Laugardagur, 31. maí 2008
Eign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og LH 340 milljarðar
Lífeyrissjóðirnir eru sterkir Um síðustu áramót voru eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) alls 340 milljarðar.LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins.Fyrir 10 árum námu eignir LSR 38 milljörðum.Þær hafa því nífaldast á þessum 10 árum.Ávöxtun hefur verið góð hjá LSR undanfarin ár.Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hefur verið 8,7% sl. 5 ár en 5,7% sl. 10 ár. Sl. ár var afkoman verri, raunávöxtun mínus 0,8%. Nafnávöxtun það ár var 5,1% og tekjur af fjárfestingum á árinu námu 15 milljörðum.
Það þarf að passa vel upp á fjármuni lífeyrissjóðanna. Ekki kemur til mála að mínu áliti,að lífeyrissjóðirnur fari að lána bönkunum hlutabréf eins og óskað er heimildar fyrir á alþingi.,
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. maí 2008
Sjóminjasafnið opnað á ný
Víkin, sjóminjasafnið í Reykjavík, var opnað formlega á ný á Grandagarði 8 í morgun eftir gagngerar endurbætur. Jafnframt voru opnaðar fimm sýningar sem rekja þróun og fiskveiða og strandmenningar landsmanna í aldanna rás.
Varðskipið Óðinn verður nú hluti af safninu, sem fékk skipið afhent með formlegum hætti í gær. Skipið liggur við sérstaka bryggju safnsins og gefst gestum kostur á að skoða skipið undir leiðsögn. Einnig er dráttarbáturinn Magni við safnbryggjuna en hann er fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi í Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn.
Sjóminjasafnið er staðsett í gamla frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Það er Sigrún Magnúsdóttor,fyrrverandi borgarfulltrúi,sem veitir Sjóminjasafninu forstöðu en hún á stærsta þáttinn í því að safnið hefur komist á fót. Á hún miklar þakkir skilið fyrir dugnað og elju við að stofnsetja safnið og endurbæta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sjóminjasafn opnað eftir endurbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. maí 2008
Grunnskólanemendur fagna vorinu
Grunnskólanemendur eru um þessar mundir að líta upp úr skólabókunum og framan í vorið og fagna því að vonum. Víða eru haldnar vorhátíðir og ein slík stendur nú yfir í miðborg Reykjavíkur þar sem nemendur Austurbæjarskóla ganga í skrúðgöngu um Laugaveg og nærliggjandi götur.
Gangan er litrík að venu mikið um fána, hnetti, veifur og boli í öllum regnbogans litum og slagverkssveitir fara á undan.
Skólarnir eru mjög ríkur þáttur í okkar samfélagi og ef til vill sá mikilvægasti. Það er mikil vinna að vera í skóla og nemendur í grunnskólum sjá nu fram á langþráð sumarleyfi.Það verður þeim kærkomið. Flestir vinna í sumarleyfinu.Síðan hefst vinnan,námið, á ný í haust eftir gott sumarleyfi og tilbreytingu í öðru starfi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vorinu fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. maí 2008
Nærri orðinn undir vínflöskunum
Við bara rétt sluppum út. Þetta var ótrúlega snarpur skjálfti og mér fannst hann líka standa lengi yfir. Ég var að raða hér upp í hillur og það var eins og það færi skriða af stað. Ef mér hefði skrikað fótur hefði ég hreinlega grafist undir flöskunum og þá er bara alveg óvíst hvar ég væri í dag.
Svo virðist sem ótrúleg heppni hafi verið með fólki,þegar skjálftinn reið yfir. Margir segja þá sögu,að hurð hafi skollið nærri hælum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Hveragerði átti fótum fjör að launa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. maí 2008
Bakari hengdur fyrir smið
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. hefur sagt Guðmundi Þóroddsyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og REI upp störfum.Ekki kemur fram,að Guðmundur hafi neitt brotið af sér. Enda mun svo ekki vera. Meirihlutinn þarf aðeins að hengja einhvern fyrir sitt eigið klúður hjá Orkuveitu og REI og þá er nærtækast að hengja næsta embættismann. En ekki er það stórmannlegt.. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bar ábyrgð á klúðrinu hjá OR og REI. Sexmenningarnir sögðu að Vilhjálmur borgarstjóri hefði brotið af sér og þeir fóru til Geirs formanns og klöguðu Vilhjálm. En í framhaldi af því tóku þeir Vilhjálm í sátt. Ekki er ljóst hvort það voru sexmenningarnir eða Vilhjálmur,sem brutu af sér í orkumálunum hjá borginni.Sexmenningarnir töldu að Vilhjálmur hefði ekki haldið þeim nægilega upplýstum um gang mála og verið full einráður. En í raun hagaði Vilhjálmur sér aðeins eins og borgarstjórar íhaldsins hafa alltaf gert.Og auðvitað gátu sexmenningarnir haft sig eftir upplýsingum og fylgst betur með.Guðmundur Þoroddsson gerði ekkert af sér. Hann framfylgdi aðeins því sem samþykkt var í stjórnum OR og REI. Það er því löðurmannlegt að reka hann vegna klúðurs,sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði og bar ábyrgð á.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 31. maí 2008
Steingrímur J. á ræðumetið á alþingi
Þingmenn Vinstri grænna voru málglaðastir á Alþingi í vetur. Þar leiddi formaðurinn hjörðina en hann talaði samtals í ríflega þrjátíu klukkustundir. Fast á hæla honum fylgdi Jón Bjarnason sem var í ræðustóli í 24 klukkustundir eða örlítið meira en Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Minnst fór fyrir Herdísi Þórðardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, en hún tók aðeins tólf sinnum til máls á Alþingi í vetur og talaði samtals í 28 mínútur. Næstminnst talaði flokkssystir Herdísar, Björk Guðjónsdóttir, en hún kom í pontu átján sinnum og talaði í það heila í rúma klukkustund.
Það kemur ekki á óvart að Steingrímur J. eigi metið hvað' varðar mikinn ræðuflutning á alþingi. Hann hefur oft átt metið.Steingrímur J. er mikill málafylgjumaður,góður ræðumaður. Hann er skeleggasti stjórnarandstæðingurinn. Guðni Ágústsson hefur verið að reyna að feta í fótspor Steingríms undanfarið. En það er svo stutt síðan Guðni var í stjórn að' hann verður ekki nógu sannfærandi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Steingrímur talaði mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. maí 2008
Jarðskjálfti 4 á Ricter í kvöld
Snarpir eftirskjálftar hafa orðið í Ölfusi í kvöld. Fyrst urðu tveir skjálftar, sem báðir voru um 4 stig á Richter kl. 22:05 og 22:07. Þá urðu tveir skjálftar klukkan 22:51 og 23:04. Fyrri skjálftinn var ríflega 3,5 að stærð og sá seinni líklega 4,2 til 4,3 að stærð. Allir fundust þeir vel á svæðinu.
Að sögn Veðurstofunnar áttu skjálftarnir upptök sín við norðvesturenda Ingólfsfjalls og teljast til eftirskjálfta á þeirri sprungu, sem gekk til í meginskjálftanum í gær.
Af þessu er ljóst,að skjalftahrinunni er ekki lokið.En visindamenn virðast sammála um að ekki komi eins stór skjálfti eins og í gær í bráð en sá skjálfti var 6,3 á ísl. mælikvarða.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Snarpir eftirskjálftar í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |