Mikilvægur sigur gegn Austurríki

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í kvöld gríðarlega mikilvægan sigur á móti Austurríki á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð með 26 mörkum gegn 23. Liðið er því öruggt áfram í milliriðla með tvö stig en þau verða fjögur vinni liðið Noreg í lokaleiknum á fimmtudag.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af en um miðbik fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá Austurríska liðinu sem skilaði því fimm marka forskoti í hálfleik, en þá var staðan 16-11 og útlitið ekki bjart fyrir Ísland. Guðmundur Guðmundsson virðist hafa lesið nokkuð hressilega yfir íslensku strákunum í hálfleik því það mætti allt annað lið til leiks í þeim síðari og leikurinn var jafn þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir. Á lokakaflanum í leiknum sýndi íslenska liðið gríðarlega góðan leik og þá ekki síst Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, sem varði gríðarlega vel á þeim kafla en Austurríska liðið skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik. Ísland hafði að lokum sigur 26-23 og ótrúlegur viðsnúningur staðreynd. Alexander Petersson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Þórir Ólafsson gerði fimm.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband