er að búa sig undir að ganga upp á Golgata,þar sem Kristur var krossfestur. Ég slæst í hópinn. Sumir bera kross og fólk virðist vera af mörgum trúarbrögðum. Við göngum upp á Golgata,sömu leið og Kristur gekk þegar hann var krossfestur.Það grípur mann sterk tilfinning að horfa á allt þetta fólk ganga upp á Golgata og sérstk tilfinning að horfa á þá,sem bera kross eins og Kristur gerði.
Þetta var á fyrir 36 árum og það,sem sá þennan dag stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 21. mars 2008
Efst á baugi
Árið 1960 fengu tveir ungir blaðamenn þá hugmynd að hleypa af stokkunum fréttatengdum útvarpsþætti,sem þeir kölluðu "Efst á baugi". Þetta voru þeir Björgvin Guðmundsson,blaðamaður á Alþýðublaðinu og Tómas Karlsson,blaðamaður á Tímanum.Þeir lögðu hugmyndina fyrir útvarpsráð og þar var hún samþykkt. Þátturinn var einu sinni í viku á besta hlustunartíma,strax eftir fréttir og þetta var áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Þátturinn varð strax mjög vinsæll og enn er ég að hitta fólk,sem hlustaði alltaf á þáttinn. Við vorum með þáttinn í 10 ár,alltaf einu sinni í viku. En þá hættum við með þáttinn.Var þetta þá sá þáttur útvarpsins,sem lengst hafði verið samfellt við líði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. mars 2008
Páskarnir,mikil fjölskylduhelgi
Páskahelgin er mikil fjölaskylduhelgi.Þetta er löng fríhelgi og gefur fjölskyldum gott tækifæri til þess að vera saman heima í ró og næði eða að ferðast saman, t.d. fara á skíði ef kostur er á því o.s.frv.
![]() |
Flest skíðasvæði opin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. mars 2008
Fara Þingvellir af heimsminjaskrá?
Til greina kemur að setja Þingvallaþjóðgarð á lista UNESCO yfir heimsminjar í hættu, vegna lagningar nýs vegar milli Þingvallavatns og Laugarvatns.
Við fylgjumst mjög vel með þessum vegaframkvæmdum og munum mögulega endurskoða stöðu þjóðgarðsins [á heimsminjaskrá UNESCO], segir dr. Mechtild Rössler, yfirmaður hjá heimsminjanefnd UNESCO.
Um er að ræða Lyngdalsheiðarveg, sem leggja á í stað vestari hluta Gjábakkavegar. Skipulag framkvæmdarinnar hefur verið samþykkt, en eftir er að bjóða verkið út.
Það er augljóslega verið að gefa samgönguyfirvöldum gula spjaldið, segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um orð dr. Rösslers.
Hann bendir á að nýi vegurinn færi umferðina nær Þingvallavatni og viðkvæmum hrygningarsvæðum. Auk þess megi búast við stóraukinni umferð um þjóðgarðinn með lagningu þjóðvegar með 90 km hámarkshraða milli Laugarvatns og Þingvallavatns.
Ég tel,að það sé óráð að leggja umræddan veg milli Þingvallavatns og Laugarvatsn,ef halda á Þingvöllum á lista UNESCO yfir heimsminjar.
![]() |
Þingvellir af heimsminjaskrá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. mars 2008
Lánshæfismat Glitnis enduskoðað
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga. Lánshæfismat Glitnis er nú: langtímaskuldbindingar eru metnar A-, skammtímaskuldbindingar A-2. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem metinn er af S&P.
Í síðasta mánuði lækkaði matsfyrirtækið Moody's lánshæfiseinkunn Glitnis sem og Kaupþings og Landsbankans.Þessi afstaða S&P kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja á mörkuðum," segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, í tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Erlend fjármálablöð og erlendar matsstofnanir horfa nú mjög til íslensku bankanna vegna gengishruns íslensku krónunnar og umræðna um verri horfu í efnahagsmálum. Íslensku bankarnir standa sterkir og lausafjárstaða þeirra er mjög góð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lánshæfismat Glitnis tekið til endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. mars 2008
Hillary tekur forustuna
Hillary Clinton hefur nú tekið forystu á Obama í barátunni fyrir forkosningar demókrata um forsetaembættið, ef marka má skoðanakannanir. Staða þeirra í skoðanakönnunum hefur verið býsna jöfn allt frá því í febrúar, en Clinton sækir á, samkvæmt síðustu Gallup könnun.
Í þeirri könnun voru 1209 demokratar spurðir hvern þeir vildu sjá sem næsta forseta og 49% nefndu Clinton en 42% sögðust styðja Obama. Skekkjumörk eru þrjú prósent og því er talað um að Clinton hafi marktækt meira fylgi en Obama.
Hins vegar hefur Obama enn eitthvað fleiri kjörmenn svo enn er alveg óvíst hvor þeirra vinnur. Margir telja,að úrslit ráðist ekki fyrr en á þingi demokrata.Að mínu mati skiptir ekki mjög miklu hvor þeirra Hillary eða Obama verður tilefndur forsetaefni demokrata.Báðir frambjóðendur eru mjög frambærilegir,Hillary yrði fyrsta konan en Obama yrði fyrsti þeldökki maðurinn til þess að hljóta útnefningu.Ekki er stór munur á stefnu þeirra.
Björgvin Guðmundsson