Geir: Tökum ekki einhliða upp evru

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, að einhliða upptaka erlendrar myntar  kæmi ekki til greina hér á landi að hans mati. „Við erum ein þróaðasta og ríkasta þjóð í heimi og slíkar þjóðir taka ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar.

Ég er sammála Geir i þessu efni. Við tökum ekki einhliða  mynt annarrar þjóðar. En við getum tekið upp evru með því að ganga í Myntbandalag Evrópu og ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland háð erlendu vinnuafli

Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna og „það er ekkert víst að við [Íslendingar] séum með mjög sterka stöðu í þeirri samkeppni á alþjóðavísu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 

Samtök atvinnulífsins kynntu í dag nýtt rit, sem ber yfirskriftina Baráttan um besta fólkið, þar sem fjallað er um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins.

Þar kemur m.a. fram að Ísland stendur Norðurlöndunum í heild að baki við að takast á við áskoranir hnattvæðingarinnar.

Ísland stendur vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð landsins eru ekki aðlaðandi. Á heildina litið er samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk í meðallagi þegar litið er til kaupmáttar launa eftir skatt.

Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem koma í staðinn eru tiltölulega fámennir. Vinnuframlag erlends starfsfólks verður ein meginforsenda hagvaxtar. 

Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulifsins.SA telur,að  Ísland verði  algerlega háð erlendu vinnuafli eftir nokkur ár.Það má raunar segja, að þannig sé ástandið í dag.t.d. í fiskvinnslu og ýmsum þjónustustörfum á spítölum og víðar. Mikið er af erlendu vinnuafli í verslunum og í  byggingariðnaðinum. Erlendu vinnuafli mun væntanlega fækka á næstu árum en síðan kemur það aftur síðar samkvæmt skýrslu SA.Það þýðir ekkert fyrir Íslendinga að fúlsa við útlendingum. Við erum háðir þeim sem vinnuafli og  til þess að halda uppi hagvexti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

PDF-skrá 

Fara til baka 


mbl.is Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir fólks jukust um 15% milli ára.Róðurinn þyngist

Skuldir fólks sem leitaði í fyrra til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna  hækkuðu að meðatali um 15% milli ára. Þetta kom fram á fundi í  morgun þar sem ársskýrsla Ráðgjafarstofu var kynnt. „Þetta eru vísbendingar um að róðurinn sé að þyngjast,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um þessar tölur.

Alls  voru afgreiddar 612 umsóknir hjá Ráðgjafarstofu í fyrra. Símaráðgjöf var einnig veitt alla virka daga og voru að meðaltali afgreidd um 40 símtöl á mánuði. Ásta benti á að þau vanskil sem mest hefðu aukist milli ára væru raðgreiðslusamningar og bílalán.

Fram kom hjá Ástu að þeir sem helst leita til Ráðgjafarstofu vegna fjárhagsvandræða eru einstæðar mæður, sem voru 34% viðskiptavina ráðgjafarstofunnar í fyrra. Nærst stærsti hópurinn sem leitaði eftir aðstoð eru einhleypir karlar. Sagði Ásta það ánægjulegt að svo virtist sem þessi hópur sæktist í auknum mæli eftir aðstoð.

Mjög margir hafa keypt bíla á lánum og skuldsett sig of mikið við íbúðarkaup. Mikið af þessu  fólki á nú í fjármagsvandræðum. Einstæðar mæður eru margar  í fjárhagsvandræðum.Það er m.a. vegna þess að bætur,sem þær fá eru lágar. Þær eiga erfitt með að vinna,ef þeir eru með  mörg börn o.s.frv.

Sumir lenda í fjárhagsvandræðum vegna fákunnáttu í fjárálum. Ráðgjafarstofa heimilanna hefur vissulega hlutverki að gegna.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is „Róðurinn að þyngjast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisspá Seðlabankans óábyrg með öllu

Þeir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G.Tómasson þáttastjórnandi ræddu  spá Seðlabanksn um 30% lækkun íbúðaverðs á Útvarpi Sögu í morgun. Guðmundur Ólafsson sagði, að spáin væri algerlega óábyrg og  raunar gaf Guðmundur í skyn, að um skemmdarstarfsemi væri að ræða hjá bankanum. Guðmundur sagði,að  Seðlabankinn væri að reyna að skapa "panik" ástand með hræðsluáróðri um 30% lækkun húsnæðisverðs.Hugmyndin á bak við þetta hjá Seðlabankanum væri sú,að ef bankinn gæti stuðlað að mikilli  lækkun íbúðaverðs mundi vísitalan lækka, þar eð húsnæðisliðurinn vigtar þungt í vísitölunni  og þá lækkaði verðbólgan. Ef þessi kenning  Guðmundar er rétt  ætti að víkja bankastjórn Seðlabankans frá.

 

Björgvin Guðmundsson


18000 skila ekki skattskýrslu

Um 18 þúsund manns skiluðu ekki skattskýrslu í fyrra. Á skattgrunnskrá á árinu 2007 voru um 253 þúsund manns og af þeim voru því um sjö prósent sem ekki skiluðu skattskýrslu. „Það er óviðunandi að það séu svona margir sem ekki skila skattframtali,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Hlutfall framteljenda sem ekki skila skattframtali hefur hækkað frá því að vera um 3,5 prósent árið 1994 og upp í 7 prósent í fyrra. Þegar skattframtali er ekki skilað þarf að áætla skatt á viðkomandi. Skúli segir það alltaf vont að þurfa að áætla skatt á einstaklinga. „Það skekkir allar hagstærðir. Innheimta áætlaðra skattskulda er líka alltaf erfiðari en ella og það má ekki gleyma því að þetta er lögbundin skylda. Það er líka mjög óþægilegt fyrir fólk að láta áætla á sig því yfirleitt er áætlað meira á það en tekjur þess eru og það kostar bara umstang og vandræði fyrir fólk, sérstaklega ef þetta eru launþegar því þá er haldið eftir skatti sem er kannski óþarflega hár vegna þess að fólk hefur ekki skilað framtali.“

Það er alvarlegt mál að skila ekki skattskýrslu. Ef svo er áætla skattyfirvöld tekjur viðkomandi og skatt hans.Hafa margir fengið  háan skatt áætlaðan og verið í erfiðleikum með að fá hann felldan niður eða lækkaðan.Að vísu hefur ríkisskattstjóri verið að gera því skóna,að unnt verði fljótlega að fella framtöl niður með öllu.Það sem helst stendur í veginum eru fjármagnstekjur. Bankarnir vilja ekki gefa upp inneignir manna í bönkum og skattyfirvöld hafa ekki fundið leið til þess að  skattleggja fjármagnstekjur án framtals .

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 18.000 skattskussar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur B:Tillaga um REI þvert á yfirlýsingu borgarstjóra

Borgarstjóranum nýja er stillt upp við vegg á forsíðum dagblaðanna meðan Sjálfstæðisflokksmenn í borginni reyna að leysa ágreining sinn og vanda í valdabaráttu með því að selja REI á kostnað Orkuveitunnar og borgarbúa. – Þetta er niðurstaða Dags B. Eggertssonar um nýjustu tíðindi af sögunni endalausu í Ráðhúsi og Orkuveitu Reykjavíkur.

„Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins ætlar borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins að leggja fram tillögu um sölu REI á fundi Orkuveitu Reykjavíkur sem hefst nú klukkan 11,“ segir Dagur í fréttatilkynningu sem hann sendi út í morgun. „Þetta er þvert á yfirlýsingar borgarstjóra í Kastljósi í gær og virðist raunar einnig vera í mótsögn við málefnasamning sitjandi meirihluta þar sem einkavæðing orkufyrirtækja er útilokuð.

Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins virðist enn og aftur vera viðbragðs-pólitík, að þessu sinni vegna harðorðs leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem stefnuleysi og hringlandaháttur borgarstjórnarflokksins var kallaður „lágkúrulegur,“ borgarstjórnarflokkurinn sagður forystu- og dómgreindarlaus og ástandið „hörmulegt, en því miður staðreynd“.

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni gerir þó illt verra með óábyrgum skyndihugmyndum um sölu REI.

Það er hver höndin upp á móri annarri í meirihlutanum í borgarstjórn. Ágreingur hefur ekki minnkað frá því sl. haust.Ágreiningur innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðiaflokksins er enn til staðar en við það bætist nú ágreiningur milli  Ólafs borgarsstjóra og Sjálfstæðisflokksins.,

 

Björgvin Guðmundsson


New York Times:Vaxtarskeið endar með sársaukafullum hætti

 

Bandaríska blaðið The New York Times hefur nú bæst í hóp þeirra erlendu fjölmiðla sem fjalla sérstaklega um stöðuna í íslensku efnahagslífi. Var fréttin á forsíðu  fréttavefjar blaðsins í morgun og ber fyrirsögnina: Ísland, lítil orkustöð, missir afl.

Segir blaðið m.a. að langt vaxtarskeið hafi nú skyndilega endað með sársaukafullum hætti, hruni gjaldmiðilsins, vaxandi verðbólgu, háum vöxtum og spá um fyrstu efnahagslægðina síðan 1992.

Það er ekki unnt að koma í veg fyrir,að erlendir fjölmiðlar fjalli um efnahagsvanda Íslands. Ef það er gert á sanngjarnan hátt er það í lagi. En  því  meira sem birtist um mikla erfiðleika í efnahagsmálum Íslands því verra.Nauðsynlegt er, að stjórnvöld grípi til  aðgerða til þess að leysa efnahagsvandann. Aukning á gjaldeyrisvarasjóðnum væri til mikill bóta.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is New York Times fjallar um íslenskt efnahagslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekklegt að gera grín að jómfrúræðunni

Stöð 2 gerði sér mikinn mat úr því í gærkveldi,að varaþingmaður Samfylkingarinnar,Guðný Hrund,varð að stöðva jómfrúræðu sína á alþingi,þar eð  þegar hún var að tala eftir punktum lokaðist skyndilega fyrir og hún mundi ekki framhaldið. Þetta getur alltaf komið fyrir, jafnvel hjá vönum ræðumönnum.Mér finnst ósmekklegt hjá Stöð 2 að gera sér mat úr þessu.  Gott ráð fyrir  tiltölulega óvana ræðumenn,sem eru ekki því öryggari, er  þegar mikið liggur við að hafa ekki aðeins punkta til þess að tala eftir  heldur að hafa einnig skrifaða ræðu við hendina.Það veitir aukið öryggi við flutninginn að vita af skrifuðu ræðunni og ef eitthvað ber útaf má grípa til hennar.Ég óska Guðnyju Hrund alls góðs á stjórnmálaferlinum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ólafur F. sækir í sig veðrið

Ólafur F.Magnússon,borgarstjóri, sat fyrir svörum í Kastljósi RUV  í gær. Var einkum rætt um REI og Hallargarðinn,M.a. var Ólafur spurður um þau ummæli Kjartans Magnússonar,að  til greina kæmi að selja einkaaðilum hlut í REI og jafnvel að selja REI allt.Ólafur kvaðst ekki sammmála því. Hann kvað það ekki í samræmi við niðurstöðu stýrihópsins um REI. Ekki kæmi til greina að selja einkaaðilum hlut í REI. Orkuveitan og REI ætti að vera í eigu almennings, Reykvíkinga.Hann var einnig spurður um Hallargarðinn og hvort til greina kæmi að loka garðinum að einhverju leyti. Hann sagði,að það kæmi ekki til greina. Hann mundi tryggja að garðurinn yrði alltaf opinn almenningi. Tækist ekki að tryggja  það mundi  salan ganga til baka.

Ljóst er ,að mikill ágreiningur er á milli vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar um stefnuna varðandi REI.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 18. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband