Ætlar stjórn Katrínar að losa sig við þingið?

Stjórnarflokkarnir ræða nú um veggjöld eins og alþingi sé búið að samþykkja þau en fyrir síðustu kosningar var Sigurður Ingi núverandi samgönguráðherra andvígur veggjöldum og VG lét ekki í ljós neinn áhuga á veggjöldum.Svo virðist sem Jón Gunnarsson fyrrum samgönguráðherra hafi snúið Sigurði Inga í málinu,þar eð Sigurður Ingi ólmast nú í baráttu fyrir veggjöldum  en gleymir því að þingið hefur ekki samþykkt nein veggjöld.Svo gerast þau tíðindi,að ríkisstjórnin ræðir að taka beri stórt lán fyrir vegaframkvæmdum og það lán verði greitt síðar með veggjöldum.Greinilega halda stjórnarherrarnir,að frekar sé unnt að smeygja veggjöldum inn á þjóðina með þessari aðferð heldur en með því að leggja strax á veggjöld.Þetta er greinilega "útspekuleruð" aðferð til þess að koma veggjöldum í gegn þó þjóðin sé á móti þeim!

 Bíleigendur eru búnir að greiða í bensíngjöldum og öðrum gjöldum,sem lögð eru á bíla, nær alla þá upphæð, sem vegaframkvæmdirnar kosta.Samt á enn að höggva í sama knérunn og rukka bíleigendur um stórar upphæðir í veggjöldum.Ég tel það ekki koma til greina.  Bíleigendur eru búnir að greiða sitt framlag í vegaframkvæmdir og því er rétt að ríkið skili þeirri upphæð áður en það rukkar meira.Og starfsaðsferðir stjórnarflokkanna eru fyrir neðan allar hellur. Það er engu líkara en flokkarnir ætli að losa sig við þíngið.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband