Mc.Cain gagnrýnir Berlínarræðu Obama

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, gagnrýndi keppinaut sinn Barack Obama í kvöld fyrir að halda pólitíska ræðu í Berlín.

McCain fékk sér snæðing á matsölustað í Ohio og gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn. Hann skaut á keppinaut sinn, Barack Obama frambjóðanda demókrata, sem fyrr í kvöld hélt ræðu í Berlín fyrir framan tugi þúsunda manna. McCain sagðist svo sannarlega einnig vilja halda ræðu í Berlín. Hann kysi þó að gera það sem forseti en ekki forsetaframbjóðandi. Hann benti á að hann væri nú á ferðalagi um Bandaríkin að tala um málefni sem snerti alla Bandaríkjamenn.

Það vakti eftirtekt að matsölustaðurinn var þýskur og menn veltu því fyrir sér hvort það væri tilviljun ein. Einnig að McCain hafi keypt útvarpsauglýsingar í borgunum Berlín í Pennsylvaníu, Berlín í New Hampshire og Berlín í Wisconsin. Ferðalag Barack Obama um Evrópu og miðausturlönd hefur vakið gríðarlega fjölmiðlaathygli og vinsælustu fréttamenn Bandaríkjanna elta Obama hvert fótmál. Ferðalög McCains vekja hinsvegar mun minni eftirtekt.  McCain vonast til þess að með því að einblína á Bandaríkin muni hann vinna sér inn atkvæði þeirra Bandaríkjamanna sem lítinn áhuga hafa á utanríkismálum.

Ég tel,að Obama vinni McCain í forsetakosningunum síðar á þessu ári.Baráttan verður þó mjög hörð.Fram að þessu hefur Obama haft meira í skoðanakönnunum.Ferð hans til Asíu og Evrópu mun einnig áreiðanlega færa honum einhver atkvæði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Obama fagnað mjög í Berlín

Hundruð þúsunda hlýddu á bandaríska forsetaframbjóðandann Barack Obama  þegar hann hélt ræðu í Berlín í dag. Var honum tekið sem rokkstjörnu og mál manna að þarna væri maðurinn kominn sem myndi bæta tengslin milli Bandaríkjanna og Evrópu.

 

Knútur Kristinsson, tónlistarmaður, er á tónleikaferðalagi í Berlín og var viðstaddur ræðu Obama sem lauk fyrir stundu. Segir hann að upplifunin hafi verið ótrúleg.

,,Það var ótrúleg stemning á svæðinu, ekki ósvipuð því og rokkstjarna væri komin á staðinn. Svavar sagði meirihluta viðstaddra hafa verið ungt fólk. Víða mátti sjá skilti með nafni Obama og setningum eins og Barack’n roll enda hefði allt umhverfið verið eins og risastórir tónleikar væru í borginni en ekki stjórnmálamaður.

,,Alls staðar mátti sjá bjórsölustanda, sölumenn með ýmsan varning eins og stuttermaboli með mynd Obama, derhúfur og annan varning. Obama helgaði ræðu sína utanríkismálum og sagði að Berlín væri táknmynd frelsisins. Hann sagði að mikilvægt væri að Bandaríkjamenn áttuðu sig á alheimssamhengi fátæktar og umhverfisvanda og að rætur ýmissa vandamála sem steðjuðu að Bandaríkjamönnum væri að finna í fátækt. Það væru hagsmunir allra að vinna í sameiningu að því að leysa vandamál eins og fátækt og umhverfisvandamál. Dreifa þyrfti betur auðæfum heimsins og vinna að jöfnuði. Bandaríkjamenn þyrftu að skilja að rætur hryðjuverka lægju oft í fátækt. Þessir gömlu bandamenn, Evrópa og Bandaríkin, þyrftu að vinna saman.

Undirtektir almennings voru gríðarlega góðar.(mbl.is)

Margir aðrir bandarískir stjórnmálamenn hafa talað í Berlín en þeirra frægastur var Kennedy.Obama hefur verið að kynna sig í Evrópu og Asiu og afla sér þekkingar á utanríkismálum.En það háir honumhelst,að hann hefur ekki mikla þekkingu á alþjóðamálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Obama tekið sem rokkstjörnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fella verður niður tolla af innfluttum búvörum

Lítið þokaðist í gærkvöld og nótt í Doha-viðræðunum svokölluðu hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf í Sviss. Þar er nú reynt að útkljá ýmis deilumál um alþjóðaviðskipti svo sem um tollfrjálsa verslun með landbúnaðarvörur. Aðeins er tímaspursmál hvenær breyta þarf styrkja- og niðurgreiðslukerfi landbúnaðarins á Íslandi, segir Sigurgeir Þorgeirsson, aðalfulltrúi Íslands í viðræðunum.

Ráðherrar stærstu aðildarlandanna sjö funduðu fram undir morgun en án árangurs. Embættismenn segja andrúmsloftið dauft og eru ekki bjartsýnir á að samkomulag náist.

Þróunarríkin vilja fá að selja landbúnaðarafurðir sínar til iðnríkjanna án tolla en á móti krefjast iðnríkin þess að fá að selja ýmsar fullunnar vörur og þjónustu til þróunarríkjanna. Ráðherrarnir hittast aftur síðdegis.

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, tekur þátt í viðræðunum í Genf. Hann segir að nokkur gremja sé á meðal fulltrúa minni ríkja vegna þess að sendifulltrúar sjö stærstu ríkjanna loka sig af. Hann telur að þrátt fyrir erfiða byrjun sé ekki hægt að útiloka að tímamótasamningur náist í kvöld, oft hafi viðræður á síðustu stundu reynst árangursríkar. Nú stendur aðallega á þróunarríkjunum, segir Sigurgeir. Þau vilji ekki leyfa tollfrjálsan innflutning á vörum og þjónustu frá iðnríkjunum.

Talið hefur verið að nú sé síðasta tækifærið til að blása lífi í Doha viðræðurnar. Sigurgeir segir að náist samkomulag ekki nú, geti það vissulega tafið ferlið um nokkur ár en líklega sé aðeins tímaspursmál hvenær viðskipti á milli landa verða opnuð frekar. Ísland er í hópi ríkja sem vilja fara varlega í að lækka tolla á landbúnaðarafurðir og fella niður styrki til landbúnaðar.

Sigurgeir er þó sannfærður um að þegar samningar náist og tollar lækki, verði gerðar miklar breytingar á núverandi styrkjakerfi hér á landi. Hann á ekki von á að styrkir til landbúnaðar verði minnkaðir í framtíðinni en telur að taka verði upp svokallaðar grænar greiðslur sem eru greiðslur til landbúnaðar sem ekki eru bundnar við ákveðnar afurðir. Viðræðunum í Genf lýkur á morgun.

Nauðsynlegt er,að Ísland afnemi tollvernd síná á  innfluttum landbúnaðarvörum. Íslenskar búvörur eru það góðar að þær munu standa sig í samkeppni við innfluttar þó tollverndin verði afnumin. En íslenskiur neytendur eiga rétt á því að geta keypt innfluttar vörur eins og innlendar ef þeir vilja og á sambærilegu verði og erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mikil fækkun nýskráninga ökutækja

Nýskráning ökutækja á Íslandi dróst verulega saman eftir 17. mars í vor en þann dag lækkaði gengi krónunnar um 8,12%. Fram að 17. mars hafði heildaraukning nýskráninga á árinu verið 26,1% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá þeim degi til 18. júlí s.l. fækkað nýskráningum hinsvegar um 34,5% að meðaltali.

Umferðarstofa segir, að segja megi að 17. mars sé upphafstími mikils samdráttar í nýskráningu ökutækja á þessu ári. 

Óvænt aukning varð í nýskráningu ökutækja í maí. Umferðarstofa segir að   skýringin á þessu sé fyrst og fremst nýskráning mikils fjölda bílaleigubíla sem margar hverjar voru á þessum tíma að endurnýja bílaflota sinn.

Fækkun nýskráninga um 34,5% er ekki óeðlileg miðað við samdrátt þann,sem átt hefur sér stað.Það er samdráttur í lífskjörum vegna mikillar gengislækkunar og eldneytishækkunar.Fólk ætti að fara að losa sig við eitthvað af jeppunum.Margir hafa ekkert við jeppa að gera en hafa keypt þá,þar eð nágranninn eða vinurinn hefur keypt jeppa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson.


mbl.is Nýskráning ökutækja hrundi eftir gengisfall krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymir Ísland mannréttindunum?

Í stjórnarsáttmálanum stendur,að mannréttindi sé  nýr hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands.Það er fallegst markmið. Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðaði,að  kvótakerfið íslenska væri brot á mannréttindum.Sjávarútvegsráðherra svaraði nefndinni og sagði,að kvótakerfið yrði endurskoðað og gaf í  skyn,að sniðnir yrðu þeir vankantar af kerfinu ,sem hefðu mannréttindabrót í för með sér.Ekkert hefur verið gert í því máli enn. Ísland getur ekki boðað að  mannréttindi verði í hávegum höfð ef haldið er áfram að brjóta mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins.

 

Björgvin Guðmundsson


Á að greiða atkvæði um það hvort sækja eigi um aðild að ESB?

Hvert ætti að vera næsta skrefið í Evrópumálum?Næsta skrefið ætti að vera að semja samningsmarkmið vegna umsóknar um aðild.Þegar þau liggja fyrir ætti að láta reyna á aðildarviðræður og sjá hvað Ísland fengi í slíkum viðræðum,t.d. í sjávarútvegsmálum.Umræður um að taka upp evru án þess að ganga í ESB eru aðeins til þess að tefja málin eða drepa þeim á dreif. Ef menn vilja reyna að ná víðtækri samstöðu um þetta mál,sem vissulega er æskilegt,mætti láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja ætti um aðild.Mig minnir,að Framsókn (Magnús Stefánsson) hafi lagt það til.

 

Björgvin Guðmundsson


Hjúkrunarfræðingqr samþykktu nýjan kjarasamning

Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu   í atkvæðagreiðslu kjarasamning við fjármálaráðuneytið  með 91% greiddra atkvæða. Samningurinn var undirritaður 9. júlí sl. og með honum var boðuðu yfirvinnubanni aflýst, en talið var að það gæti haft mikil áhrif á sjúkrastofnanir.

Alls voru 2074 félagsmenn í Fíh á kjörskrá.  Atkvæði greiddu 1317 eða 63,5%.  Já sögðu 1198 eða 91%, nei sögðu 119 eða 9%.

Samkvæmt samningnum hækka  dagvinnulaun reynds hjúkrunarfræðings um tæp 14%. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hækka um rúm 15%.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að hjúkrunarfræðingar skyldu samþykkja nýjan kjarasamning og að deilan skyldi leysast. Launahækkun upp á 14-15% má ekki minni vera.Starf hjúkrunarfræðinga er mjög mikilvægt og hefur verið of lágt launað.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregðast við að lækka bensín og olíuvörur

Tonn af 95 oktana blýlausu bensíni kostaði á markaði í Rotterdam 1028 dali á þriðjudag. Þá hafði það lækkað um tæpa 155 dali, 13%, frá því að hæsta verð mánaðarins náðist á mánudag í síðustu viku, hinn 14. júlí. Sama dag var hæsta heimsmarkaðsverð á hráolíu skráð en í viðskiptum innan dags fór fatið af hráolíu upp fyrir 147 dali. Á þriðjudag var dagslokaverð á hráolíu um 128 dalir, 12% lægra en dagslokaverð 14. júlí, sem var 145,2 dalir.

Þrátt fyrir þetta hefur verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hérlendis aðeins lækkað um 5 krónur síðan 14. júlí miðað við upplýsingar á vef Skeljungs, sem eitt íslensku olíufélaganna býður upp á sögulegar verðupplýsingar á vefnum. Fimm króna lækkun jafngildir 3% miðað við verðið 14. júlí.

„Við höfum verið að bíða eftir birgðatölum frá Bandaríkjunum. Þær koma á miðvikudögum í hverri viku og í kjölfarið getur heimsmarkaðsverð sveiflast mikið,“ segir Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, og segist ekki telja Skeljung hafa brugðist treglega við breytingum á heimsmarkaðsverði. Skömmu síðar lækkaði Skeljungur verð á eldsneyti um 2 krónur.

 

Inntur eftir því hvort félagið hefði brugðist við verðhækkun á markaði með verðhækkun, á meðan beðið væri eftir birgðatölum segir hann þá spurningu ekki eiga við þar sem verð hækkaði ekki á heimsmarkaði.

„Við bjóðum ætíð samkeppnishæft verð á eldsneyti,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Olís, og bendir á að félagið hafi dregið til baka 4 króna verðhækkun í liðinni viku þar sem keppinautar þess hækkuðu verð minna en Olís. Þar með hafi félagið tekið á sig hluta af verðhækkunum.

 

Þess er skemmst að minnast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði.“ Þá hafði heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samúels.(mbl.is)

Að mínu mati tregðast olíufélögin við að lækka verð á olíuvörum en hækka fljótt ef verð hækkar ytra.Það er mikil spurning hvort verðlag á olíuvörum á að vera  frjálst. Ef olíufélögin kunna ekki með frjálsa  verðlagningu að  fara munu þau missa hana.

 

Björgvin Guðmundsson

»

mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband