Þing danskra jafnaðarmanna nú og 1954

Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ var meðal gesta á þingi danskra sósíaldemókrata í Álaborg síðustu helgi og naut mikillar stemmningar á þinginu, sem hafði einkunnarorðin„Vi kan, hvis du vil“: Við getum það ef þið viljið. Í pistli sem Anna Pála skrifar frá þinginu fyrir S-vefinn ( vef Samfylkingarinnar) segir hún að danskir jafnaðarmenn séu í góðu formi og segir þá ánægða með formann sinn, Helle Thorning-Schmidt, sem Samfylkingarmenn þekkja ágætlega frá heimsókn hennar á landsfundinn  hér í fyrravor. (S-vefur)

Þegar ég las  þessa  frásögn rifjaðist upp fyrir mér,að ég fór á flokksþing danskra jafnaðarmanna í Roskilde 1954.Hannibal Valdimarsson var þá formaður Alþýðuflokksins og sendi mig á þingið. Það var  mjög skemmtilegt að vera fulltrúi íslenskra jafnaðarmanna  á þinginu í Roskilde 1954.Það sem mér fannst skemmtilegast var hve mikið var sungið. Danskir jafnaðarmenn sungu baráttusöngva og það skapaði mikla stemmningu.Þarna voru H.C.Hansen,Viggo Kampmann,H.P Andersen og fleiri leiðtogar danskra jafnaðarmanna. Fluttar voru eldheitar barátturæður og öll helstu mál rædd. Þingið var mjög fróðlegt og ánægjulegt.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir: Horfur betri en við áttum von á

 „Horfur varðandi fjárhag ríkissjóðs eru jafnvel heldur betri við áttum von á, og útlitið með hagvöxt á árinu í heild er líka betra heldur en spáð hafði verið. Og það eru jákvæð tíðindi,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra varðandi nýjar tölur Hagstofu Íslands varðandi hagvöxt. (mbl.is)
Forsætisráðherra segir,að samdráttur verði jafnvel síðar en spáð var,ef hann verði nokkur.Og útlit í atvinnumálum sé eitthvað betra en talið var.Vissulega eru tölur Hagstofunnar ánægjulegar og gefa vonir um nokkra bjartsýni en það er einmitt þörf   á henni.En verðbólgan er í hæstu hæðum og erfitt að ráða niðurlögum hennar.
Björgvin Guðmundsson

 

mbl.is Betri horfur en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynbundinn launamunur eykst.Aðgerða er þörf

Niðurstöður launakönnunar SFR - stéttafélags í almannaþágu, sýna að kynbundinn launamunur er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Munurinn hefur aukist um 3% á milli ára hjá SFR, en stendur í stað hjá félagsmönnum VR.

Þannig hafa meðalheildarlaun karla í fullu starfi sem eru félagar í SFR verið 376 þúsund í ár, en meðalheildarlaun kvenna 274 þúsund krónur. Konur fá því að meðaltali 27% lægri heildarlaun en karlar.

Í heildalaunum koma þó fram launaþættir sem skýra að hluta hærri heildarlaun karla, en þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta, s.s. aldurs, vinnutíma, eftirvinnu o.s.frv. stendur eftir að óútskýrður launamunur kynjanna er 17,2%, sem er veruleg aukning frá síðasta ári þegar munurinn mældist 14,3%. (mbl.is)

Þetta er alvarlegt mál. Samkvæmt þessu eru lög brotin. Samkvæmt þeim á að vera launajafnrétti. En launamunurinn er um 100 þús kr. á mán.eða 27%. Ljóst er,að stjórnvöld  verða að grípa til aðgerða ef lögin um launajafnrétti eiga ekki að vera dauður bókstafur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Kynbundinn launamunur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan í Grafarholti vígð í desember

Undanfarið hefur staðið yfir bygging kirkju í Grafarholti.Nú  sér fyrir endann á þeim framkvæmdum. Nýja kirkjan verður vígt 7.desember 2008.Hefur  kirkjan hlotið nafnið Guðríðarkirkja. Kirkjan  heitir eftir Guðríði Þorbjarnardóttir,sem fædd var  nálægt  980 í Dölum.Hún  var dóttir kristinna foreldra.Hún fór með  Karlsefni  til Vínlands um 1000  og ól þar soninn Snorra,fyrsta vestræna barnið  í Ameriku.Fór eftir dauða Karlsefnis  í pílagrímsgöngu,fótgangandi til Rómar.

 

Björgvin Guðmundsson


Hagvöxtur 5% á öðrum ársfjórðungi,m.a. vegna álframleiðslu

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 5% að raungildi á 2. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á fyrstu sex mánuðum ársins er hagvöxtur talinn vera 4,1%. Í síðustu hagspá fjármálaráðuneytisins frá því í vor var spáð 0,5% hagvexti á árinu.

Þjóðarútgjöld drógust saman um 8% á öðrum ársfjórðungi, þar af einkaneysla um rösklega 3% og fjárfesting um tæp 26%. Samneysla óx hins vegar um tæp 4%. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 25% en innflutningur hafi dregist saman um 12%.

Þessi þróun veldur því að verulega dró úr halla á vöru- og þjónustuviðskiptum samanborið við 2. ársfjórðung 2007 og skýrir þessi mikli bati vöxt landsframleiðslunnar á sama tíma og þjóðarútgjöld dragast saman.

Hagstofan segir, að þessi mikla aukning útflutnings og þar með  landsframleiðslu á 1. og einkanlega á 2. ársfjórðungi eigi að stórum hluta rót sína að rekja til þess að álframleiðsla Fjarðaáls komi nú inn. Stækkun Norðuráls hafi einnig sitt að segja. Afar lauslega megi áætla að þessi framleiðsluaukning auki hagvöxt á 2. fjórðungi um rösk 2% og um ½ til 1% á 1. fjórðungi.( mbl.is)

Þessar hagvaxtartölur yfirstandandi árs benda ekki til neinnar kreppu.Á fyrstu 6 mánuðum ársins er hagvöxtur 4,1%.Samkvæmt þessum tölum ætti að vera unnt að bæta kjör þegnanna á grundvelli hagvaxtar.En við erum að rýra kjör launþega og það mikið. 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hagvöxtur 5% á öðrum ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur 4,9% í fyrra

Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar var landsframleiðslan á árinu 2007  1293 milljarðar króna og jókst að raungildi um 4,9% frá fyrra ári. Þjóðartekjur jukust hins vegar mun meira  eða um 7,8% samanborið við 1,6% vöxt árið áður.

Þessi vöxtur kemur í kjölfar 4,4% vaxtar á árinu 2006. Hann er einnig mun meiri en áætlun Hagstofunnar í mars gerði ráð fyrir en þá var talið að hagvöxtur á árinu 2007 hefði orðið 3,8%. Breytingin skýrist einkum af meiri fjárfestingu og samneyslu en reiknað var með í mars auk endurskoðunar á mati á birgðum í stóriðju.(mbl.is)

Þetta eru ánægjulegar fréttir. En spurningin er sú hvort launafólk hefur fengið réttláta hlutdeild í hagvextinum eða hvort milliliðir  og atvinnurekendur hafa tekið of mikið til sín.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Hagvöxtur síðasta árs meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám tekjutengingar kostar ríkið ekki neitt

Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gerði könnun á því hvað það mundi kosta ríkið að afnema tekjutengingu vegna tryggingabóta aldraðra.Í áliti  um málið sagði Rannsóknarsetrið  m .a.

Ef reiknað er með að tæplega 4 þúsund

 manns á aldrinum 65 ára til 71 árs fari út á vinnumarkaðinn og vinni sér inn sem

nemur meðallaunum fólks á þessum aldri verða skattgreiðslur þessa fólks ríflega 4

milljarðar króna á ári, eða um 3.400 milljónum kr. meira en nemur tapi ríkisins af því að

afnema tekjutengingu ellilífeyris. Fjárhæðin gæti með öðrum orðum verið hærri en það

sem ríkið tapar í auknum bótagreiðslum. 

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Hún leiðir í ljós,að það kostar ríkið ekki neitt að afnema tekjutengingu eða draga úr henni. Ríkið fær kostnaðinn allan til baka í auknum skatttekjum.Tölur Rannsóknarsetursins um fjölda á vinnumarkaði eru byggðar á itarlegum könnunum.Í stórum dráttum er reiknað með að  1/3 eldri borgara  sé á vinnumarkaði en 2/3 hættir að vinna.

Hér ef ef til vill kominn skýringin á því hvers vegna ríkið vill aðeins gera eitthvað fyrir þá sem eru á vinnumarkaði en ekkert fyrir hina. Það er vegna þess,að þessi leið kostar ríkið ekki neitt.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattleysismörk fylgi launavísitölu

Fyrir síðustu alþingiskosningar setti Samfylkingin fram eftirfarandi stefnu varðandi  skattleysismörk:

Við viljum hækka skattleysismörk til samræmis við launabreytingar.Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu. Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður í samfélaginu.

Ef  skattleysismörk  hefðu fylgt launavísitölu frá 1988  væru þau í dag yfir 150 þús. kr. á mánuði en þau eru 95 þús.Ríkisstjórnin hefur samþykkt að  skattleysismörkin skuli hækka um 20 þús. á mánuði á kjörtímabilinu. Sú breyting verður gerð í áföngum.Það er gott skref en hvergi nærri nóg miðað við stefnu Samfylkingarinnar um að skattleysismörkin fylgi launavísitölu.

Hækkun skattleysismarka er mjög góð kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal fyrir eldri borgara. Ef þau hefðu fylgt launavísitölu væri staða eldri borgara mikið betri í dag en hún er.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað líður framfærsluviðmiði lífeyrisþega?

Í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í feb. sl.  lýsti Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra, því yfir,að hún hefði  óskað eftir því að gerð framfærsluviðmiðs lífeyrisþega yrði hraðað. Hefði hún lagt fyrir endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga,að þetta viðmið yrði tilbúið 1.júlí.  Ekki hefur það enn verið birt.

Ég tel víst,að framfærsluviðmið aldraðra og annarra lífeyrisþega hafi verið tilbúið á tilsettum tíma hjá þeim embættismönnum,sem unnu að því.En stjórnvöld hafa af einhverjum ástæðum ekki viljað birta það enn. Þau draga birtingu þess á langinn. Það er síðan önnur saga,að það er  mikið vafamál að það eigi að láta fámennan hóp embættismanna á vegum félagsmálaráðherra semja framfærsluviðmið. Þetta er svo mikilvægt verkefni,að það hefði átt að láta hlutlausan aðila eins og Hagstofuna eða Neytendastofu semja framfærsluviðmið.Þessar stofnanir hafa allar upplýsingar til þess. Það gengur ekki að  hópur embættismanna búi til eitthvert lágmarksframfærsluviðmið sem notað verði til þess að þrýsta lífeyri  aldraðra niður.

Hagstofan hefur  kannað reglulega  meðaltalsneysluútgjöld heimilanna í landinu.Niðurstaðan sýnir hvað mikið þarf til neyslu að meðaltali.Skattar eru ekki í þessum tölum svo þetta sýnir ekki hvað mikið þarf til framfærslu í heildina.Félag eldri borgara í Reykjavík óskaði eftir því,að nýtt framfærsluviðmið yrði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar. Þeirri skoðun var komið á framfæri við félagsmálaráðherra. Samfylkingin sagði það sama fyrir kosningar. Hún vildi miða við neyslukönnun Hagatofunnar. 60+ ,samtök eldra fólks í Samfylkingunni samþykkti það sama. Spurningin er sú hvort farið verði eftir óskum eldri borgara eða hvort fáir embættismenn eiga að ráða þessu.

 

Björgvin Guðmundsson


Mikið af ónýttum ibúðum

Ónýttar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru að minnsta kosti um 2.400 talsins. Séu teknar með í reikninginn úthlutaðar lóðir og byggingar, sem skammt eru á veg komnar, eru ónýttar íbúðir a.m.k. 5.900 talsins, að sögn Ara Skúlasonar, forstöðumanns greininga á fyrirtækjasviði Landsbankans. Segir hann að við eðlilegar aðstæður tæki það um tvö ár að selja þennan fjölda íbúða og því sé ljóst að framboð á íbúðamarkaði sé umtalsvert meira en eftirspurn og hafi verið um nokkurt skeið.

Ari og hans fólk hefur undanfarin ár safnað saman og unnið mikið magn upplýsinga um stöðu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðu þess að farið var í þessa vinnu segir Ari þá að opinberum upplýsingum hafi verið um margt ábótavant.

Markaðsvirði áðurnefndra 2.400 íbúða segir Ari geta verið um 70 milljarðar króna og að fjárbinding framkvæmdaaðila geti numið um 50 milljörðum. „Er þá ekki tekinn með hugsanlegur lóðakostnaður eða kostnaður sveitarfélaga við vega- og lagnagerð,“ segir Ari.(mbl.is)

 Það er alger óhæfa,að  íbúðir,sem eru fullgerðar séu ekki settar á markað.Talið er,að ýmsir braskarar séu með mikið af íbúðum á hendinni og hafi ekki viljað setja þær á markað þar eð þeim finnist verðið ekki nógu hátt. Sums staðar erlendis er bannað að halda íbúðum auðum. Ef til vill þurfum við lög til þess að tryggja notkun þessara íbúða,sem eru  tilbúnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ónýttar íbúðir 2.400
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband