Stöðugt verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum!Mannréttindabrot að halda lífeyri við fátæktarmörk eins og gert er!

Ísland hefur undiritað marga alþjóðlega mannréttindasáttmála.Þessir sáttmálar kveða m.a. á um það,að veita skuli öldruðum og öryrkjum  félagslegt öryggi og þeir kveða á um ýmis önnur réttindi,sem veita á öldruðum og öryrkjum.Einna mikilvægastur þessara sáttmála er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Þá skiptir  Samningur Sþ. um réttindi fatlaðra miklu máli fyrir öryrkja en aðalatriði þess samnings er,að fatlaðir eiga að njóta sömu réttinda og ófatlaðir.En það er  ekki nóg að undirrita samninga og setja þá í gildi,það þarf að fara eftir þeim.

Það er óheimilt samkvæmt alþjóðasamningum,sem Ísland er aðili að að færa réttindi aldraðra og öryrkja til baka,þ.e. skerða þau eins og ítrekað hefur verið gert hér á landi.Mannréttindayfirlýsing Sþ.kveður á um það,að allir eigi rétt á lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan; þar á meðal rétt til fæðis,klæða og félagslegrar þjónustu.Ennfremur segir,að allir eigi rétt á öryggi  vegna atvinnuleysis,fötlunar,veikinda,fyrirvinnumissis,elli og annars,sem skorti veldur.Í stjórnarskránni eru einnig ákvæði,sem veita ölduðum og öryrkjum vernd,svo sem að ríkið eigi að veita þeim aðstoð,ef þarf.Þá segir í lögum,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.- Það er stanslaus verið að bjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum og það er langur vegur  frá því að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband