Sunnudagur, 18. maí 2008
Eurobandið fær góðar viðtökur
![]() |
Konunglegar móttökur í Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. maí 2008
Margir krakkar í húsdýra- og fjölskyldugarðinum
Stöð 2 bauð áskrifendum og fjölskyldum þeirra frítt í húsdýra-og fjölskyldugarðinn. Þetta var gott framtak hjá stöðinni. Gífurlegur fjöldi krakka mætti og það var góð stemmning enda skemmtiatriði og fríar pulsur og kók. En það var einn galli á þessu. Það var svo gífurlegur fjöldi,að biðraðir voru alltof langar og margir krakkar gáfust upp á því að bíða og komust því ekki í tækin. Sennilega væri skynsamlegast fyrir Stöð 2 að hafa þetta í tvennu eða þrennu lagi næst.
Sonarsonur minn,Arngrímur Guðmundsson, fór í garðinn ásamt pabba sínum og skemmti sér vel enda þótt hann kæmist ekki í nein tæki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Hræðsluáróður Geirs um ESB
Geir H.Haarde talaði m.a. um ESB á fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hann,að ef Ísland hefði verið í ESB nú hefði ekki verið unnt að gera neitt í efnahagsmálum annað en að auka atvinnuleysi. Ekki hefði verið unnt að breyta vöxtum eða gengi, það væri í höndum Seðlabankans í Frankfurt ef við værum í ESB.Þetta er hræðsluáróður hjá Geir. Hann er að reyna að hræða sjálfstæðismenn frá því að taka afstöðu með ESB. En ég er hissa á Geir að falla í þá gryfju að beita þessum " billegu" rökum.
Lítum á málið: Ef Ísland hefði verið í ESB hefðum við aldrei lent í þeirri stöðu,sem við erum í núna.Vextir hefðu þá verið lágir eða þeir sömu og í evrulöndum og mikið hagstæðari almenningi.Himinháir vextir hefðu þá ekki lokkað erlenda fjárfesta hingað til þess að kaupa hundruð milljarða í krónubréfum,sem síðan voru skyndilega seld og orsökuðu mikið gengisfall. Slíkar sviptingar gerast ekki hjá ESB.Gengið hefði þá verið stöðugt til hagsbóta fyrir útflutningsatvinnuvegina og allan almenning.M.ö.o: Slíkt ástand og hér er nú skapast ekki í ríkjum ESB. Að vísu verður að viðurkenna,að atvinnuástand er misjafnt í löndum ESB og í sumum löndum talvert atvinnuleysi.En þannig var það einnig áður en löndin gengu í ESB.
Atvinnuástand hefur verið gott hér um langt skeið en áður þekktum við atvinnuleysi,m.a. þegar markaðir brugðust erlendis og verð féll á afurðum okkar ytra. Ef stöðugleiki er í efnahagsmálum,vextir lágir og gengið stöðugt er auðveldara að byggja upp atvinnulíf og aukna vinnu en ef vextir rjúka upp úr öllu valdi og gengið sveiflast upp og niður.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 18. maí 2008
Morgunblaðið vill jöfnuð
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um að,að Íslendingar vilji ekki þjóðfélag mikillar misskiptingar.Eða eins og segir í greininni,að " heppilegasta þjóðfélagsgerðin fyrir svo fámennt samfélag eins og hið íslenska sé þjóðfélag,þar sem jöfnuður ríki og efnamunur ekki of áberandi." Síðar í greininni segir: Líklega hefur mestur jöfnuður ríkt í íslensku samfélagi á Viðreisnarárunum svonefndu á árabilinu 1960-1970.
Í Reykjavíkurbréfinu segir,að hin mikla frjálshyggja hér hafi aukið misskiptingu á ný. Sú stefna hafi ítt undir vaxandi efnamun. Ég er sammmála bréfritara Reykjavíkurbréfsins ( Styrmi?) .Ég hefi nefnt það áður hér,að svo virðist sem Mbl. sé að færast til vinstri á lokaspretti ritstjóraferils Styrmis Gunnarssonar. En að vísu hefur Mbl. oft áður verið með róttæk sjónarmið í þjóðfélagsmálum. En þau sjónarmið sem haldið er fram í Reykjavíkurbréfi í dag um nauðsyn á jöfnuði í islensku þjóðfélagi eru sjónarmið jafnaðarstefnunnar.
Það þarf að berjast gegn græðgisstefnu frjálshyggjunnar og vinna að auknum jöfnuði í íslensku samfélagi.
Björgvin Guððmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Ekkert gerist í samningum við BSRB
Aðalfundur BHM lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið eru komnar í. Það er óásættanlegt að samninganefndir aðildarfélaga bandalagsins mæti á fund eftir fund með samninganefnd ríkisins án þess að nokkrar eiginlegar viðræður eigi sér stað. Þessi kyrrstaða í samningamálunum er alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðildarfélögum BHM er enn boðið upp á samning með forsenduákvæði sem þegar er brostið og því er það skýlaus krafa aðalfundar að fjármálaráðherra veiti samninganefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um.
Þannig hljóðar ályktun BSRB. Það er eðlilegt að samninganefnd samtakanna samþykki ekki samninga sem eru orðnir úreltir. Sannleikurinn er sá,að samningar þeir,sem ASÍ og SA gerðu eru alveg orðnir úreltir,þar eð verðbólgan hefur étið upp alla kauphækkunina,sem þessir aðilar sömdu um og meira til. Ljóst er að þeim samningum verður sagt upp strax um áramót.Innan BSRB er mikið af umönnunarstéttum,sem ráðamenn hafa talað um að bæta kjörin hjá. Nú er komið að því og enda þótt efnahagsástand sé ótryggt verður ekki komist hjá því að tryggja rekstur spítalanna og annarra þjónustustofnana og bæta kjör umönnunarstétta verulega.
Björgvin Guðmundsson
Bj
![]() |
BHM lýsir ríkisstjórn ábyrga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |