Lífeyrir á að hækka um 1-2%?

Margir undrast það hvers vegna lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað um 1 krónu allt þetta ár og raunar ekkert hækkað fyrir frumkvæði stjórnarinnar allt frá valdatöku KJ.Og víst er þetta undrunarefni.En skýringin liggur fyrir: Samtök atvinnulífsins segja,að ekki sé svigrúm fyrir meiri launahækkun en 1-2%.Og KJ segir,að ekki sé víst,að svigrúm sé fyrir neinum launahækkunum.BB leggur þá línu,að ekki megi hækka lífeyri neitt áður en samið verði á almennum vinnumarkaði.Ef SA og KJ tekjst að halda launahækkunum niðri við 1-2% mun lífeyrir heldur ekki hækka meira en 1-2%.Eftir þessu er beðið!

Björgvin Guðmundsson


Theresa May stóðst vantraustið en er í klúðri með Brexit

Í gærkveldi fór fram atkvæðagreiðsla í þingflokki íhaldsmanna í Bretlandi um það hvort Therea May nyti áfram trausts sem leiðtogi og forsætisráðherra. Hún stóðst vantraustið með 200:117 atkvæðum En hættan er samt ekki liðin hjá.May hefur enn ekki komið Brexit í gegnum þingið; talið að meirihluti þingmanna sé á móti samningum,sem May kom með frá ESB og nú er hætta á að Verkamannaflokkurinn leggi fram vantrauststillögu í þinginu á stjórn May,sem gæti farið í gegn.
Útganga Breta úr ESB hefur frá upphafi verið eitt klúður.Bretar ætluðu upphaflega að fara úr ESB þannig,að þeir losnuðu við að taka við miklum fjölda innflytjenjda en gætu áfram fleytt rjómann af samningi við ESB. EN þeir komust fljótlega að því að þetta var ekki hægt.Samningurinn sem Theresa May fékk við ESB var aðeins hálf útganga og varla það.Samningurinn gerir ráð fyrir,að Bretland verði áfram í tollabandalaginu en það var ekki meining þeirra,þegar þegar þeir samþykktu Brexit.Þetta þýðir t.d. að þeir gætu ekki gert fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir eins oig þeir gerðu sér vonir um. - ESB er tollabandalag en auk þess mjög víðtækt samstarf um frelsin fjögur, viðskipti,fjármagnsflutninga,frjálsa för og frjálsa þjónustu.Auk þess er margvíslegt annað samstarf.Bretum var strax gert ljóst,að þeir gætu ekki komið sér undan ábyrgð af flóttamönnum.Þeir verða að taka á móti öllum innflytjendum frá fyrrverandi samveldislöndum, bundnir af samþykktum Sþ eins ig aðrir og sem Evrópuþjóð verða þeir að axla ábyrgð af flóttamannavandamálinu í Evrópu.Um leið og þeir fóru að semja við ESB um eiitthvað áframhaldandi samstarf kom flóttamannavandamálið einnig á dagskrá.-Þingmenn íhaldsins,sem samþykkty Brexit eru ekki ánægðir með samning May um að vera áfram í tollabandalagi ESB. Talið er að samningurinn verði felldur. Hvernig May leysir það mál er ráðgáta. Talið er að hún haldi ekki leiðtogasætinu lengi.
 
Björgvin Guðmundsson

Aldraðir og öryrkjar sniðgengnir á alþingi!

Fjárlög fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd.Þar kemur vel fram hver forgangsröð ríkisstjórnarinnar er:Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar eru algerlega sniðgengnir.Þeir hafa ekki fengið eina krónu í hækkun á árinu 2018 frá ríkisstjórninni og þeir fá ekki eina krónu í raunhækkun árið 2019.Hins vegar fá útgerðarmenn 4 milljarða í jólagjöf frá ríkisstjórninni til þess að þeir geti haldið áfram að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum; þeir eru að hagnast óeðlilega m.a. vegna þess að þeir greiða ekki eðlilegt afgjald fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinar.
Samfylkingin,Ágúst Ólafur Ágústsson,flutti mjög róttæka breytingatillögu við fjárlögin í fjárlaganefnd;lögðu til,að framlag til aldraðra hækkaði um 4 milljarða og framlag til reksturs hjúkrunarheimila yrði stórhækkað í samræmi við óskir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þessar tillögur voru felldar af stjórnarflokkunum; engu líkara en þeir séu á móti öldruðum og öryrkjum-Á sama tíma og ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk eykst bruðlið á alþingi stöðugt.Framlög til stjórnmálaflokkanna voru hækkuð mikið við afgreiðslu fjárlaga; þá voru til peningar.Og ekkert lát er á aukagreiðslum til þingmanna.Ég hef lagt til,að þær verði felldar niður, þar eð fasta kaupið,þingfararkaupið,er orðið svoi hátt.Fasta kaupið er 1,1 milljón kr á mánuði, það dugar og ekki þarf neinar aukagreiðpslur til viðbótar.Formenn nefnda fá 15% álag á þingfararkaup til viðbótar,formenn stjórnmálaflokka fá 50 % álag til viðbótar. Til samanburðar má nefna,að aldraðir og öryrkjar hafa aðeins 239 þús kr fyrir skatt,giftir en 204 þús kr eftir skatt. Þingmenn sem ekki vilja leiðrétta þessa hungurlús ættu að reyna að lifa á þessari upphæð!
 
Björgvin Guðmundsson
 

Bloggfærslur 13. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband