Mánudagur, 28. apríl 2008
Leiðrétta verður misrétti kvótakerfisins
Mánudagur, 28. apríl 2008
Grunnskólakennarar fá 25 þús.kr. hækkun
- Skrifað var undir kjarasamning milli Félags grunnskólakennara (FG) og launanefndar sveitarfélaga (LS) í dag. Samningurinn gildir til eins árs og hækka laun kennara um 25 þúsund krónur á mánuði 1. júní auk hækkana í ágúst og október.
Samkvæmt upplýsingum frá samningsaðilum er með hækkuninni 1. júní verið að hluta til að færa launataxta að greiddum launum þar sem yfirborganir hafa átt sér stað. Við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst bætast 9000 krónur inn í launatöflu auk þess sem uppbyggingu hennar er breytt til hagsbóta fyrir yngri kennara. 1. október hækka öll starfsheiti um einn launaflokk.
Þessar þrjár hækkanir fyrir þá, sem ekki hafa notið yfirborgana, nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. Þann 1. janúar 2009 hækka laun síðan um 2,5%. Á þessu ári má vænta að launakostnaður sveitarfélaga vegna þessa samnings hækki um 1,2 milljarða króna.
Það er fagnaðarefni,að þessir samningar skuli hafa náðst.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Laun grunnskólakennara hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Deilan á Landspítala leyst?
Forsvarsmenn Landspítala hafa frestað gildistöku nýs vaktakerfis, sem átti að taka um mánaðamótin, fram til 1. október. Leggur spítalinn til að hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar, sem höfðu sagt upp um mánaðamótin vegna kerfisins, fresti uppsögnum fram á haust og tíminn verði nýttur til viðræðna og samninga.
Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem hófst nú klukkan 16 en þar las Anna Stefánsdóttir, annar tveggja starfandi forstjóra spítalans, upp fréttatilkynningu þessa efnis.
Fram kom í fréttum Útvarpsins, að hjúkrunarfræðingar muni væntanlega greiða atkvæði um þessa tillögu á morgun en fundur hefur verið boðaður í félagi þeirra um málið.
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Ljóst er,að stjórnendur spítalans hafa séð að sér og ákveðið að fresta framkvæmd nýs vaktakerfis. Það er virðingarvert. Væntanlega verður sumarið notað til samningaviðræðna milli aðila og vonandi næst samkomulag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Landspítali frestar nýju vaktakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Verðbólgan 11,8%
Verðbólgan á Íslandi mældist 11,8 prósent í apríl eftir að vísitala neysluverðs hafði hækkað um 3,4 prósent á milli mánaða. Hefur hún ekki verið hærri í nærri átján ár.
Verðbólgan var 8,7 prósent í síðasta mánuði en ýmislegt kemur til hækkunar neysluverðsvísitölunni. Fram kemur á vef Hagstofunnar að gengissig íslensku krónunnar undanfarið hafi skilað sér mjög hratt út í verðlagið.
Hækkaði verð á innfluttum vörum um 6,2 prósent í mánuðinum og hafði það áhrif til hækkunar á vísitölunni um 2,1 prósent. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 7,1 prósent, þar af hækkaði verð á nýjum bílum um 11 prósent og á bensíni og olíum um 5,2 prósent.
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 6,4 prósent en þar af hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum um 10,2 prósent.
Sem fyrr segir hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,8 prósent síðastliðna tólf mánuði .
Þessi mikla verðbólga er stóralvarlegt mál. Ríkisstjórnin verður að taka í taumana. Það þarf strax að láta samkeppniseftirlitið gera rannsókn á því hvað verðlag hefur hækkað mikið undanfarið. Þá mun koma í ljós,að sumar vörur hafa hækkað óeðlilega mikið. Reynist það svo á að gefa verslunum nokkurra daga frst til þess að lækka þessar vörur eitthvað en ella að setja þær undir hámarksálagningu. Það er of mikið í húfi til þess að láta allt reka á reiðanum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 28. apríl 2008
Landspítalinn leitar eftir erlendu vinnuafli!
Landspítalinn hefur auglýst eftir geislafræðingum til starfa en 40 af 52 geislafræðingum hætta störfum 1. maí ef ekki leysist úr deilunni milli þeirra og stjórnenda spítalans. Ef svo fer sem nú horfir verður sú raunin.
Hansína Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri á myndgreiningarsviði LSH, segir að ef uppsagnirnar gangi eftir þurfi að ráða jafnmarga í staðinn og rætt hafi verið um að auglýsa á Norðurlöndunum og jafnvel á Írlandi. Þegar starfa sex norskir geislafræðingar á Landspítalanum og er einkum horft til Noregs í von um framtíðarstarfskrafta.
Það þarf enginn að segja mér,að Landspítalinn fái norska geislafræðinga fyrir sömu laun og greidd eru íslenskum geislafræðingum.það verður að borga þeim hærri laun. Og hið sama er að segja um hjúkrunarfræðinga. Ef ráðnir verða erlendir hjúkrunarfræðingar verður að greiða þeim hærri laun. En yfirstjórn Landspítalans finnst ef til vill í lagi að greiða hærri laun,aðeins ef það fer ekki til Íslendinga!Breyting á vaktafyrirkomulagi þýðir launaskerðingu fyrir hjúkrunarfræðinga.Ef spítalinn hefði boðist til þess að greiða hjúkrunarfræðingum aukakostnaðinn ( launaskerðinguna) hefðu þeir dregið uppsagnir sínar til baka.,
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Landspítalinn horfir til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Er Samfylkingin á réttri leið?
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: "Er Samfylkingin á réttri leið?" Þar segir svo m.a.:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)