Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Talsmaður neytenda tekur olíufélögin á teppið
Talsmaður neytenda hefur boðað til sín á fundi fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvers um sig, í byrjun ágúst í því skyni að ræða verðmyndun gagnvart neytendum á bensíni og dísilolíu.
Um er að ræða eftirfarandi olíufélög á neytendamarkaði: Atlantsolía, N1 ásamt Ego, Olís ásamt ÓB og loks Skeljungur ásamt Orkunni.
Fram kemur í tilkynningu frá talsmanni neytenda að boðað sé til fundarins í því skyni að fá upplýsingar um verðmyndun á olíu á neytendamarkaði í ljósi umræðu sem lengi hefur staðið og fer vaxandi með flökti á gengi og heimsmarkaðsverði á olíu.
Fram kemur í fundarboði að á þessu stigi sé fyrst og fremst spurt um eftirfarandi:
1. Hvernig er verðmyndun á bensíni og díselolíu á neytendamarkaði háttað hjá félaginu (t.d. ef eitthvert sérstakt módel er viðhaft)?
2. Er samkvæmni í því hvort og þá hversu fljótt verði á þessum vörum á neytendamarkaði er breytt við breytingar á gengi og við breytingar á heimsmarkaðsverði - annars vegar þegar verð í IKR hækkar og hins vegar þegar verð í IKR lækkar?
Viðmiðunartímabil sem talsmaður neytenda vísar til í væntanlegri athugun eru fyrstu sjö mánuðir ársins 2008.
Fram kemur að ekki liggi fyrir á þessu stigi hvort einhverjar upplýsingar frá fundunum - og þá hvaða upplýsingar - verði birtar opinberlega.(mbl.is)+
Þetta er gott framtak hjá talsmanni neytenda. Neytendum ofbýður framganga olíufélaganna í verðlagningu olíuvara. Þau hækka alltaf öll í takt,þannig,að ljóst er að um samráð er að ræða,sem er að mínu mati ólöglegt.Nú hefur verð á olíu erlendis hríðfallið en olíufélögin lækka lítið hér heima. Væntanlega verður talsmaður neytenda harður við olíufélögin og krefst lækkunar í samræmi við lækkun heimmarkaðsverðs
![]() |
Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Eru efnahagsleg tækifæri mest á Íslandi
Grískur hagfræðingur við háskólann á Long Island hefur gert könnun á efnahagslegum tækifærum og lífsgæðum í ýmsum löndum heims. Niðurstaðan var sú,að Ísland lenti í 1.sæti.Ísland kom best út í heildina en var þó aðeins í 1.sæti í einum flokki könnunarinnar,þe.varðandi öryggi á vinnuastöðum.Í flokknum hvar er auðveldast að stunda viðskipti lenti Ísland í 12.sæti.Ekki kemur fram hvenær könnun þessi var gerð en hætt er við því,að efnahagsleg tækifæri á Íslandi séu ekki eins góð í dag og þegar könnunin var gerð.Það er alger forsenda fyrir góðum efnahagslegum tækifærum að það ríki efnahagslegur stöðugleiki .Hann ríkir ekki í dag. Stöðugar sveiflur á genginu,gengishrun krónunnar og miklar hækkanir á vöruverði og ekki síst eldsneyti gera ekki efnahagsumhverfið gott.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mallorka veður á Íslandi
Spáð er 22 stiga hita og sólskini á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt vef Veðurstofunnar, en spáin fyrir Húsafell hljóðar upp á heilar 29 gráður og sól.
Strax á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir að heldur slái á hitann, og mega höfuðborgarbúar jafnvel búast við vætu á morgun.
Svipaða sögu er að segja af veðurspánni fyrir helgina, heldur minni hiti en vænta má í dag, og jafnvel væta víða um land.(mbl.is)
Þetta er sannkallað Mallorka veður. Það er nóg fyrir landann að fara upp að Húsafelli.Það má spara sér Mallorka ferðina. Einnig má fara a Þingvöll en þar var 25 stiga hiti í gær og verður áreiðablega mjög gitt í dag.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mest gjaldþrota.50-60 manns fá ekki laun
Stjórn Mest fór í gær fram á það,að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.50-60 manns vinna hjá féklaginu og mun þeir engin laun fá útborguð um mánaðamótin.21.júlí tók Glitnir yfir steypustöðvar félagsins,hellusteypu og verslun með múrvörur. Var nýtt félag,Steypustöðin Mest stofnað um þessa starfsemi. En annar rekstur var í höndum nýs félags Tæki,tól og byggingavörur ehf,
Mönnum þótti nokkuð mikill uppgangur vera við Suðurlandsveg þegar þar reis mjög stór byggingarvöruverslun. Ljóst er,,að fyrirtækið fór of hratt. Svo hefur verið með mörg fleiri fyrirtæki að undanförnu. Þau byggja og byggja nýjar verslanir og nýja starfsemi en hugsa ekki nóg um hvort grundvöllur er fyrir rekstrinum.Ljóst er,að mikill samdráttur er nú að verða í byggingariðnaðinum og það mun bitna á fyrirtækjum í þeirri grein,bæði byggingarverktökum og þjónustufyrirtækjum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ólafur F, sprengdi sjálfur meirihlutann
Það sem nú er að koma fram í dagsljósið í skipulagsmálum í Reykjavík, sýnir svo ekki verður um villst hvers vegna síðasti borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Þetta er mat borgarstjórans á heitum borgarmálum, svo sem Listaháskóla og Bitruvirkjun. Það voru ekki málefnalegar forsendur til að halda samstarfi áfram, segir Ólafur F. Magnússon.(mbl.is)
Þetta segir Ólafur F.,þegar allir vita,að hann sjálfur sprengdi meirihlutann vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bauð honum borgarstjórastólinn.Það hafði ekkert með skipulagsmál að gera,að meirihlutinn sprakk. Hann sprakk vegna þess að íhaldið keypti Ólaf með borgarstjórastólnum. Ef ástæður hefðu verið málefnalegar þá hefði Ólafur latið reyna á þær í fyrri meirihluta.Það gerði hann ekki. Og ef hugsjónir og málefni hefðu setið í fyrirrúmi þá hefði Ólafur F.ekki farið fram á borgarstjórastólinn, Þá hefði honum dugað að koma fram sínum málefnum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mannréttindabrot aukast í Kína
Amnesti International hefur birt nýja skýrslu um ástand mannréttindamála í Kína. Samkvæmt henni hefur ástand mannréttindamála ekkert batnað í Kína. Þvert á móti hefur það versnað.Þegar ákveðið var að leyfa Kína að halda olympíuleikkana á þessu ári lofaði Kína að bæta ástandið í´mannréttindamálum.Ekki hefur verið staðið við það.Handtökur hafa aukist og brot gegn fjölmiðlum eru mikil m.a. vegna olympíuleikanna.Það eina,sem Kínverjar skilja og taka mark á er hörð gagnrýni alþjóðasamfélagsins.Allir þjóðhöfðingjar og ráðherrar erlendra rikja hefðu átt að sniðganga opnunarhátíð olympíukeikanna.Það er slæmt að forseti Íslands og menntamálaráðherra skuli fara á opnunarhátíðina,þegar fyriur liggur að mannréttindabrot hafa aukist í Kína.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ólafur F.sýnir einræðistilburði
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Frjáslynda flokksins er sammála borgarstjóra um að varðveita beri götmynd Laugavegar og verðlaunatillaga um Listaháskóla sé ekki heppileg. Hún segist þó furða sig á ógeðfelldum stjórnarháttum hans og einræðistillburðum en hann rak Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur úr Skipulagsráði eftir að hún sagði ekki eðlilegt að tjá sig um tillöguna fyrr en skipulagsráð hefði komið saman.
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi hefur fylgt minnihlutanum að málum eftir að Ólafur F. Magnússon myndaði núverandi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Hún segir að meirihlutinn hafi oft verið tæpur og sé það einnig núna. Hanna Birna reyni þó að bakka borgarstjórann upp, ekki síst til að vernda sína pólitísku framtíð sem borgarstjóri eftir fyrsta mars á næsta ári.
Margrét Sverrisdóttir vonar að meirihlutinn springi ekki á þessu máli. Hún segir að almenningur sé búinn að fá nóg af hringlandahætti. Best sé að núverandi meirihluti haldi áfram að grafa sína eigin gröf fram að kosningum. Þá sé hægt að byrja með hreint borð.(mbl.is)
Ég er sammmála Margréti um ,að stjórnarhættir Ólafa F. eru ógeðfelldir og vissulega sýnir hann einræðistilburði.Ummæli Guðnýjar í útvarpinu réttlættu ekki aðfarir Ólafs.Það er furðulegt að ætla að víkja henni úr skipulagsráði fyrir þær "sakir" einar,að hún var ekki tilbúinn til þess að taka afstöðu til skipulagstillögunnar um listahaskólann,þegar hún var spurð um hana i útvarpi.
Björgvn Guðmundsson